Heimsmynd - 01.12.1986, Page 85

Heimsmynd - 01.12.1986, Page 85
sem greini mannskepnuna, alltént þá sem hefur byggt vestræn menningar- og neyslusamfélög, frá öðrum skepnum sé óeðlið (perversjónin). Það að leggja stund á eða þjálfa langanir sem þjóna engum tilgangi, eru einskis nýtar, eins og til dæmis að stunda kynmök án þess að stefna beinlínis að endurnýjun kyn- stofnsins. Löngun mannskepnunnar til matar má líka deila í tvennt, út frá eðli og óeðli. Annars vegar eðlilega lyst, sem stjórnast af þörf, hins vegar óeðlilega lyst sem stjórnast af löngun. Innan þess ramma rúmast í rauninni allt. Kynstofnin hefur þöif fyrir endumýjun til að deyja ekki út, komast af, og einstaklingurinn hefur þörf fyrir að borða til að lifa. Samt nægir flíkar valdi sínu og frelsi þess sem getur brennt orku sinni „til einskis.“ Maðurinn daðrar við þessa lúxus- löngun í orði og æði og oftast án klæmni, þekktir höfundar á sviði matargerðarlyst- ar og listar á borð við franska hæstarétt- ardómarann Brillat-Svarin (1775-1823), gefa í skyn löngun og unað, stynja undir rós, segja aldrei neitt, eru ekki klúrir, þótt þeir séu að fjalla um óeðli mannsins í mat og drykk. í bók sinni Physiologie du gout tjáir Brillat-Savarin sig í setning- um á borð við: „Fyrstu áhrif kampavíns vekja æsing, þau sem á eftir fylgja vekja furðu.“ Punktur. Að útlista áhrifin út í ystu æsar gæti orðið klúrt. Aðalatriðið er ekki að lýsa æsingnum og furðunni í pers- CAMILLE PISSARRO Scene de marché: la Charcutiera 1883, manninum ekki að fullnægja þessum tveimur þörfum. Hann þarf að setja á svið, ef svo má segja, lúxus löngunar- innar, bæði í ástalífi og áti. Oft er reyndar um sameiginlega sviðsetningu þessa tvenns að ræða og líklega em hinar rómversku matar- og kynlífssvallsveislur af því tagi sem greinir frá hér að framan bestu dæmi þess. Þá verður hin þráða fæða ónýt aukageta, óskilyrt sóun. Maðurinn matreiðir hana og ber á borð með viðhöfn, eftir einhvers konar ritúali, ónulegum smáatriðum, heldur að benda á að kampavínið er ekki hægt að dæma við allra fyrstu kynni, það er ekki allt þar sem það er séð, það gefur eitt í skyn í upphafi, verður annað er á líður. Bók Brillat-Savarin heyrir fyrir löngu heimsbókmenntum til og ekki ómerkari menn en franski bókmenntafræðingurinn Roland Barthes hafa skrifað um hann lærðar ritgerðir. í formála bókar sinnar setur Brillat-Savarin fram ýmis spakmæli um fjölmargt er lýtur að neyslu matar og drykkjar og skulu nokkur þeirra tekin upp hér til að gefa innsýn í matarhug- myndir franskra aristókrata á hans tíma: -Segðu mér hvað þú borðar og ég skal segja þér hvað þú ert. -Fólk nýtur unaðar matseldar á hvaða aldri sem er, við hvers kyns aðstæður, í öllum löndum, dag hvern; þá nautn má dýpka sem aðrar nautnir, en hún verður mörgum síðasta hálmstráið, eða haldreipi öllu heldur, er þeir hafa þrumað til þrautar á öðrum þráreipum. -Matborðið er eini staðurinn þar sem manni leiðist aldrei fyrsta klukkutímann. -Uppgötvun nýs réttar skiptir velferð mannkyns meira máli en uppgötvun nýrr- ar stjörnu. -Eftirréttur án osts er eins og falleg kona sem á vantar annað augað. -Sá sem býðum vinum sínum í mat án þess að leggja hjarta sitt og sál í matseld- ina, á alls ekki skilið að eiga vini. Þessi spakmæli eru hreint ekki svo frá- leit. Á tímum Brillat-Savarin var íburður og óhóf í mat þó enn býsna algengt meðal þeirra sem einhvers þóttu mega sín, að hinum aðskiljanlegustu hráefnum og réttum væri sullað saman í einni og sömu máltíðinni. Fólk 20. aldarinnar á bágt með að skilja hvernig fólk fyrri alda fór að því að svalla svo í mat og drykk eins og heimildir bera með sér. Flest nútímafólk legði sjálfsagt fljótlega upp laupana sökum magasárs, mígreni eða hægðateppu ef það reyndi að fara eftir kokkabókum sumra forfeðra sinna. Eftir eftir því sem leið á 19. öldina skildist ýmsum frönskum matarmenning- arpostulum - en Frakkar hafa af ýmsum F Æ, rakkar hafa af ýmsum ástœðum gefið tóninn um hvernig skyldi eta og drekka í okkar heimsálfu... ástæðum gefið tóninn um hvernig skyldi eta og drekka í okkar heimsálfu - að bæði var slæmt fyrir heilsuna að setja of að- skiljanlega hluti ofan í sig samtímis, og að með því móti væri hætta á að einkenni hvers hráefnis eyðilegðist. Smám saman ruddi einföldunin sér til rúms. Og þegar komið var fram á þriðja áratug þessarar aldar, þótti gnægtaborð 19. aldarinnar bæði púkalegt og barbarískt meðal þeirra sem eitthvað þóttust kunna fyrir sér í matargerð. HEIMSMYND 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.