Heimsmynd - 01.10.1987, Síða 19
breska samveldisins. Sagt er að skyldurn-
ar hvíli þungt á Karli krónprinsi sem nú er
að nálgast fertugt. Hann þykir viðkvæmur
maður, nokkuð sérsinna og hefur orðið
innhverfari með aldrinum. Sem konungur
þarf hann á staðfastri eiginkonu að halda
en ekki vansælli eins og margir lýsa hlut-
skipti Díönu.
Mikið hefur verið um það slúðrað að
Díana sé óhamingjusöm, bæði í hjóna-
bandi og ok skyldunnar sé henni þungt.
Fergie virðist hins vegar koma til dyranna
eins og hún er klædd, glaðværðin og
ánægjan uppmáluð. Heimildarmenn segja
Fergie falla vel inn í fjölskyldurammann í
Buckinghamhöll þar sem hún uni hag sín-
um vel. Díana virðist hins vegar kunna
best við sig utan konungsfjölskyldunnar.
Gleðistundir hennar eru með poppstjörn-
um og fjölmiðlafólki sem þykir ekki góð
vísbending fyrir verðandi drottningu.
Ymsir segja að með þessum félagsskap sé
Díana á óbeinan hátt að spyrna gegn þeim
þrýstingi sem hún er beitt. Þá segja heim-
ildir að linnulaus fatakaup Díönu og sjálf-
hverfur áhugi hennar á eigin útlit fari fyrir
brjóstið á hinum konunglegu fjölskyldu-
meðlimum. Sara með rauða taglið sitt og
hispurslausa framkomu er þeim meira að
skapi.
Siðastliðið sumar vöktu þær stöllur
Fergie og Di almenna athygli fyrir léttúð-
uga framkomu á Ascotveðreiðum, þar
sem þær potuðu regnhlífum í virðúlega
afturenda breskra aristókrata og Di gerði
sig seka um að blístra á eftir hertogaynj-
unni af Kent. Auk þess sem hún á að hafa
sagt: Æ, dettum íþað, við Fergie. Myndir
af flissandi andlitum þeirra og stríðnisleg-
um augngotum prýddu forsíður síðdegis-
blaðanna í Bretlandi. Þær hafa þekkst
lengi og voru vinkonur áður en Fergie
giftist Andrew. Skuggi hefur nú fallið á þá
vináttu sökum vinsælda Fergie innan fjöl-
skyldunnar. Náinn heimildarmaður spáir
aukinni samkeppni milli þeirra tveggja.
Á mörgum sviðum þýðir lítt fyrir Díönu
að keppa við Fergie. Sú síðarnefnda er
mikill íþróttaunnandi sem er vel metinn
eiginleiki í Buckinghamhöll. Hún er góð
skíðakona, synd sem selur og góður tenn-
isleikari. Síðast en ekki síst er Fergie al-
vön útreiðum frá blautu barnsbeini.
Díönu hundleiðist hestamennska. Fergie
fer hins vegar í útreiðartúra með drottn-
ingunni.
Hvorug þeirra hefur langa skólagöngu
að baki né þykja ýkja andlega sinnaðar.
Sara hefur hins vegar með ýmsum tilburð-
um sínum vakið aðdáun fjölskyldunnar.
Þegar hún lærði nýlega að fljúga fékk hún
meira hrós frá tengdaforeldrum sínum,
drottningunni og Filippusi, en hefði hún
lokið prófi frá Oxford. Anna prinsessa
hefur frá upphafi verið fáorð um mág-
konu sínu Díönu en Fergie hrósar hún og
segir hana, mjög, mjög elskulega stúlku.
„Það var mamma sem upphaflega hafði
augastað á Fergie fyrir mig,“ sagði And-
rew prins fyrir giftinguna. Fergie er í upp-
áhaldi hjá drottningunni og það segja
heimildir að sé megin ástæðan fyrir því að
skugga hafi borið á vináttu þeirra Di. Það
er flestum ljóst að það er Fergie sem
drottningin kallar á og biður að setjast við
hliðina á sér í bílferðum, hestvögnum,
kirkjunni og í óformlegum kvöldverðar-
boðum.
Það hefur heldur ekki farið fram hjá
fólki að Fergie er hæstánægð með hlut-
skipti sitt sem meðlimur bresku konungs-
fjölskyldunnar á sama hátt og Díana
prinsessa virðist hundleið á því. Ástæð-
una segja heimildarmenn ekki vera þá að
svo stutt sé síðan að Fergie gekk að eiga
Andrew prins heldur ráði bakgrunnur
ungu kvennanna þarna nokkru um. Díana
Spencer er alin upp innan um háaðalinn á
þekktu sveitasetri undir handleiðslu
einkakennara og umkringd þjónum frá
blautu barnsbeini. Sara Ferguson ólst upp
í jaðri þessa aðals, fjölskylda hennar var í
þjónustu konungsfjölskyldunnar en ekki
hluti af breska háaðlinum. Hún ólst upp í
venjulegu húsi eins og aðrar fjölskyldur í
óbeinum tengslum við breska kóngafólk-
ið. Þessi ólíki uppruni þeirra Fergie og Di
kemur fram í hegðun þeirra. Fergie er
feimin við að nota einkasundlaug drottn-
ingarinnar þótt henni standi það til boða.
