Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 101
Bókmenntir
Ogþó ...
hugsanlega vísar það nú eitthvað
í landvarðasumrin mín þar efra
- milli jökla -
og hana sem var með mér
þótt ég héldi að sú glóð væri löngu löngu slokknuð
Umhverfi kveikir tilfinningu líkast því sem blásið sé í glóð og sjálfið verður
meira til. Hversvegna? Hann leitar skýringar í því að hann hafi áður tengst
sama umhverfi og það orki því á minningar hans. Merkingin er þá upphaflega
frá honum komin og hann er að tala við sjálfan sig þegar honum finnst landið
tala til sín.
Þessi skýring á þó ekki alltaf við. Stundum sundrast sjálfið yfir umhverfið
eins og til að nema það, sjálfið í senn stækkar, verður eitthvað áþreifanlegt, en
um leið minnkar tilfinningin fyrir að vera einstaklingur. Skáldið upplifir
tvennt, vitund sína og heiminn. Því finnst vitundinni ofaukið því tákn hennar
verða aldrei jarðtengd, hann vildi vera eitt með heiminum. I þessari samein-
ingarþrá sem hvað eftir annað kemur fram í ljóðunum er erfitt að greina hvort
er sterkara, dauðaþráin eða þráin eftir að vera eitthvað „raunverulegt“ eins og
náttúran.
Staðir eru efniskenndir og Jónas gerir greinarmun á efninu í kringum sig og
hvernig það tengist sjálfinu. Hann gerir til dæmis greinarmun á hlutum,
mannlegu umhverfi, og náttúrulegu umhverfi. Hlutir og mannlegt vafstur
gerir að sjálfið nánast hverfur, samanber ljóðið „Hlutirnir" í Hliðargötum.
Manngert umhverfi setur manninn í allskyns hlutverk, tilbúna merkingu,
samanber ljóðið „Hreiður“ í hvar endar maður? Ólíkt hlutunum og manngerðu
umhverfi blæs náttúran í glæður sjálfsins, án þess skáldið viti fyllilega hvað
það þýðir. Umhverfið skapar þó fyrst og fremst löngun eftir samruna, en slík-
ur samruni fæli í sér að sjálfið hyrfi („Snjókoman þéttist“ í I jaðri bæjarins og
„Grímsnes í myrkri“ í Hliðargötum). En þar sem Jónas Þorbjarnarson er til
(skulum við leyfa okkur að fullyrða) og hefur ekki ennþá runnið saman við
landið, svo ég viti, og við erum hér að tala um bókmenntir sem komast ekki hjá
að fela í sér yfirfærða merkingu, jafnvel þótt við séum að fjalla um höfund sem
er mjög lítið fyrir að fabúlera og lýsa öðrum myndum en þeim sem hann hefur
séð með eigin augum í heiminum, þá er erfitt að komast hjá því að álykta að
þrá höfundarins eftir samruna við umhverfið fái aldrei meiri raunverulega
útrás en í samruna hans við verk sín. Séð með þeim hætti má segja að þessi þrá
hafi skilað sér í vel heppnuðum samruna.
Til að skilja ljóð Jónasar þarf að reyna að skilja Jónas og hann er runninn
saman við bækurnar. Það er þó óþarfi að kynnast honum persónulega, eða vita
eitthvað um ævi hans, því Jónas er lítið að skoða sig sem einstakling. Hann er
meira að skoða hvernig það er að vera til sem maður. Hann leyfir okkur að
skoða og upplifa starfsháttu huga sem er næmur fyrir því undri sem það er að
vera til. Af því höfum við tvöfaldan hag, því við upplifum í fyrsta lagi það að
TMM 2006 • 1
99