Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 51
aötulífið í Greenwich Village er fjölbreytt og um helgar
lykkist fólk alls staðar að úr New York á Christopher
5treet til að skoða mannlífið þar.
____itt af því sem einkennir heimsborgina New
York er að ákveðnir þjóðfélagshópar og jafnvel
iðngreinar leggja undir sig heil hverfi hennar.
Fólk af ítölskum uppruna hefur hreiðrað um sig í
hverfi sem kallað er Litla Ítalía, spænskumælandi
fólk sest að í hluta Harlem og svokallað
Kínahverfi er víðfrægt. Demantakaupmenn hafa
komið sér upp aðstöðu við 47. stræti á Manhattan
og fataframleiðendur eru helst á sjöundu
breiðgötu. Þannig skiptist New York í ótal litla og
mismunandi heima. Christopher Street í
Greenwich Village er þannig lítill heimur út af
fyrir sig. íbúarnir sækjast þó ekki eftir því að búa
þar vegna sameiginlegs uppruna heldur vegna
þess að þeir eiga það sameiginlegt að stunda
kynlíf með maka af sama kyni. Christopher
Streeter aðsetur homma, sem búa þar og starfa.
Það var í þeim hluta New York sem kallast
Greenwich Village, sem evrópskir landnemar
settust fyrst að. Allt frá því um miðja síðustu öld
hefur Christopher Street hýst litlar verslanir og
smáfyrirtæki af ýmsu tagi. Um“síðustu aldamót
fóru hópar sem voru á einhvern hátt utanveltu í
þjóðfélaginu að setjast að á Christopher Street.
Listamenn, kommúnistar og ýmsir andófshópar
byggðu nú götuna og að mörgu leyti gætti meira
umburðarlyndis þar en annars staðar í borginni.
Þannig varð umrædd gata einnig í æ ríkari mæli
aðsetur homma í heimsborginni.
Gatan hefur lítið sem ekkert breyst á síðustu
hundrað árum. Mjó, fimm hæða hús setja svip
sinn á hverfið. Þeim er vel haldið við og eru í
raun söguleg heimild um húsagerðarlist síðustu
aldar. Gatan sjálf er þröng og hlykkjótt,
sundurskorin bæði af verslunartorgum
Greenwich Village og rólegri íbúðagötum. Samt
sem áður hafa ýmsar breytingar orðið á götunni
frá því á síðustu öld einkum þar sem hún endar
við Hudsonfljót. Þurrkvíar hafa verið rifnar og
gömlum birgðahúsum og verksmiðjum hefur
verið breytt í íbúðahús. Þá hafa einnig verið
byggð íbúðahús með nútímalegu sniði á
uppfyllingu nærri fljótinu.
Verslanirnar, veitingastaðirnir og knæpurnar
eru lífleg og litrík og því ekki að furða að mikið sé
um vegfarendur á götum úti. Hægt er að festa
kaup á flestu því sem hugurinn girnist á
Christopher Street hvort sem um er að ræða
ilmandi baðvöru, íþróttaföt, fornmuni, leðurvörur
eða gæðate. Flestar verslanir og fyrirtækí á
þessum slóðum eru í eigu og rekin af hommum.
HEIMSMYND 51