Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 98
Bókmenntir Til að geta svarað spurningunni framan á seinustu bók Jónasar, hvar endar maður? (JPV útgáfa 2005) þarf að rekja sig í gegnum allar fyrri bækur hans; þá sést fljótlega að skáldið telur manninn byrja í merkingarleysinu. Þetta má til að mynda sjá í ljóðinu „Einangrun" í Andartaki ájörðu frá 1992. Þar er rútan lífið, og þegar hún veltur og allir farast nema mælandinn þá vaknar hann af draumi til algers merkingarleysis. Það er óralangt frá þessu merkingarleysi til lifandi manna, en það ferðalag lýsir ljóðum Jónasar kannski í stuttu máli. Ferðin ligg- ur frá merkingarleysinu, sem hann sér í náttúrunni, til merkingarinnar, sem hann sér helst í borginni. Jónas notar náttúruna oft til að losa um hina tilbúnu merkingu mannsins og opinbera merkingarleysið. í ljóðinu „Augu mín verða ekki aftur söm“ úr sömu bók nær Jónas lesandanum í byrjun á hversdagslegri ferðalýsingu. Síðan læðir hann inn sakleysislegri hugsun með einu augnatilliti sem setur lesandann óvænt í samband við merkingarleysi hinnar óendanlega dauðu náttúru himingeimsins (Andartak á jörðu, bls. 35); Nótt yfir snjóbreiðunni yfir för minni til þín Ég veit ekki... Ég leit upp og það hremmdi mig fjarlægð: Nóttin er ekki íslensk eins og dagarnir litir daganna né jarðnesk heldur nær út til stjarna handan stjarnanna þar sem jörðin er ekki til Og þú ekki til jarðneska stúlkan mín? Ég veit ekki... Þarna er glugginn þinn og hér er ég einhverstaðar milli þín og fjærstu stjarna næturinnar. Maður sér Jónas fyrir sér hangandi í ysta þræði merkingarvefsins, einhverstaðar lengst úti í geimnum. Hann var kannski á leið til stúlkunnar, en bara það að líta upp þegar nóttin var svörtust og skynja hvað hún er takmarkalaust ólík deginum, tengir hann við myrkan og kaldan alheiminn, sem er stærri og undarlegri en svo að við getum fyllt hann merkingu, og stöðvar hann á leiðinni til hennar. Alheim- urinn, sem vísindamenn vita strangt til tekið ekki úr hverju er, hvernig saman settur eða hvaðan hann kom, gerir merkingarleysið hlutlægt. Það er sem sagt ekki bara tilfinning. Ljóðmælandinn nær þó að búa til lítinn merkingarneista sem er ljóðið sjálft, eitthvað sem hann yljar sér við skamma stund og sendir til okkar, eða jarðnesku stúlkunnar við gluggann, eins og nokkurskonar afsökunarbeiðni fyrst 96 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.