Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 101

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 101
Bókmenntir Ogþó ... hugsanlega vísar það nú eitthvað í landvarðasumrin mín þar efra - milli jökla - og hana sem var með mér þótt ég héldi að sú glóð væri löngu löngu slokknuð Umhverfi kveikir tilfinningu líkast því sem blásið sé í glóð og sjálfið verður meira til. Hversvegna? Hann leitar skýringar í því að hann hafi áður tengst sama umhverfi og það orki því á minningar hans. Merkingin er þá upphaflega frá honum komin og hann er að tala við sjálfan sig þegar honum finnst landið tala til sín. Þessi skýring á þó ekki alltaf við. Stundum sundrast sjálfið yfir umhverfið eins og til að nema það, sjálfið í senn stækkar, verður eitthvað áþreifanlegt, en um leið minnkar tilfinningin fyrir að vera einstaklingur. Skáldið upplifir tvennt, vitund sína og heiminn. Því finnst vitundinni ofaukið því tákn hennar verða aldrei jarðtengd, hann vildi vera eitt með heiminum. I þessari samein- ingarþrá sem hvað eftir annað kemur fram í ljóðunum er erfitt að greina hvort er sterkara, dauðaþráin eða þráin eftir að vera eitthvað „raunverulegt“ eins og náttúran. Staðir eru efniskenndir og Jónas gerir greinarmun á efninu í kringum sig og hvernig það tengist sjálfinu. Hann gerir til dæmis greinarmun á hlutum, mannlegu umhverfi, og náttúrulegu umhverfi. Hlutir og mannlegt vafstur gerir að sjálfið nánast hverfur, samanber ljóðið „Hlutirnir" í Hliðargötum. Manngert umhverfi setur manninn í allskyns hlutverk, tilbúna merkingu, samanber ljóðið „Hreiður“ í hvar endar maður? Ólíkt hlutunum og manngerðu umhverfi blæs náttúran í glæður sjálfsins, án þess skáldið viti fyllilega hvað það þýðir. Umhverfið skapar þó fyrst og fremst löngun eftir samruna, en slík- ur samruni fæli í sér að sjálfið hyrfi („Snjókoman þéttist“ í I jaðri bæjarins og „Grímsnes í myrkri“ í Hliðargötum). En þar sem Jónas Þorbjarnarson er til (skulum við leyfa okkur að fullyrða) og hefur ekki ennþá runnið saman við landið, svo ég viti, og við erum hér að tala um bókmenntir sem komast ekki hjá að fela í sér yfirfærða merkingu, jafnvel þótt við séum að fjalla um höfund sem er mjög lítið fyrir að fabúlera og lýsa öðrum myndum en þeim sem hann hefur séð með eigin augum í heiminum, þá er erfitt að komast hjá því að álykta að þrá höfundarins eftir samruna við umhverfið fái aldrei meiri raunverulega útrás en í samruna hans við verk sín. Séð með þeim hætti má segja að þessi þrá hafi skilað sér í vel heppnuðum samruna. Til að skilja ljóð Jónasar þarf að reyna að skilja Jónas og hann er runninn saman við bækurnar. Það er þó óþarfi að kynnast honum persónulega, eða vita eitthvað um ævi hans, því Jónas er lítið að skoða sig sem einstakling. Hann er meira að skoða hvernig það er að vera til sem maður. Hann leyfir okkur að skoða og upplifa starfsháttu huga sem er næmur fyrir því undri sem það er að vera til. Af því höfum við tvöfaldan hag, því við upplifum í fyrsta lagi það að TMM 2006 • 1 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.