Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 84

Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 84
kjötætur en allt tilstand var þeim fram- andi. Matartilbúningur þeirra fólst ein- faldlega í því aö slátra og hluta skepnurn- ar í sundur, þræða kjötstykkin upp á spjót og snúa þeim yfir eldi. Og fæða grísku guðanna takamarkaðist við nektar og ambrósíu en þau orð merkja einfald- lega ódáinsfæðu, fljótandi og fasta. Her- mennirnir voru hvort tveggja í senn, slátrarar og matreiðslumenn, og nærri lá að matartilbúningurinn væri heilög köllun í þeirra augum: Þeir færðu hluta hverrar skepnu guðunum að fórn en borðuðu sjálfir bróðurpartinn og prest- arnir höfðu sérstaka matreiðslumenn sér til aðstoðar við fórnarathafnirnar. í Eneasarkviðu kemur fram að brauð gegndi mikilvægu hlutverki við að út- leggja spádóm í máltíð þeirrri sem Eneas og félagar hans snæddu þegar þeir komu að munni Tíberfljóts að nema Ítalíu eftir ííóttann frá Grikklandi. f>eir notuðu hin flötu brauð bæði sem diska og borð áður en þeir stilltu sárasta hungrið. Að sjálf- sögðu höfðu þeir bakað brauðin sjálfir rétt eins og þeir höfðu séð um máltíðina að öðru leyti, því enn leið á löngu þar til bakstur var skilgreindur sem sjálfstætt handverk, hver fjölskylda malaði sitt mjöl og bakaði sín brauð. Síðar varð baksturinn hluti af starfi fyrstu eiginlegu matreiðslumannanna eftir að frekari verkaskiptin komst á. Gríska orðið yfir matreiðslumann, mageiros, þýðir upp- runalega deighnoðari og margir álíta að latneska orðið cocus hafi jafnframt haft þá merkingu í upphafi. í Róm var bak- arastarfið fyrst skilgreint sem sjálfstæð A A JL þræla- markaðinum í Róm var góður kokkur mjög mikils metinn en hœgt að fá kennara fyrir spott- prís... iðn árið 568 ab urbe condita, eftir bygg- ingu borgarinnar, það er 185 árum tyrir okkar tímatal. Herferðir Grikkja í Asíu urðu meðal annars til þess að þeir komust í kynni við ýmiskonar lúxus og tilbreytingarríkari og eðlari kost en þeir áttu að venjast. Eftir að þeir höfðu auðgast mjög á verslun og siglingum helltu þeir sér út í lystisemdir matargerðarinnar að austurlenskri fyrir- mynd. Frá því á tíma Periklesar fram yfir valdatíma Alexanders mikla þróaðist grísk matargerðarlist í takt við framvindu grískrar menningar, eða hnignun hennar, ef marka má Platon. Að hans mati var matargerðarlistin eyðileggjandi list, jafn niðurbrjótandi fyrir líkamann og heimspeki sófista fyrir sálina. Eigi að síður er það við borðhald sem hann ljær Sókratesi nánast guðlega andagift í einu rita sinna og sjálfur bragðaði hann aldrei, eftir því sem næst verður komist, hina margrómuðu spartversku blóðsúpu sem var höfuðstolt þeirra Grikkja sem vildu gæta hófs í mataræði. Petta sýnir að Platon hefur ekki fyllilega verið sjálfum sér samkvæmur í þessum efnum. Smám saman tók Aþena forystuna hvað varðar lúxus hvers kyns í veislu- höldum. Aþeningar virtust gjörsamlega hafa snúið baki við sinni alkunnu hóf- semi og um torg borgarinnar flaut hinn margvíslegasti velferðarvarningur bæði frá meginlandinu og eyjunum. Margir skrifuðu um mat svo úr varð heilt bóka- safn sem sumpart hefur verið varðveitt til þessa dags. Þekktustu matarskríbentar voru Miþoikos frá Herakleiu, Hegamon frá Þasos, Filogenes frá Leukadíu, Sim- onaktides frá Chios og Tyndarikos frá Sikyon. Þessi nöfn sýna að matargerðar- list var í hávegum höfð hvarvetna í hin- um gríska menningarheimi, sem lagði sitt af mörkum til að hefja hana til sama vegs og