Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 116
Tónlist lengi viðkomandi væri búinn að læra, hvernig honum liði í augnablikinu eða dagana á undan o.s.frv. Sama er uppi á teningnum í allri tónlistarkeppni, bæði erlendis og í einu tónlistarkeppninni sem haldin er hér á landi, píanókeppni Evrópusambands píanókennara. Þar er það frammistaðan í keppninni sem gildir. Sá sem undir- býr sig undir tónleika þarf vissulega að æfa sig baki brotnu, en það á við um alla. Á að gefa fyrstu verðlaunin fyrir mestu viðleitnina? Varla. Fólk er mis- hæfileikaríkt, hefur ólíka reynslu og þekkingu og eftir því er árangurinn mis- jafn. Til allrar óhamingju gildir náttúrulögmálið í allri keppni: Sá sterkasti sigrar. Ætti einhver önnur regla að eiga við um tónleika og tónlistargagnrýni? Að gefa öllu góða dóma vegna þess hve mikið fólk hefur æft sig fyrir tónleika er auk þess ekki siðferðilega rétt. Hvert er hlutverk gagnrýnandans eiginlega? Á hann ekki að gefa sem réttasta mynd af tónlistarlífinu? Eiga lesendur ekki að geta treyst því að gagnrýnandinn skrifi samkvæmt bestu sannfæringu og segi skoðanir sínar umbúðalaust? En vinir mínir hceldu mérl Annað í málflutningi þeirra sem kvörtuðu undan skrifum mínum og var býsna algengt á bloggsíðum var að það væri ekkert að marka mig vegna þess að ég var ekki sammála einhverjum öðrum áheyrendum. Ein manneskja sagði t.d. þetta um umsögn mína um tiltekna tónleika í Skálholti í sumar: „Samkvæmt hlustendum sem ég hef talað við í morgun virð- ist Jónas ekki hafa verið á sömu tónleikum og þeir ...“ Og söngkona nokkur skrifaði eftirfarandi um dóm minn um söng hennar á kórtónleikum seint á árinu: „Verst bara að Mogginn skyldi ekki ráða einhvern af þeim allavega fimmtán sem komu til mín á eftir og sögðust aldrei hafa heyrt Avemaríuna [eftir Sigvalda Kaldalóns] betur sungna.“ í þessu sambandi langar mig til að vitna í Halldór Guðmundsson rithöfund (vona að það sé í lagi!) sem kenndi eitt námskeið í mennta- og menningar- stjórnun á Bifröst í sumar. í leiðbeiningum sínum um hvernig maður ætti að skrifa góðan texta sagði hann að það ætti aldrei að fá ættingja og vini til að lesa textann yfir. Það væri ekkert að marka þá sem væru manni nákomnir; auðvit- að segja þeir ekkert annað en eitthvað sætt og huggulegt. Fólk sem kemur til manns eftir tónleika til að þakka fyrir spilamennskuna eða sönginn vill ekki vera dónalegt - það vill halda vináttunni! Einmitt þess vegna teljast gagnrýn- endur vanhæfir til að fjalla um vini sína og kunningja. Misjafn tónlistarflutningur í Skálholti Ég hef tvisvar minnst á Skálholt, svo lesendur ætti að vera farið að gruna að ég hafi ekki verið neitt sérlega ánægður með hátíðina í ár. Og það er alveg rétt, en til að vera sanngjarn skal viðurkennt að ég fór ekki á alla tónleika hátíðarinnar. Ég missti t.d. af söng Guðrúnar Ólafsdóttur, sem samkvæmt kollega mínum á 114 TMM 2006 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.