Heimsmynd - 01.12.1986, Side 62

Heimsmynd - 01.12.1986, Side 62
Andrei Tarkovsky MEISTARI UÓSS OG LITA — Kvikmyndaleikstjóri sem speglar þjáningu mannkyns en eygir samt von Er ég sá fyrstu kvikmynd Tarkovskys var upplifun mín kraftaverki líkust. Ég var í einni svipan kominn að luktum dyrum, að herbergi sem enginn hafði fyrr Ijáð mér lykil að. Ég hafði œtíð þráð að komast inn fyrir, því að baki þessum dyrum var hann á sveimi frjáls og óheftur. Mér óx kjarkur og vonir mínar glœdd- ust. Einhver léði þeim hugsunum form, sem mig hafði alltaf langað til að tjá, en ekki komið orðum að. Tarkovsky er að mínu mati mestur kvikmyndahöfunda, hann er sá sem upp- götvaði nýtt mál, trútt eðli kvikmyndar- innar, vegna þess að það fangar endur- skin lífsins, - lífið sem draum. Ingmar Bergman Draumar eru torráðnir og í fæstum tilvikum skýranlegir. Myndir Tarkovskys eru sóttar í veröld draumsins, þar sem rök mega sín einskis og atburðir og hlutir verða ekki tengdir saman og settir í sam- hengi. Hvert myndskeið er nákvæmlega það sem það sýnir eða áhorfandi nemur, annað ekki. Hver rammi er fullkominn í sjálfum sér, hver taka ljóð. Tarkovsky er myndasmiður ljóssins og ljóðsins. Áhrifa rússneskrar lýrikkur gæt- ir vissulega í verkum hans, að mestu fyrir tilstuðlan föður listamannsins, ljóðskáldsins Arsenij Tarkovsky. Ljóð eftir Hilmar Oddsson föðurins hafa ljáð myndskeiðum sonarins nokkurs konar tónlist, eða innra mál, verið raunverulegur texti eða innihald kvikmyndanna. Þau byggja á þjóðlegri og trúarlegri hefð og fjalla um hulda undirheima sálarinnar, það sem við nefn- um undirmeðvitundina. Andrei Tarkovsky er þó ekki maður margra orða. Þögn persóna hans segir yfirleitt meira um þær en orð fá gert. Andrei Rublov mætir grimmd og vonsku mannskepnunnar með þögninni, og litli drengurinn í Fórninni er ófær um að tala mestalla myndina vegna skurðaðgerðar í hálsi. í lok myndarinnar fær hann svo loks málið, og er það ekki síst til marks um þá von sem Tarkovsky eygir, þrátt fyrir allt, mannkyninu til handa. í barn- inu birtist tilgangur lífsins og von mannkynsins um bjartari framtíð. Börn skipa stóran sess í flestum mynda Tarkovskys. Þau eru tákn þess hreina og góða í okkur öllum. Með skilningarvitum barnsins upplifum við þrána eftir innra sem ytra jafnvægi, heimþrána, þörfina fyrir endanlegar sættir við uppruna okk- ar. Barnið nemur aðeins gott og vont, það skilur ekki klæki og slægð fullorðna fólksins og þess vegna er það einlægt í upplifun sinni. Einu sinni sagði frægur píanóleikari: Eiginlega ættu engir nema börn að spila Mozart, þau skilja hann hvort sem er ekki. Þessi orð rifjast upp er ég leiði huga að Spegli Tarkovskys. Hafi ég einhvern tíma staðið ráðþrota gagnvart kvikmynd, þá var það eftir að hafa séð Spegilinn. Ég þekki reyndar engan sem þykist hafa skilið þá mynd. Hins vegar þekki ég marga sem urðu fyrir sterkum áhrifum af henni. Lykilpersóna Spegilsins er ungur drengur, og í gegnum hann liggur þráður- inn til höfundar. Þegar leikarinn og rit- höfundurinn Alexander í Fórninni stend- ur frammi fyrir líkani af húsi sínu, gerðu af ungum syni hans, verða straumhvörf í sögunni, við tekur óvissunótt, þar sem engin skýr skil eru lengur milli svefns og vöku, raunveruleika og draums. Birtu bregður og litum fækkar. Meðferð Tarkovskys á litum er reyndar kapítuli útaf fyrir sig. Fáir leik- stjórar vinna jafn markvisst og ákveðið með liti. f Fórninni eru þrjú megin lita- þemu: Umgjörð sögunnar, þar sem hún hefst og endar, er í hreinum og skýrum litum, á meðan draumurinn hefur yfir sér fínlega slæðu húmsins, daufa og seiðandi millitóna. Þriðja stigið er svo svart-hvítt, stig örvæntingar og hræðslu. Fórnin er svo að lokum færð í hreinum litum upp- hafsins, hringnum hefur verið lokað. Tarkovsky er risi, um það er ekki spurt, en hann virðist eiga misgreiða leið að hjörtum fólks. Hann réttir ekki út 62 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.