Heimsmynd - 01.10.1987, Page 10
ALÞJOÐAMAL
EFTIR ÞORSTEIN ÞORGEIRSSON
KREPPAN MIKLA1990
Ný hagfrœðikenning vekur athygli
Með athyglisverðari bókum í Banda-
ríkjunum í ár er eflaust bókin The Great
Depression of!990 (Kreppan mikla 1990),
eftir dr. Ravi Batra prófessor við South-
ern Meífeoífwí-háskólann í Dallas í Texas.
Bókin var upphaflega gefin út af höf-
undi í ársbyrjun 1985. Hún hlaut dræmar
undirtektir í fyrstu en fór loks að ná út-
breiðslu þegar spár Batra í bókinni fóru
að koma fram. Bókaforlagið Simon &
Schuster gaf bókina út í nýrri útgáfu í júní
síðastliðnum og rauk hún fljótlega upp á
metsölulista The New York Times og er
nú í hópi mest seldu bóka sumarsins í
Bandaríkjunum. Um 200 þúsund eintök
hafa verið seld.
Ravi Batra sem áður var lítt þekktur
hagfræðiprófessor hefur nú skipað sér í
raðir með þekktustu hagfræðingum
Bandaríkjanna. Hann hefur þó um árabil
verið virtur á sínu sviði í alþjóðahagfræði.
Pær kenningar sem hann hefur nú sett
fram um þróun efnahagslífsins ganga
þvert á flestar þær hugmyndir sem hafa
verið ríkjandi í stjórnartíð Ronalds Reag-
an Bandaríkjaforseta og þykja þær mjög
athyglisverðar.
Megin ástæðan fyrir hinni almennu at-
hygli sem bók Batra hefur vakið er sú
kenning hans að yfirvofandi sé kreppa á
borð við kreppuna miklu í upphafi fjórða
áratugar. Hann spáir jafnvel enn meiri
kreppu, byrjunareinkenni hennar séu
merkjanleg nú þegar, en hún muni skella
á um 1990 og vara í nokkur ár. Á árunum
1980 til 1983 gerði Batra ýtarlegar rann-
sóknir á hagsögu Bandaríkjanna. Hann
uppgötvaði áratuga langar hagsveiflur
verðlags, peningamagns og ríkisafskipta
sem hafa endurtekið sig með jöfnu milli-
bili síðustu tvö hundruð og fimmtíu ár. Ut
frá þessum niðurstöðum dró Batra þá
ályktun að verðbólga, peningavöxtur og
ríkisafskipti myndu minnka á þessum ára-
tug. Hann hefur reynst sannspár en hann
var einn um að halda þessu fram þegar
þekktir hagfræðingar spáðu áframhald-
andi vexti þessara hagþátta. í framhaldi af
þessu spáði Batra kreppunni miklu 1990,
sem muni hafa áhrif um allan heim.
Kenning Batra fjallar að miklu leyti um
áhrif ört vaxandi eignarhlutdeildar þeirra
ríkustu í þjóðarauðnum. Telur hann að
þessi samsöfnun auðs á fárra hendur hafi
Allt bendlr til þess að kreppu verði ekki forðað að mati Batra og mun hún verða enn
meiri en sú sem einkenndi fjórða áratuginn auk þess sem hún mun hafa áhrif um
heim allan.
10 HEIMSMYND