Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 87

Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 87
Einn helsti frumkvöðull þess sem í dag er nefnt nýja línan í franskri matargerð, la nouvelle cuisine francaise, var Fernand Point sem rak hinn rómaða veitingastað La Pyramide í Vienne nálægt Lyon á árunum 1923 til 1955. Hann lagði áherslu á að gera matinn auðmeltari, spara hita- einingarnar án þess að slaka nokkuð á ströngustu kröfum matargerðarlistar- innar. Hann lagði einnig ríka áherlsu á la cuisine de marché, það er að láta það ferskasta á markaðinum hverju sinni vera uppistöðu réttanna. Jafnframt að matreiða hráefnin sem allra minnst, sleppa öllu brasi, nota aðeins úrvals hrá- efni og stefna að því að láta þau halda bragði sínu og öllum sérkennum í stað þess að drekkja þeim í pernod eða koní- aki eða kæfa þau undir dúnsæng mæjón- esu og annarra bosmamikilla sósa. Un oeufsur le plat est la grande cuisine á Point að hafa sagt - að spæla egg er meiri háttar matartilbúningur, um leið og hann braut klukkustundar gamalt egg á hvítan disk og lét það síðan líða niður pönnuna þegar nýstrokkað smjörið hafði náð réttum hita og áferð. Hann sagðist geta skorið úr um hæfileika lærlinga sinna á því hvernig þeir steiktu egg. Lærlingar Fernand Point eru orðnir æði margir úti um hinn vestræna heim og misjafnir eins og annað fólk. Taka má þannig til orða að sumir þessara módern- ista potta og panna hafi fremur sett á svið absúrd leikverk en góða matargerð, til dæmis með því að tilreiða rétti á borð við lambakjöt í jógúrtsósu kryddaðri með engifer, og karamelluhúðaða gúrkubita á tertubotni í eftirrétt. Slík uppfinninga- s %k^Jumir þessara módernista potta og panna hafa fremur sett á sviö absúrd leikverk en góda matargerð... semi orkar tvímælis. Gúrka er ágætis grænmeti, en kann því heldur illa að láta dulbúa sig sem grænmeti. Það er engin tilviljun að mataræði hef- ur að mörgu leyti einfaldast frá því sem áður var. Eftir því sem þjóðfélagsgerðin hefur orðið flóknari hefur streitan aukist og ýmsir kvillar sem henni fylgja. Taugakerfi og meltingarfæri eru nú einu sinni nátengd. Æ fleiri gera sér nú grein fyrir að slæm heilsa ræðst sjaldnast af illum örlögum, menn verða ekki lengur fyrir því óláni að fá kransæðastíflu, rétt eins og að verða fyrir bíl eða hrapa fram af bjargi, heldur er nú almennt viður- kennt af læknisfræðinni að flestir þeir sjúkdómar sem hrjá vestræna neyslu- og samkeppnisþj óðfélagsþegna skapast fyrst og fremst af lifnaðarháttum þeirra og matarvenjum. Af þessum sökum kappkosta æði margir að gæta sín í mataræði, borða á reglulegum matmálstímum hollan, nær- ingar- og trefjaríkan mat, í stað þess að grafa sér gröf með tönnunum eins og sagt er að sællífsseggir á Vesturlöndum hafi gert og geri enn. Og stöðugt fjölgar hin- um ýmsum meðferðaraðilum sem hafa starfa af því að lappa upp á streitubúnt 20. aldarinnar, mörg hver þjökuð af ofáti og hreyfingarleysi. Við eigum þess kost að synda úr okkur streituna og gjöreyða fílapenslum í Bláa lóninu (voru það ekki fílapenslar?), teygja sól og fá forskrift að matarkúrum í heilsuræktarstöðvum. í dag virðist helst sem hinn vestræni meðaljón vegi salt á milli heilsu- og skyndibitafæðis. Engin furða. Við sitjum uppi með heilan upplýsingabanka yfir það hvað skal teljast hollt og hvað óhollt. Óhollustulistinn lengist stöðugt eða þá að eitt er þar í dag en er sett á hollustu- listann á morgun. Hangikjöt er bráð- drepandi einn daginn en allt í lagi í hófi hinn daginn. Smjör og mjólk stífla allar æðar eitt árið en eru allra meina bót það næsta. Slík ósamkvæmni matvælafræð- inga (og stundum jafnframt fram- ieiðenda) ruglar óneitanlega í ríminu það fólk sem hyggst gæta sín í mataræði. Það við bætist flýtirinn alkunni, tíma- skorturinn sem skapast ekki síst af óhóf- legri vinnu á þessu annars ágæta skeri. Þrátt fyrir góðan vilja er fólki hreinlega oft um megn að velja ofan í sig það sem það telur heillavænlegast. Þá er gjarnan gripið til samlokunnar, hamborgarans og einnar með öllu, sem visssulega eru ekki bráðdrepandi en varhugaverð til lengdar. Ekki bara fyrir líkamann heldur einnig sálartetrið því skyndibita er alltaf neytt í hasti, hvort sem það er ein með öllu fyrir framan Bæjarins bestu eða bakaðar baunir sem vissulega eru handhægar ef maður er alveg að missa af þeim Eddu og Ingva Hrafni á skjánum. Því er oft ekki nóg með að skyndibit- inn sé rýr í roðinu samkvæmt mælikvarða Jóns Óttars, heldur spillir sporðrennslu- flýtirinn jafnframt meltingunni. Ætla má að morgunverðurinn sé mikilvægasta máltíðin fyrir líkamann en kvöldverður- inn fyrir sálina. Á kvöldin skiptir kannski ekki mestu máli hvað við borðum og hversu mikið, heldur aðstæður og and- rúmsloft, að geta notið rólegrar samveru- stundar með fjölskyldu eða vinum að af- loknum vinnudegi. Og nú á öndverðri 20. öld ríður á að láta ekki neyslukapphlaup og yfirvinnu (eða ofurvinnu), hvort sem hún stafar af sjálfskaparvíti eða forkastanlegri launapólitík, svo og fjölmiðlabyltingar, grafa sér gröf. Og ekki tennurnar heldur. Hvað sem líður eðli og óeðli í lyst. Áður var sagt að lífið væri saltfiskur. Hvað er það nú? AUGUSTE RENOIR HEIMSMYND 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.