Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 95

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 95
Bókmenntir borgaralega samfélags eða reglu ævisögunnar en sögumaður minnir okkur þráfaldlega á að allt vill verða að sögu. Með það í huga virðist léttara að horfa ótruflaður á átök samfélagsins og líta á þau í ljósi síns tíma. Reykjavík þessara ára er örlítið þorp kringum sóðalegan poll sem er kallaður tjörn. Holræsakerfi er bágborið og lykt til vandræða. Fólk- ið sem safnast hefur saman á þessum stað horfir saknaðaraugum til sveitanna þó því sé vel ljóst að þar var ekki vel vært fyrir aðra en landeigendur. í Reykja- vík hótar bankastjórinn að gefa athafnamanninum á kjaftinn þegar þeir mæt- ast á götu (107). Kristján Ó Þorgrímsson bókaútgefandi, bæjargjaldkeri og leikari fær vinnukonuna Guðrúnu Bergsdóttur frá Stóra-Fjalli í Mýrasýslu dæmda í fangelsi fyrir þjófnað á bláum fingravettlíngum og fleira smádóti sem metið var á 8 krónur og 25 aura. Kristján bar líklega ljúgvitni í öðru og stærra máli og átti oftlega í málastappi. Frá slíkum sviptingum er sagt af góðu jafn- vægi í bók Matthíasar. Héðinn Valdimarsson vex úr grasi við hlið Laufeyjar systur sinnar i þessu samfélagi. Heimili þeirra systkina er í sviðsljósinu og fjöl- skyldan kynnist átökum, yfirgangi og óheiðarleika; en einnig efnahagslegum umbótum, vaxandi menningu og bjartsýnni trú á framfarir. Kvennabaráttan Einn þeirra þráða sem snúnir eru saman í ævi fjölskyldunnar er kvennabar- áttan. Bríet, móðir Héðins, berst stanslaust fyrir bættri stöðu kvenna, hreinlæti og siðmenntun. Matthías fer vandlega yfir kenningar og viðhorf Bríetar og jafnframt leggur hann mikla vinnu í baráttu Laufeyjar sem gengur ein í skóla með strákunum. Kvennabaráttan kemur þó hægt og seint inn því það er sagt frá svo mörgu öðru. Á bls. 289 er falleg ljósmynd af þeim systkinum, líklega tekin árið 1900 þegar Héðinn er átta ára en Laufey tíu. Sagan er þá að komast í 300 síður en aðalpersónan ekki af barnsaldri. Þess er auðvitað skylt að geta að annað bindi átti að fylgja þessu en Matthíasi entist ekki aldur til þess. Árið 1907 gekk Laufey í málfundafélagið Framtíðina og átti í útistöðum við skólabræður sína. Hún virðist hafa verið frekar viðkvæm manneskja og ör- geðja. Hún hefur greinilega haft mikil áhrif á skólabræður sína en sennilega hefur það verið henni erfitt að standa í fremstu víglínu. Laufey útskrifast svo 1910 og Héðinn 1911, kvenréttindaárið mikla þegar Hannes Hafstein keyrði í gegn frumvarp um að konur hefðu jafnan rétt til embætta, náms og náms- styrkja. Bríet virðist hafa verið börnum sínum góð þó að hún hafi sennilega verið nokkuð ströng og kröfuhörð. Af ýmsu sem Matthías tínir til má ætla að það hafi verið Laufeyju erfiðara en Héðni. Skapsmunir hennar eru sveiflu- kenndari en auðvitað getur enginn sagt hversu náið það tengist því að vera dóttir fyrstu öflugu kvenréttindakonu íslands, konu sem hlaut að krefjast mik- ils af dóttur sinni og var þar að auki milli tannanna á fólki og varð fyrir aðkasti þó hún hlyti einnig viðurkenningu og lof. Héðinn elskar og virðir móður sína en hann andmælir henni og stendur uppi í hárinu á henni og þau skilja ekki alltaf hvort annað. Án þess að það sé TMM 2006 ■ 1 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.