virðingar og til dæmis tónlist og bók- menntir. En víkjum nú sögunni til Rómar. Þar varð þróunin svipuð og hafði orðið áður í Aþenu. Fátækt taldist til dyggða meðan borgin var enn fátæk en hófsemdin var fyrir bí um leið og fátæktin. Þegar Róm- verjar gátu farið að njóta ávaxta hernað- arsigra sinna byrjuðu þeir einmitt á því að tileinka sér lystisemdir gnægtaborðs Grikkja og þær ruddu sér fljótlega til rúms í Róm. Besta sönnun þess var að á þrælamarkaðinum var góður kokkur mjög mikils metinn á sama tíma og hægt var að fá kennara fyrir spottprís. Róm- verjar hömpuðu og mjög orði sínu yfir miðdegisverð, convivium, sem merkir samvera, en sama orð á grísku, symposi- um, merkir aftur á móti samkomu drykkjubræðra. Hápunkti sínum náði hið rómverska neyslubrjálæði á keisaratímabilinu eins og marka má af ýmsum heimildum. í einu elsta skáldsögubrotinu, sem varð- veist hefur, latneska ádeiluritinu Satyric- on frá því á 1. öld fyrir Krist, er blandað saman ljóðum og lausu máli, ævintýrum og heimspeki, matreiðslufræði og klám- sögum, á afar magnaðan hátt. Sögumaðurinn Encolpius er lyginn og þjófóttur nautnaseggur og telur sjálfsagt að allir skynsamir menn séu sama mark- inu brenndir. í verkinu er lýsing á Cena Trimalchionis, einhverri tryllinglegustu veislu sem um getur í heimsbók- menntunum, en þangað þvælist Ecolpius ásamt vini sínum. Gestgjafinn Trimalch- io er grískur leysingi sem grætt hefur auð fjár og lifir í munaði nýgróðamannsins. Veislulýsingin nær yfir tugi blaðsíðna, en nokkrar setningar ættu að gefa hugmynd um mannfagnaðinn: „Þarna var kringlótt trog og umhverfis var raðað merkjum dýrahringsins, en á hvert merki hafði hinn mikli aðdrátta- maður sett þann rétt sem því hæfði best: Hrútafléttur á hrútsmerkið, bauta á nautsmerkið, innyfli ungrar gyltu á meyjarmerkið, á vogarmerkið tertu á aðra skálina en köku í hina... Fjórir dansmenn komu inn stígandi eftir hljóm- falli tónlistar, og tóku brott efra hluta trogsins. Undir voru geldhanar og gyltu- síður, en hérasteik í miðju. í hornum stóðu fjórar Marsyastyttur og sprændu kryddsósu yfir smáfiska, sem syntu í leg- inum. Næst var inn borinn villigöltur á trogi, á vígtönnum hans héngu körfur fullar með döðlur, en umhverfis voru ofurlitlir sætabrauðsgrísir... Þegar skurð- meistarinn stakk hnífi sínum í síðu galtar- ins flugu þar út þrestir, einn handa hverj- um gesti.“ (Úr Rómaveldi 1 eftir Will Durant í þýðingu Jónasar Kristjáns- sonar.) Framangreindar krásir voru reyndar aðeins forréttirnir, gustatio. Er þeir höfðu verið reiddir fram, gengu þrír hvít- ir geltir í salinn og Trimalchio valdi þann stærsta og feitasta til soðningar sér og gestunum. Þeir héldu áfram að éta með- an galti var framreiddur. Brátt kom hann inn aftur og þegar rist var á kvið hans ultu þar út bjúgu og kjötsnúðar. Réttur þessi nefnist Trójugölturinn, Porcus M. egar skurð- meistarinn stakk hnífi sínum í síðu galtarins flugu þar út þrestir, einn handa hverjum gesti... Trojanus, fylltur að innan rétt eins og Trójuhesturinn. Meira að segja eftirrétt- irnir í veislu þessari voru búnir til úr svínakjöti því matreiðslumeistari Trim- alchios kunni þá list að matreiða svína- kjöt á ótrúlegasta máta, dulbúa það sem fugla, fisk og ávexti. Verður komist lengra í óeðli í lyst? Mannskepnuna má nefnilega skil- greina út frá löngunum ekki síst varðandi mat og drykk. Með nokkrum rétti má jafnvel ganga svo langt að segja að það 84 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.