Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 70
Jón Yngvi Jóhannsson skoðunum. Og sagan er skrifuð af þeim krafti og bullandi hugmynda- auðgi sem einkennir stíl Hallgríms, en hér er hún orðin tamdari, orða- leikirnir færri og markvissari. Yfirborðsmennska, siðleysi, öfgafrjálshyggja, félagsleg einangrun og sjálfhelda neyslusamfélagsins. Það verður seint fullyrt að þær skáldsög- ur sem hér hefur verið fjallað um reyni ekki að takast á við samtíma sinn, lýsa honum, greina hann og gagnrýna. Og á stundum að minnsta kosti taka þær einmitt þennan vanda til umræðu og veita þeirri kreppu sem slík gagnrýni getur lent í inn í textann sjálfan. Við getum auðvitað kosið að líta svo á að þetta hafi algerlega mistekist og haldið áfram að tala um það að bókmenntir hafi engan slagkraft í umræðunni. En hitt væri líka reynandi að velta fyrir sér hvað þessar bækur segja um íslenskt samfélag, og um þá sem reyna að halda þar uppi gagnrýninni umræðu. Þróun og samfella Það má sem sagt greina í skáldsögum síðasta árs, líkt og áranna á undan, ákveðna tilhneigingu höfunda til að takast á við samtímann í raunsæis- legum skáldsögum. Og ef við bætum hér við nokkrum þeirra glæpa- sagna sem komu út fyrir jólin og einkennast af sama vilja til að fjalla um samfélagslegan veruleika á gagnrýninn hátt erum við komin með nokk- uð stóran hluta íslenskra skáldsagna. En þetta er auðvitað ekki algilt; fjöldi skáldsagna kom út fyrir jólin sem falla ekki að þessari hneigð. Meðal þeirra eru verk eftir nokkra af bestu höfundum okkar sem sendu frá sér skáldsögur eða smásagnasöfn þar sem þeir vinna áfram með þemu sem lesendur þekkja úr fyrri verkum þeirra. Höfuðlausn Ólafs Gunnarssonar er söguleg skáldsaga þar sem meðal annars er sagt frá merkilegum atburði í íslenskri menningarsögu, þegar fyrsta alvöru kvikmyndin var tekin á fslandi. Þetta var kvikmynd Gunn- ars Sommerfelt eftir Sögu Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson. Sagan er sögð frá sjónarhóli eins af aðstoðarmönnum hópsins, leigubíl- stjórans Jakobs Ólafssonar sem verður einkabílstjóri leikstjórans og fær auk þess vinnu við leikmunadeild myndarinnar. í sögunni bregður fyrir ýmsum sögufrægum mönnum, auk Gunnars Gunnarssonar og Somer- felts, til dæmis þeim Thor Jensen og Knut Hamsun og ekki síst listmál- aranum Muggi sem lék aðalhlutverkið í myndinni. Ástæða þess að Höfuðlausn er vel heppnuð sem söguleg skáldsaga er sú klassíska aðferð sem Ólafur beitir. I forgrunni er fólk sem er auka- leikarar eða jafnvel statistar í hinni stóru sögu. Hinir frægu verða á hinn 68 TMM 2006 ■ 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.