Heimsmynd - 01.10.1987, Side 16

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 16
Dallas-stíll bresku konungsfj ölskyldunnar ! Díana prinsessa af Wales: Eru hinar konunglegu skyldur að buga hana? Þegar Karl Bretaprins gekk að eiga hana tvítuga að aldri fagnaði fjölskyldan því mjög að verðandi drottning breska samveldisins væri ung, saklaus og auðmótanleg. Það hvarflaði hins vegar ekki að þeim að hún kynni að gera uppreisn gegn þeim skyldum sem henni eru lagðar á herðar. nn á milli frétta af ástandinu við Persaflóa, vandræðum Reagans forseta og breskum efnahagsmálum hafa dag- blöð og tímarit undanfarna mánuði gert sér dælt við tvo aðila bresku konungsfjölskyldunnar, Díönu prinsessu og mágkonu hennar Fergie, og hefur breska konungs- fjölskyldan sjaldan verið eins undir smásjá pressunnar og nú. Síðdegisblöðin bresku hafa velt sér upp úr hjóna- bandi Díönu prinsessu af Wales og krónsprinsins Karls en sá orðrómur komst á kreik að þar væri ekki allt með felldu. Á meginlandinu hafa tímarit tekið upp þráðinn þar á eftir sem og hinum megin Atlantsálanna. Banda- ríska tímaritið Time gerði Díönu og hjónaband hennar að umfjöllunarefni undir því yfirskyni að breska press- an gengi stundum of langt í slíkum fréttaflutningi. Önn- ur blöð hafa gengið hispurslaust til verks og fjallað um ástandið í fjölskyldunni frægu, samband fjölskyldu- meðlima, sorgir þeirra, afbrýði og öfund þannig að Dallas og Dynasty sjónvarpsstöðva Vesturlanda verða sápukúlur í samanburði. Enn aðrir hafa vakið athygli á því að hressilegar uppákomur þeirra Fergie og Di séu hin besta landkynning fyrir Breta. Þær hafa vakið athygli á breskri fatahönnun með klæðaburði sínum sem átti þó nokk- uð undir högg að sækja í tískuheiminum, en viðtöl við fatahönnuði þeirra sem hár- greiðslumeistara út af fyrir sig flokkast undir sjálfstætt blaðaefni nú. Þær stöllur hafa tekið við af Jackie Kennedy Onassis og prinsessunum af Mónakó sem vinsæl- ustu yfirstéttarstjörnur heimspressunnar. Samband Breta við konungsfjölskyldu sfna hefur löngum verið málum blandið. Þar skiptast á skin og skúrir, drottningin er sameiningartákn þeirra en hinar ungu tengdadætur sem eru meira í sviðsljósinu en aðrir meðlimir fjölskyldunnar gætu þess vegna flokkast undir markaðsvarn- ing. Þegar Andrew prins gekk að eiga Söru Ferguson var samdóma álit press- unnar að hún væri hinn besti kvenkostur, hress og lífleg, án þess að hún skyggði á prinsessuna af Wales. Hvort sem þeim lík- ar betur eða verr eru þær stöðugt bornar saman þótt væntingarnar sem gerðar eru til þeirra séu ólíkar. Díana prinsessa af Wales var kornung þegar hún giftist Karli og hlutverk hennar sem verðandi drottn- ing breska heimsveldisins leggur henni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.