Þá hringir hún alltaf á undan sér áður en
hún heimsækir drottninguna. Samband
Fergie við tengdamóður sína hefur orðið
stöðugt nánara á því rúma ári sem hún
hefur verið gift Andrew. Hann er að
heiman við störf sín í sjóhernum fimm
daga vikunnar og þá dvelst hún í íbúð
þeirra í Buckinghamhöll. Þar er einnig lít-
il skrifstofa þar sem hún sinnir starfi sínu
fyrir útgáfufyrirtæki með höfuðstöðvar í
Sviss. Eigi drottningin lausa kvöldstund
býður hún Söru iðulega í einkakvöldverð.
Það eru fáir sem njóta þess heiðurs að fá
að þræða langan gang með rauðum dregli
að einkahýbýlum drottningarinnar í höll-
inni. Hingað til hefur Karli prins aðallega
verið boðið í einkakvöldverði drottningar
og tilefnið þá sagt vera ríkismálefni, til að
tryggja að hann kæmi einn. Þetta segja
heimildir bestu sönnun þess að drottning-
in telji sig eiga fá sameiginleg áhugasvið
með tengdadóttur sinni Díönu.
„Drottningin er mikill vinnuþjarkur.
Hún sinnir verkefnum sínum skipulega og
þegar vinnudeginum lýkur vill hún geta
slappað af í þægilegum félagsskap. Návist
Söru minnir hana á yngri útgáfu af móður
hennar. Henni finnst Sara hlý og indæl,“
segir náinn vinur fjölskyldunnar. Sara er
ekki þögul að eðlisfari og af vinum sögð
geta talað í síma tímunum saman. Áhuga-
mál drottningar og Fergie eru svipuð.
Hestar, póló, fjölskyldan, sjóherinn og
bækur um antíkmuni eru háttskrifuð.
Margir hafa tekið eftir því í fari drottning-
ar upp á síðkastið að hún á til að segja:
Ungvinkonamínsegirmér. . . Niðurstað-
an er að hin unga vinkona sé Sara.
Þá hefur Fergie unnið hug og hjarta Fil-
ippusar prins en hann er góður vinur föð-
ur hennar. Sagt er að Filippus kunni vel að
meta þá kímnigáfu sem Fergie hefur erft
frá föður sínum. Þegar Ronald Ferguson
fylgdi dóttur sinni í hestvagni til brúð-
kaups hennar í Westminster Abbey sagði
hann: „Að hugsa sér að allur þessi mann-
fjöldi sé kominn til að fylgjast með litlu,
fúlu stelpunni minni.“
Sagt er að svokallaður klósetthúmor
eigi mjög upp á pallborðið hjá bresku
kóngafjölskyldunni og hefur Fergie tekið
virkan þátt í að segja slíka brandara eftir
kvöldverðinn. Sjálf veltist hún um af
hlátri þegar Filippus tekur í sama streng.
Hveitibrauðsdaga Fergie og Andrew
ber upp á sama tíma og svonefnd sjö ára
þreyta virðist komin í hjónaband Díönu
og Karls. Ýmislegt í fari prinsessunar af
Wales bendir til þess að hún sé að fjarlægj-
ast kóngafjölskylduna. Hún dvelst ekki
lengur á sveitasetrinu í Balmoral í Skot-
landi þegar fjölskyldan er þar í sumarleyfi
heldur í öðrum húsakynnum með syni
sína tvo og Dire Straits hljómplötur. Á
fyrstu árum hjónabandsins dró Karl prins
úr veiðiferðum til að eyða meiri tíma með
fjölskyldu sinni á meðan sumarleyfum
þeirra stóð. Hann hefur hins vegar tekið
upp fyrri háttu auk þess sem hann eyðir
fellur vel inn í
fjölskyldurammann í
Buckinghamhöll þar sem hún
unir hag sínum vel.
Drottningin hefur tekið
ástfóstri við þessa
tengdadóttur sína og snæðir
iðulega með henni kvöldverð
þar sem þær ræða
sameiginleg áhugamál sín.
mörgum stundum einn með foreldrum og
systkinum á Balmoral.
Það er tólf ára aldursmunur á Díönu og
Karli sem ýtir enn undir þau ólíku viðhorf
sem þau hafa til lífs og tilveru. Sagt er að
fjölskyldan hafi áhyggjur af hjónabandi
þeirra og tali um sambandsleysið þeirra á
milli. Ágreiningur þeirra á milli hefur orð-
ið áberandi þegar þau hafa farið í leyfi
með Söru og Andrew, sem bæði eru 27
ára. Þegar þau voru í Sviss síðasta vetur
sleppti Di fram af sér beislinu, smituð af
kátínu Fergie. Hún dulbjó sig sem lög-
HEIMSMYND 19