Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 120
Tónlist Andi hestsins mun búa í einu hljóðfæranna sem barkasöngvararnir spiluðu á á tónleikunum í vor, það var einskonar fiðla með hestshöfuð úr tré; hestshúð var strengd yfir hljómbotninn og strengirnir voru úr hrosshári. Leikið var á önnur furðuleg hljóðfæri á tónleikunum, þarna mátti sjá einskonar kassagítar, einnig strokhljóðfæri sem hægt var að láta hneggja, stóra seiðmannstrommu, tvo hestshófa er slegið var saman og hristu búna til úr nautspung. Aðalmálið var samt barkasöngurinn og var hann talsvert fjölbreyttari en maður á að venjast úr munni Tíbetbúa, enda ekki bara trúarlegur heldur um ást og ástarsorg eins og áður sagði, um þrá, drauma og allt mögulegt annað. Á tón- leikunum mátti heyra hin ótrúlegustu tónbrigði, blístur, dýrahljóð og líka „venjulegan“ söng auk barkasöngsins. Vissulega var þetta einföld tónlist sem byggðist að forminu til á sífelldum endurtekningum, en margbrotinn hljóð- færaleikurinn og mismunandi raddblærinn gerðu að verkum að manni var stöðugt komið á óvart. Og þrátt fyrir draugalega raddbeitingu voru tónlistar- mennirnir svo sjarmerandi á sviðinu að ég held að enginn hafi orðið hræddur! Svona tónleikar eru nauðsynlegir. Vissulega er mikil gróska í tónlistarlífinu, bæði í klassíkinni og í öðrum tónlistargeirum, samt er fátt sem er öðruvísi. Svokölluð heimstónlist, þ.e. tónlist framandi þjóða, á almennt ekki upp á pall- borðið hér, og því gaman að Listahátíð skuli veita þjóðinni tækifæri til að heyra annarskonar tónlist. Þó ekki sé nema til að víkka sjóndeildarhringinn aðeins. Er nútímatónlist leiðinleg? Og talandi um það þá verð ég að minnast á annarskonar skrýtna tónlist sem oft hefur orðið fórnarlamb fordóma. Þetta er svokölluð nútímatónlist. Mér er enn í fersku minni furðuleg uppákoma í þættinum Laugardagskvöld með Gísla Marteini snemma á árinu. Gísli Marteinn ræddi þar við Atla Heimi Sveinsson tónskáld og sagði honum að hann og margt annað venjulegt fólk skildi ekki nútímatónlistina sem hann semdi. Atli Heimir spurði hann þá hvort hann hefði einhvern tíma komið á tónleika þar sem tónlist hans hefði verið flutt en Gísli Marteinn kvað svo ekki vera. Er ekki eitthvað bogið við það að ræða við eitt okkar þekktasta tónskáld fyrir framan alþjóð, hafa skoðanir á tónlist hans en viðurkenna svo að hafa aldrei hlustað á hana? Maður veltir fyrir sér af hverju tónlist Atla Heimis hafi ímynd sem gerir að verkum að maður eins og Gísli Marteinn segist ekki skilja hana, án þess að hafa nokkru sinni heyrt hana? Er hún svo óskiljanleg og óþol- andi að maður þurfi ekki einu sinni að hlusta á hana til að vita að hún sé óskilj- anleg og óþolandi? Fullyrðing Gísla Marteins vakti mig til umhugsunar um það hvort ekki væri kominn tími til að víkka sjóndeildarhringinn hjá almenningi gagnvart nú- tímatónlist. Ég gerði það svo að umtalsefni í Lesbók Morgunblaðsins, en grein- in var reyndar hálfgert framhald umfjöllunar minnar um listræna stefnu Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Lesbókinni nokkru fyrr, þar sem ég gagnrýndi hljómsveitina fyrir að sinna ekki íslenskri nútímatónlist nægilega vel. 118 TMM 2006 • 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.