Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 18

Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 18
Tengdadætur hennar hátignar Elísabetar II hafa verið á síðum heimspressunnar undanfarna mánuði. Galgopaleg framkoma þeirra opinberlega hefur hneykslað suma, vakið kátínu annarra og ýtt undir slúður þess efnis að ekki væri allt með felldu innan veggja hallarinnar. Fergie þykir að mörgu leyti með hressilegri framkomu sinni brjóta í bága við þá ímynd sem einkennt hefur breskt kóngafólk til þessa. Hún virðist hæstánægð með það hlutskipti sitt sem meðlimur kóngafjölskyldunnar. Þær voru vinkonur áður en þær urðu mágkonur. Fergie er eldri, hefur reynt sitthvað og á þrjú ástarsambönd að baki, þar af sambúð með mun eldri manni. sér sérhannaðar dragtir og breytt um hár- greiðslu og fengið lof fyrir. Allt frá fyrstu stundu hefur hertogaynj- an af Jórvík, ólíkt prinsessunni af Wales, verið lofuð fyrir þá framkomu sem Díana prinsessa myndi vera gagnrýnd fyrir. Andrew og Fergie vfla ekki fyrir sér að sýna hvort öðru blíðuhót á almannafæri, þau gantast og hún stríðir honum óspart opinberlega, faðmar hann stórkarlalega eða klípur hann í kinnarnar. Þegar Karl prins kom fyrst opinberlega fram með Díönu var svipur hennar undir- leitur og feiminn. Hann hafði yfirleitt orð fyrir þeim báðum en hún var tvítug og hann þrjátíu og tveggja þegar þau giftust. Væri hún tilneydd að tala sjálf opinber- lega komu svörin klippt og skorin í bresk- um yfirstéttartón. Fergie, sem nú er tutt- ugu og sjö ára, er hins vegar jafngömul maka sínum og alls ófeimin opinberlega. Hún talar við blaðamenn eins og hún sé vön viðtölum frá ómunatíð og verður sjaldan fótaskortur á tungunni. Þegar Fergie og Andrew veittu sjónvarpsviðtal í höllinni skömmu eftir trúlofun sína virtist prinsinn óstyrkur en Fergie lék á als oddi. Drottningin var viðstödd og er sögð hafa bælt niður í sér hláturinn yfir svörum Fergie. Hnytt- in tilsvör hennar koma ekki lengur á óvart, hvort sem hún er við formlega opinbera móttöku eða þegar blaðaljósmyndarar komu henni að óvörum þar sem hún var í sólbaði á bikini og æpti til þeirra í Mae West stfl: Passið ykk- ur aðfá ekki sólsting strák- ar! Eitthvað virðist Fergie reyna að hemja kátínu sína á almannafæri nú í seinni tíð og vera meira í takt við hinar almennu siðareglur. Séu hún og prinsessan af Wales saman við opinber- ar móttökur er Fergie skylt að ganga ætíð í humátt á eftir hinni verð- andi drottningu þótt hún sé alls ekki undir sömu smásjánni og Díana prinsessa, sem má enga feilnótu slá. Þrátt fyrir brussu- ganginn í hertogaynjunni af Jórvík eru margir er til þekkja þeirrar skoðunar að hún sé hæfari í hlutverk sitt en Díana. „Fergie er álitin mjög heilbrigð og hrein- skiptin í framkomu. Innan konungsfjöl- skyldunnar er henni treyst, ólíkt Díönu sem allir átta sig ekki á,“ segir náinn heim- ildarmaður. Hversu smávægileg sem mistök Díönu prinsessu kunna að virðast eru þau litin mjög alvarlegum augum í því kerfi sem umlykur bresku krúnuna og hlutverk hennar í bresku þingræðiskerfi. Elísabet Englandsdrottning er nú sextíu og eins árs gömul og þess jafnvel ekki langt að bíða að Díana setjist í hásætið sem drottning Fergie ásamt móður sinni, Susan Barrantes. Foreldrar hennar skildu og hin glæsilega móðir hennar er gift í Argentínu. Foreldrar Díönu eru einnig skilin en hinar ungu konur virðast hafa dregið ólíkan lærdóm af þeirri reynslu sem þær hlutu í uþpvextinum. Fergie horfir aðdáunaraugum á goðið David Bowie án þess að hljóta sömu gagnrýni fyrir og Díana prinsessa fyrir dálæti sitt á poppstjörnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.