Heimsmynd - 01.10.1987, Side 51

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 51
aötulífið í Greenwich Village er fjölbreytt og um helgar lykkist fólk alls staðar að úr New York á Christopher 5treet til að skoða mannlífið þar. ____itt af því sem einkennir heimsborgina New York er að ákveðnir þjóðfélagshópar og jafnvel iðngreinar leggja undir sig heil hverfi hennar. Fólk af ítölskum uppruna hefur hreiðrað um sig í hverfi sem kallað er Litla Ítalía, spænskumælandi fólk sest að í hluta Harlem og svokallað Kínahverfi er víðfrægt. Demantakaupmenn hafa komið sér upp aðstöðu við 47. stræti á Manhattan og fataframleiðendur eru helst á sjöundu breiðgötu. Þannig skiptist New York í ótal litla og mismunandi heima. Christopher Street í Greenwich Village er þannig lítill heimur út af fyrir sig. íbúarnir sækjast þó ekki eftir því að búa þar vegna sameiginlegs uppruna heldur vegna þess að þeir eiga það sameiginlegt að stunda kynlíf með maka af sama kyni. Christopher Streeter aðsetur homma, sem búa þar og starfa. Það var í þeim hluta New York sem kallast Greenwich Village, sem evrópskir landnemar settust fyrst að. Allt frá því um miðja síðustu öld hefur Christopher Street hýst litlar verslanir og smáfyrirtæki af ýmsu tagi. Um“síðustu aldamót fóru hópar sem voru á einhvern hátt utanveltu í þjóðfélaginu að setjast að á Christopher Street. Listamenn, kommúnistar og ýmsir andófshópar byggðu nú götuna og að mörgu leyti gætti meira umburðarlyndis þar en annars staðar í borginni. Þannig varð umrædd gata einnig í æ ríkari mæli aðsetur homma í heimsborginni. Gatan hefur lítið sem ekkert breyst á síðustu hundrað árum. Mjó, fimm hæða hús setja svip sinn á hverfið. Þeim er vel haldið við og eru í raun söguleg heimild um húsagerðarlist síðustu aldar. Gatan sjálf er þröng og hlykkjótt, sundurskorin bæði af verslunartorgum Greenwich Village og rólegri íbúðagötum. Samt sem áður hafa ýmsar breytingar orðið á götunni frá því á síðustu öld einkum þar sem hún endar við Hudsonfljót. Þurrkvíar hafa verið rifnar og gömlum birgðahúsum og verksmiðjum hefur verið breytt í íbúðahús. Þá hafa einnig verið byggð íbúðahús með nútímalegu sniði á uppfyllingu nærri fljótinu. Verslanirnar, veitingastaðirnir og knæpurnar eru lífleg og litrík og því ekki að furða að mikið sé um vegfarendur á götum úti. Hægt er að festa kaup á flestu því sem hugurinn girnist á Christopher Street hvort sem um er að ræða ilmandi baðvöru, íþróttaföt, fornmuni, leðurvörur eða gæðate. Flestar verslanir og fyrirtækí á þessum slóðum eru í eigu og rekin af hommum. HEIMSMYND 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.