Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 96
Bókmenntir
nokkurs staðar sagt beinlínis í bókinni er látið að því að liggja að í fari Lauf-
eyjar birtist tilfinningasemi Valdimars, listrænar gáfur og fræðaáhugi og til-
hneiging hans til þess að verða ósáttur við samfélagið. Einurð og baráttuþrek
Bríetar og Héðins er aftur á móti áþekkt og sá þáttur í fari Héðins skýrist ekki
að fullu fyrr en undir lok bókarinnar. Hinn ungi, menntaði Héðinn sem siglir
til íslands frá Kaupmannahöfn er ekki til þess búinn að láta segja sér fyrir
verkum.
Hin breiða samfélagslýsing
Nokkrar meginandstæður skýrast smátt og smátt í viðamikilli frásögn Matthí-
asar af íslensku samfélagi á síðustu tugum nítjándu aldar og fyrstu tugum
þeirrar tuttugustu. Viðamestar eru þar stéttaandstæðurnar og það markast
vafalaust að einhverju leyti af því að ævisögunni hefur frá upphafi verið ætlað
að draga upp mynd af Héðni Valdimarssyni og skýra feril hans. Þess vegna
leitast sagan við að sýna okkur sjóndeildarhring Héðins og þar áttu stéttavið-
horfin vissulega eftir að verða ríkjandi. Andstæða sveitar og borgar birtist
einnig smám saman og tengist þeirri fyrri. Sveitafólkið streymir inn í lágstétt-
ina í borginni og foreldrar hans eru einmitt úr þeim hópi. Tilfinningalegar
rætur Héðins eru þar með stéttbundnar. Andstæðan milli kynjanna er alla tíð
við hlið hans. Hann deilir við móður sína og stendur með systur sinni en til-
finningaleg tengsl hans við þær hljóta að veita honum skilning á baráttu þeirra
og þar með á gildi þjóðfélagslegrar baráttu. Meðan sveitafólkið streymir jafnt
og þétt inn í borgina festir borgaraleg yfirstétt sig í sessi með tilheyrandi
málaferlum, pústrum og hrindingum. Þegar Héðinn er að útskrifast úr fram-
haldsskóla og heldur áfram í framhaldsnámi er hann nokkrum sinnum minnt-
ur á þann rétt sem Thorsararnir hafa fram yfir hann, og smám saman skilur
lesandinn hvaða þátt sjóndeildarhringur Héðins Valdimarssonar, vitneskja
hans um tilvist sína í stéttskiptu, vaxandi borgarsamfélagi, átti í að gera hann
að þeim manni sem hann varð. Aðferð Matthíasar má að mínu viti lýsa þannig
í stuttu máli að bókin er framúrstefnuleg ævisaga sem skerpir andstæður en
sættir þær ekki, notar huglægan stíl þegar höfundi sýnist svo til dæmis í kafl-
anum „Heilablóðfall11 þar sem fjallað er um fráfall Valdimars og á mörgum
öðrum stöðum. Virkt hugmyndaflug og skapandi sýn höfundar skilar að mínu
viti óvenju djúpum skilningi á viðfangsefninu en það er einnig vegna þess hve
víða er leitað fanga. Þá er ég að tala um skilning á hinni meintu miðju þessarar
ævisögu - Héðni Valdimarssyni. Mig grunar líka að margir lesendur eigi eftir
að sjá Reykjavík með öðrum augum eftir lestur þessarar bókar.
1 Sigurður Gylfi Magnússon. 2005. Sjálfssögur, minni minningar og saga. Há-
skólaútgáfan. Reykjavík.
2 Taylor, Charles.1989. Sources ofthe Self The making of modern identity. Cam-
bridge University Press.
94
TMM 2006 • 1