Heimsmynd - 01.10.1987, Síða 6
ÚTGEFANDI
Ófeigur hf. Aðalstræti 4, 101 Reykjavík
SÍMI
62 20 20 og 62 20 21
AUGLÝSINGASÍMI
1 73 66
RITSTJÓRI
Herdís Þorgeirsdóttir
STJÓRNARFORMAÐUR
Kristinn Björnsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Ragnhildur Erla Bjarnadóttir
AUGLÝSINGASTJÓRI
Edda Sigurðardóttir
ÚTLIT
Jón Óskar Hafsteinsson
AÐSTOÐ A RITSTJÓRN
Anna Ólafsdóttir Björnsson
Árni Snævarr
Nanna Þórarinsdóttir
FORSÍÐUMYND
Rut Hallgrímsdóttir
LJÓSMYNDARAR
Bragi Þ. Jósefsson
Friðþjófur Helgason
Rut Hallgrímsdóttir
UMBROT, LITGREINING
OG PRENTUN
Oddi hf.
ÚTGÁFUSTJÓRN
Herdís Þorgeirsdóttir
Kristinn Björnsson
Helgi Skúli Kjartansson
Sigurður Gísli Þálmason
Jóhann Páll Valdimarsson
Ólafur Harðarson
HEIMSMYND kemur út sjö sinnum árið
1987. Verð þessa eintaks í lausasölu er kr.
297. Sé áskrift HEIMSMYNDAR GREIDD
með EUROCARD er veittur rúmlega 40%
afsláttur af útsöluverði en annars 20%.
ÍSLENSKIR karlmenn og hugsan/eg kreppa eru meðal ann-
ars til umfjöllunar íþessu tölublaði HEIMSMYNDAR. Sumir
kunna að spyrja hvortþað sé samband þar á milli. Það kann að
vera, þótt greinum um þessi mál sé haldið aðskildum.
„Það er yfir höfuð gott að vera karlmaður í þessu þjóðfélagi
því það er til fyrir karlmenn, “ segir einn ráðamanna þess, Jón
Sigurðsson ráðherra. Flosi Ólafsson rithöfundur bœtir um betur
og segir: „íslenskir karlmenn eru upp til hópa plebbar. “ Davíð
Scheving Thorsteinsson segir skýrslu Iðntæknistofnunar um
framleiðni í atvinnulífinu vísbendingu þess að dyggð og agi séu
ekki til staðar íafstöðu manna til vinnu sinnar. Sigfús Erlingsson
framkvœmdastjóri Flugleiða segir íslenska karlmenn skorpu-
menn í vinnu en lata þess á milli. Árni Bergmann ritstjóri segir
karla þurfa að láta af þeirri frekju sem einkenni þá. “
Stundum er sagt að konur séu konum verstar en íslenskir karl-
ar bera hver öðrum ekki vel söguna þó það sé ekki sagan öll.
Með tilliti til þess að karlar ráða lögum og lofum í landinu er
fróðlegt að gera úttekt á þessum hluta þjóðarinnar þótt yfir-
borðslegsé. Við könnum afstöðu þeirra til karlrembu, siðfágun-
ar og kurteisi, vinnu og aga, kvenna, rómantíkur og hjóna-
bands, uppeldis og félagsmótunar.
Það sem vakti athygli okkar við gerð þessarar greinar, þar sem
rœtt var viðfjöldann allan af karlmönnum, konur reyndar líka,
erhversu gagnrýnir þeir eru á sjálfa sig og það þjóðfélag sem þeir
hafa verið í forsvari fyrir.
Slík gagnrýni er auðvitað afhinu góða sem og öll endurskoð-
un, svo langt sem hún nœr, því menn virðast alltaf vera að gera
sömu mistökin eins og það liggi í hlutarins eðli.
Slíkt segja þeir sem spá yfirvofandi heimskreppu innan fárra
ára. Hér í blaðinu erfjallað um kenningar hagfrœðingsins Ravi
Batra en bók hans, Kreppan mikla —1990, er orðin metsölubók í
Bandaríkjunum. Batra sem áður var lítt þekktur hagfrœðipró-
fessor spáir mikilli kreppu, jafnvel mun þyngri en í upphafi
fjórða áratugar og muni þessi kreppa vara fram til ársins 1996.
Segir hann að ýmsar tilhneigingar í samtímanum séu þær sömu
og vorufyrir síðustu kreppu. Batra er ekki einn um þessa skoð-
un þótt hann sé í hópi þeirra svartsýnustu. Hinn virti hagfræð-
ingur, John Kenneth Galbraith, hefur einnig settfram hugleið-
ingar um að svipað ástand ríki nú ogfyrir heimskreppuna 1929.
Helstu einkennin eru; samsöfnun auðs á fárra hendur þar sem
stór millistétt reiðir sig æ meir á bankalán til framfærslu; yfir-
tökufaraldur stórfyrirtækja á þeim smærri, spákaupmennska á
verðbréfamarkaði og skattalækkanir sem hafi viðhaldið óeðli-
legri hækkun hlutabréfaverðs.
Þessar hugleiðingar eru athyglisverðar fyrir íbúa lands sem
reiða sig á erlent lánsfjármagn og markaði fyrir útflutningsaf-
urðir, því efafkreppu verður lokast hvoru tveggja fyrir fslend-
ingum.
Þrátt fyrir allar hrakspár um kreppur og íslenska karlþjóð,
jafnvel skjalfesta almenna leti þjóðarinnar, þá hefur bjartsýnin
fleytt henni feykilangt frá því að hún nam hér land. En afkom-
endur hinna karlmannlegu víkinga létu sig þó hafa það að búa
við niðurlægingu og neyð öldum saman án þess að að spyrna við
fótum. Og við vonum að sú saga endurtaki sig ekki — þótt mög-
ur ár kunni að vera framundan. JÍ
.......—........... M