Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 76
Jón Yngvi Jóhannsson ingar þess sem velur sér brauð í bakaríi eða stefnuljós í umferðinni, við fjölbreyttar frásagnaraðferðir sögunnar, þær eru sífelld áminning um tilviljanakennd tengsl orða og hluta, frásagna og atburða. Þrátt fyrir alla óreiðuna þá er eins og Guðjón finni einhverja lausn í lokin. Það er kannski ekki einföld lausn og hún byggir ekki á samræmi heldur frekar á aðferð við að sætta sig við og lýsa óreiðunni. Lausn sögu- höfundar felst í því að benda lesanda á málverk eftir Brueghel sem hang- ir á vinnustofu Guðjóns og mynd er birt af í bókinni. Þótt málarinn hafi verið uppi á endurreisnartímanum er fagurfræði verksins fullkomin andstæða þess samræmis og jafnvægis sem við tengjum við klassíska myndlist. Þvert á móti byggir hún á ofhlæði táknmynda sem er teflt saman til að skapa mishljóm og kakófóníu frekar en pólífóníu eða fjöl- röddun. Titill nýjustu skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervudóttur: Yosoy - Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss er engin smá- smíði, en hann gefur til kynna helstu viðfangsefni sögunnar. Hún fjallar um samband líkama og hugar, efnis og anda, en líka um listina, mörk hennar og hlutverk. Þetta gerir hún á gróteskan og ævintýralegan hátt, þó er ekkert, eða fátt að minnsta kosti, í þessari sögu sem ekki stenst veruleikann eins og við þekkjum hann; flest af því ótrúlegasta í þessari sögu gæti gerst. Persónur sögunnar eru öfgakenndar en þó ekki fantas- ískar, þær eru allar í einhverjum skilningi á útjaðri samfélagsins eða jafnvel mennskunnar í miðpunkti sögunnar er íslenskur læknir sem er sérfræðingur í sárs- auka. Hann er í upphafi sögu háskólakennari í Brussel en fær það dul- arfulla verkefni frá ókunnri en sterkríkri erlendri konu að ferðast til íslands og fylgjast með hópi fólks sem sýnir líkamslistir í hryllingsleik- húsinu. Þar finnur hann meðal annars konu sem er svo afmynduð af silíkonaðgerðum að hún getur hvorki gengið né setið, hnífakastara og dularfulla konu sem við fáum aldrei nákvæmlega að vita hvað gerir en virðist ögra þyngdaraflinu á einhvern hátt. Sá af sirkusfólkinu sem leik- ur stærst hlutverk í sögunni er þó ungur drengur sem finnur ekki fyrir sársauka og getur þess vegna sýnt atriði sem bæði ofbjóða áhorfendum og heilla þá. Það er eitthvað við afskræmingu líkamans og sigur sirkus- fólksins yfir takmörkum, sem við erum alla jafna háð, sem dregur að sér fólk. Þetta er metnaðarfull heimspekileg skáldsaga sem krefst meira af les- andanum en að hann lesi bara og láti sig fljóta með frásögninni. Frá- sagnargleðin og trúin á frásagnarlistina sjálfa er ekki jafn áberandi hér og í mörgum fyrri verkum Guðrúnar Evu. Þetta er kannski hennar 74 TMM 2006 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.