Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 77
Skáldsagan og samtíminn
agaðasta bók. Hér er áherslan öll á að stilla upp andstæðum og láta
reyna á landamæri anda og efnis, líkama og sálar, blygðunar og kláms.
Til hvers þurfum við skáldsögur?
Eins og lesendur hafa væntanlega tekið eftir er þessi grein að sumu leyti
sprottin úr pirringi út í fullyrðingar um vanmátt skáldsögunnar í þeirri
samfélagsumræðu sem fer fram í blöðum og tímaritum. Ein spurning
sem við getum velt fyrir okkur þegar við hugsum um skáldsögur, hlut-
verk þeirra og slagkraft er þessi: Til hvers þurfum við skáldsögur? Svör-
in eru ólík eftir tímaskeiðum, þau breytast hratt, en þau eru líka býsna
góð vísbending um það hvað einkennir samtímann hverju sinni. Á síð-
ari hluta áttunda áratugarins var svarið til dæmis augljóst: þá þurfti fólk
skáldsögur til að styðja við og fóðra umræðu um pólitík, um stéttaskipt-
ingu, kynhlutverk og fleiri brennandi vandamál tímans. Á níunda ára-
tugnum þurfti fólk skáldsögur til að kanna möguleika frásagnarinnar,
til að skapa nýja heima úr samtíð og sögu, varpa nýju og flóknara ljósi á
samtímann en raunsæi áttunda áratugarins hafði gert.
Þess vegna er við hæfi að enda á þessari spurningu einu sinni enn: Til
hvers þurfum við skáldsögur? Ef við þurfum skáldsögur til að varpa
ljósi á samtíma okkar, til að gagnrýna og fjalla um möguleika þess að
gagnrýna, þá er auðvelt að finna þær. Ef við þurfum skáldsögur til að
stytta okkur stundir með morðgátu er enginn hörgull á þeim. Ef við
þurfum skáldsögur til að hugsa með okkur um goðsögur, um samhengi
hins smáa og hins heimssögulega, um möguleika skáldsögunnar, þá eru
þær til líka. Auðvitað mætti tala meira, hærra og gáfulegar um íslenskar
skáldsögur og það er áskorun fyrir alla þá sem taka þátt á íslenskum
bókmenntavettvangi. En skáldsögurnar eru til, margar þeirra eru bæði
góðar og efni í umræður af öllu tagi. Skortur á umræðu þarf ekki að
stafa af skorti á umræðuefni.
TMM 2006 • 1
75