Heimsmynd - 01.12.1986, Side 64

Heimsmynd - 01.12.1986, Side 64
hendina og biður um aðdáun og skilning, heldur unir hann sannur við sitt. Við erum ávallt velkomin að stíga fæti okkar á lausa jörð draumalandsins, ferðast með honum skamma eða lengri stund, hann krefst hins vegar frumkvæðis af okkar hálfu, að við gefum sér tíma. En það er einmitt tíminn sem við horfum svo í og eigum svo erfitt með að gefa öðrum. Tarkovsky er heiðarlegur gagnvart áhorf- endum, því hann er trúr sjálfum sér. Hann reynir ekki að þóknast fjöldanum, fremur en ljóðskáld sem veit að ljóða þess verður aðeins notið ef andinn er sannur, - tónninn hreinn. Andrei Tarkovsky fæddist í Zavorzje í Ivanovhéraði í Rússlandi árið 1932 og ólst upp í Peredelkino, listamannahverfi í útjaðri Moskvu. Faðir hans, Arsenij Tarkovsky, er vel þekkt ljóðskáld á rússneska tungu. Nokkur ljóða hans eru flutt í Speglinum og Stalker. Foreldrar Andreis slitu samvistum er hann var enn ungur að árum, en hann hefur ávallt haldið nánu sambandi við foreldra sína, og móðir hans reyndist honum mikill styrkur á námsárum hans. Tarkovsky fékkst við tónlist, myndlist og höggmyndalist áður en hann snéri sér alfarið að kvikmyndagerð, og lagði um stund skeið á arabísku og landafræði. Árið 1954 sótti hann um inngöngu í Kvik- myndaskólann í Moskvu, VGIK, og lauk þaðan prófi árið 1960. Tveimur árum síðar, þá næstum þrítugur, gerði hann fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Æsku Ivans, og vann hún til fjölda alþjóðlegra verðlauna, fékk meðal annars Gullljónið í Feneyjum. Tarkovsky naut þegar hér var komið sögu mikillar virðingar í heimalandi sínu. Því reyndist honum ekki erfitt að fjár- magna stórmyndina um helgimyndar- málarann Andrei Rublov. Hann rak smiðshöggið á hana árið 1966. Það liðu hins vegar fimm ár þar til hún fékkst sýnd, vegna þess að kerfið komst að þeirri niðurstöðu að sagnfræði Tark- ovskys væri í meira lagi léttvæg og það sem verra var, að myndin þótti einkar óþjóðleg, þótt gefa ranga mynd af rússneskri þjóðarvitund. Samt, eða kannski einmitt þess vegna, átti Andrei Rublov eftir að afla höfundi sínum fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Svo ég haldi nú áfram að vitna í góða menn: Öll þjóð- leg list er vond, öll góð list er þjóðleg. Þriðja mynd Tarkovskys, Solaris, hlaut svo sérstök verðlaun í Cannes 1972. Hún er byggð á skáldsögu eftir Stanislaw Lem, og var eins konar svar austursins við stórvirki Stanley Kubriks, Ódyseifs- ferð 2001. í þetta skiptið voru ráðamenn nokkuð sáttir við sinn mann og til marks um það eru til dæmis sýningar á mynd- inni í Laugarásbíói um árið, fyrir milli- göngu sovéska sendiráðsins hér á landi. Árið 1975 hófst Tarkovsky handa við gerð Spegilsins, sjálfsævisögulegrar myndar, sem margir fengu lítinn botn í vegna flókinnar uppbyggingar. Sovéskir gagnrýnendur brugðust hinir verstu við og grófu markvisst undan velgengni hennar á almennum markaði. Enda fór það svo að Spegillinn fékk aðeins tak- markaða dreifingu í Sovét, og öll sala til annarra landa var bönnuð þar til 1978, er hún var sýnd í París að höfundi viðstödd- um. Tarkovsky lét þar í ljós áhyggjur af þróun mála heima fyrir, en gat þess jafn- framt