Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 32

Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 32
bandsmaður, jafnframt því sem aðrir sam- vinnumenn fagna þessu tákni nýs tíma. Hins vegar er það oftúlkun að ætla að ráðning Guðjóns í forstjórastól brjóti blað í sögu fyrirtækisins. Ráðning hans er fremur framhald á þeirri þróun sem átti sér stað á síðustu árum Erlends Einars- sonar fyrrverandi forstjóra SÍS. Guðjón B. Ólafsson hefur marglýst því yfir að leggja eigi niður óarðbærar eining- ar. Á síðasta aðalfundi SÍS sagði hann: „Óhjákvæmilegt er að sífelld endurskoð- un á öllum rekstri eigi sér stað og þær ein- ingar sem ekki skila tilætluðum árangri verði sameinaðar öðrum, seldar eða lagð- ar niður.“ Pví var Kaupfélag Svalsbarðseyrar sett á hausinn og fleiri fyrirtæki eiga eftir að fylgja í kjölfarið. Á síðasta ári var Sam- bandið rekið með 40 milljón króna halla, eftir að hafa afskrifað rúmlega 150 milljón króna skuldir fyrirtækja þess. Þar af voru 44 milljónir króna skuldir Sambandsfyrir- tækja sem tekin höfðu verið til gjaldþrota- skipta eða fengið greiðslustöðvun á árinu. Fyrir nokkrum árum hvarflaði það ekki að nokkrum manni að kaupfélög eða önn- ur Sambandsfyrirtæki yrðu lögð niður, hvað þá send miskunnarlaust í gjaldþrota- skipti. Það hefði einnig verið nær óhugsandi fyrir nokkrum árum að rætt hefði verið um það af fullri alvöru að sameina Iðnað- ardeildir Sambandsins og Álafoss. í þeim samningaviðræðum sem hafa staðið síðan í byrjun árs hefur verið gengið út frá jafnri eignaraðild Sambandsins og Fram- kvœmdasjóðs íslands, sem á Álafoss. Markmið Sambandsins í þessum viðræð- um eru því ekki að sölsa undir sig sam- keppnisaðilann heldur að tryggja þá fjár- muni sem það hefur lagt í ullariðnaðinn. Þegar þessar breytingar eru hafðar í huga má sjá, að innan Sambandsins hafa viðskiptaleg sjónarmið unnið á, kannski á kostnað þeirra sjónarmiða sem kölluð hafa verið félagsleg. Á Sölvhólsgötunni heyrist jafnvel sú skoðun að hörð viðskipti séu mannúðleg. Því kemur ekki á óvart að Sambandið stefni að því að tryggja stöðu sína á fjármagnsmarkaðinum, á sama tíma og samdráttur á sér stað á hefð- bundnum starfsvettvangi þess. Þáttur þjónustu í veltu þjóðfélagsins hefur sífellt vaxið. Það er því eðlilegt að Sambandið sem stór fyrirtækjakeðja auki ítök sín á því sviði, hafi allar klær úti og læsi þeim þar sem mestir vaxtarmöguleikar eru. í þessu liggur líka ógn Sambandsins. Velta þess er svipuð og íslenska ríkisins og það ásamt samstarfsfyrirtækjum er stærra en átta stærstu fyrirtæki landsins til sam- ans. Það er því eðlilegt að hinu svokallaða einkaframtaki brygði í brún þegar Sam- bandið renndi sér fótskriðu og ætlaði að hrifsa af því Útvegsbankann, sem var búið að lofa einkageiranum, sem hins vegar beið eftir því að ríkið lækkaði verðið enn. Sú þróun sem hefur átt sér stað innan Sambandsins er ekkert einsdæmi eins og sést best á þeim aðilum sem buðu ofan í tilboð Sambandsins um daginn. Eimskip hefur til dæmis áttað sig á því að vaxtar- möguleikar þess á sjó eru mettir og hefur því undanfarin misseri komið sér fyrir á öðrum sviðum. Eimskip hefur aukið hlut sinn í Fjárfestingarfélaginu og í gegnum starfsemi þess tryggt sér stöðu á fjár- magnsmarkaðinum. Það má búast við þvi að á næstu árum muni enn fleiri aðilar taka sér bólfestu á þessu sviði. Skeljungur var meðal þeirra fyrirtækja sem gerðu til- boð í Útvegsbankann. Ef góðærið í flug- inu heldur áfram er ekki ólíklegt að Flug- leiðir fari að líta í kringum sig. Þá geta ís- lenskir aðalverktakar ekki reiknað með því að halda einokun sinni á Keflavíkur- flugvelli til eilífðarnóns. Þegar á heildina er litið kom það kannski mest á óvart við tilboð Sam- bandsins í Útvegsbankann að fyrirtækið skuli sigla með straumnum. Ymsir höfðu átt von á öðru úr Framsóknarfjósinu. Lyktin úr því fjósi hefur lengi loðað við Sambandið þrátt fyrir tilhneigingar til að breyta ímyndinni á undanförnum árum. Fjósalyktin er þó enn viðloðandi eins og þegar Steingrímur Hermannsson líkti til- boði Sambandsins í Útvegsbankann við kaup á lambalæri. Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins, gekk lengra í þessu samhengi þegar hann líkti bankanum við baunadós. Og þá sjálfsagt Coop en ekki Ora. . . 32 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.