Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 100
Bókmenntir En þó þetta sé almennt viðleitni skáldsins til að gefa sjálfinu eitthvert rými, einhverskonar veruleika, þá kemur fyrir að hann þreytist líka á þessari iðju og ýtir frá sér fortíð og framtíð (,,Hlé“) til að leyfa huganum að verða eitt með útsýninu, í stundinni (,,Hafið“). Hin tvíbenta afstaða til sjálfsins er sú, að þegar hann fæst við að gefa sjálfinu merkingu með því að tengja það við fortíðina, hvort sem það er sagnfræðileg fortíð eða eigin bernska, þá er hann á þeirri skoðun að sjálfið sé til, en þegar hann (sem þá er ekki hægt að tala um sem slíkan) leitast við að losna undan fortíð og framtíð og verða bara það sem hann horfir á þá og þá, er hann á þeirri skoðun að sjálfið sé ekki til. Yfirþyrmandi tilfinning um merkingarleysi, hverfulleika, og formleysi þess sem þetta skynjar leiðir til þess að hugmyndin um sjálf orkar á skáldið sem tilbúin merking, framhald af tilbúnu merkingarneti mannanna sem hann finnur sig ekki í. Þess vegna eru ljóðabækur Jónasar verk eftir mann sem er hálfpartinn á þeirri skoð- un að hann sé ekki til, sem gæti verið skemmtilegt innlegg í umræðuna um höfundarhugtakið, ef maður vildi fara út í slíkar vangaveltur. Slíkt gæti þó verið hættulegt, maður gæti týnt sér við slíka iðju. í hvar endar maður? er ljóðið „Gluggasæti“ þar sem segir meðal annars: „Ég líð um landslag skreytt / þorpum og köstulum, miðöldum / eina sem gerist í lífi mínu / er að útsýnið breytist / er það nóg?/ er nógur munur/ á gluggasæti á fleygiferð/ og mér á ferð i því sæti?“ Jónas er ekki viss um að það sé tiltakanleg- ur munur á gluggasæti í lest á ferð og honum sjálfum á ferð í því sæti. Hann efast sem sagt um tilveru sjálfsins. Og ef það er eitthvert sjálf, er hann stundum ekki viss um hvort það sé meira en staðirnir sem það skynjar. Staðirnir og samruninn í ljóðum Jónasar tengist sjálfið gjarnan ákveðnum stöðum. í ljóðinu „Sjálfs- mynd“ í bókinni Hliðargötur (2001) segir til dæmis beinlínis að Staðarskáli sé miðjan í sjálfsmyndinni. í öðrum ljóðum spáir hann í hvað staður er og hvar mörkin milli hans og sjálfsins liggja. Sumir staðir gera að skáldinu finnst það vera meira til, og það verði að segja eitthvað. Ljóðið „Viðbót“ er í hvar endar maður? (bls. 19): Fjöllin innvið Langjökul segja mér ævinlega eitthvað, ég er þannig maður, allt orkar á mig (missterkt) allt talar, þetta er þannig heimur En borin von ég skilji... Fjöllin innvið Langjökul þau tala ekki eins og maður við mann heldur kveikja tilfinningu: líkast því sem blásið sé í glóð og ég verði meira til Meira til án þess að vita hvað skal gera með þá viðbót eða um hvað ljóð þetta fjallar 98 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.