að óþœgir kvikmyndahöfundar ættu í raunverulegum erfiðleikum, hvar sem þeir legðu stund á listgrein sína. Þrátt fyrir erfiða starfsaðstöðu tókst Tarkovsky að ljúka við Stalker 1979, og örlögin höguðu því svo þannig, að það varð sfðasta kvikmynd hans í föður- landinu. Hún er frjálsleg útfærsla á skáld- sögu eftir bræðurna Strugatsky, sem á ensku ber heitið Picnic by the Roadside. Nostalghia var gerð á Ítalíu 1982. ítal- ski handritaskrifarinn Tonino Guerra var Tarkovsky til aðstoðar við handrits- gerðina. Það er eftirtekarvert að fyrsta kvikmynd Tarkovskys vestan tjalds skuli fjalla um heimþrá, en merking orðsins nostalgía felur ekki aðeins í sér þrána eftir liðinni tíð, heldur nær hún einnig yfir sálsýkina sem við nefnum heimþrá og hrjáir íslendinga og Pólverja hvað mest þjóða. í Nostalghiu bar fundum Erlands Josephsonar og Tarkovskys fyrst saman. Samstarf þeirra hélt svo áfram í Fórninni, sem var tekin á Gotlandi í Sví- þjóð árið 1985. Hún var svo frumsýnd í Cannes vorið 1986 og hefur víðast hvar hlotið lof áhorfenda sem gagnrýnenda. Tarkovsky svaraði nokkrum spurningum varðandi Fórnina í París síðastliðið vor: „Viðfangsefni mitt að þessu sinni er það sem ég álít brýnast að benda fólki á, en það er hversu lítið rúm er fyrir and- lega reisn í menningu okkar. Við höfum þanið út þekkingu okkar, bætt við okkur veraldlegum verðmætum og staðið fyrir alls kyns tilraunum með efnið, án þess að gera okkur fulla grein fyrir þeirri hættu sem felst í að svipta manninn andlegri hæfni sinni. Mannkynið er þjáð, en það veit ekki hvers vegna. Ég vil sýna að maðurinn er fær um að endurreisa stoðir lífs síns með því að endurnýja sáttmála sinn við sjálfan sig og uppsprettu sálarlífs síns. Og ein leið til þess að endurheimta siðferðileg heilindi - er að vera reiðubú- inn til þess að fórna sjálfum sér, - að leggja sjálfan sig að veði.“ Fórnin hefur þegar verið sýnd hér á landi, að vísu aðeins í fjóra daga, og óvíst er hvenær okkur gefst næst tækifæri til að upplifa þetta magnaða verk. Kannski eru fjórir dagar einmitt raunhæfur mæli- kvarði á þörf íslendinga fyrir siðferði- legar ábendingar á borð við Fórnina, sem þar að auki er ekki í eldflaugatakti sam- tímans. Við höfum verið ofalin á annars konar myndmáli, annars konar hrynj- andi. Þess vegna urðu svonefndar mánu- dagsmyndir að sérvitringafóðri og þess vegna þótti það á sínum tíma fjárhags- lega óhagkvæmt að teygja á langinn sýn- ingar á myndum á borð við Dauðann í Feneyjum eftir Visconti og Interiors eftir Woody Allen. Hvorug þeirra náði vinnu- viku. Tarkovsky á aldrei eftir að verða hvers manns hugljúfi, það þarf ekki glöggan mann til þess að gera sér grein fyrir því. Ef smekkur fjöldans er ávallt hinn góði og rétti smekkur, þá er ég dálítið upp með mér að hafa stöku sinnum vondan smekk. Hins vegar eru þessar vangavelt- ur að sjálfsögðu óþarfar, því svo mikið tel ég mig þó vita, að í listum er ekkert til sem heitir rétt eða rangt. Guðrún Gísladóttir og sænski leikstjórinn Erland Josephson í hlutverkum sínum í Fórninni. Erland Josephson sagði að Islendingar væru vitlausir ef þeir notuðu ekki Guðrúnu meira. 64 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.