Heimsmynd - 01.10.1987, Page 60
RUT HALLGRlMSDÓTTIR
Anna Geirsdóttir: Mér finnst gaman að fá
vini mína í heimsókn og fara til þeirra.
Skemmtistaðir borgarinnar geta orðið þreyt-
andi.
/
E
hafna ekki
hugmyndinni um
sambúð, ég veit bara að
ég myndi ekki vilja neitt
nema pað besta. Það
þyrfti að vera riddari á
hvítum hesti til að ég
gerði mig ánœgða með
hann.
ar. Ég hef að vísu ekki heyrt þetta sagt um
mig, en ekki yrði ég hissa.“
Elín og Sigríður eru því sammála að
þær hafi ekki endilega ákveðið að búa ein-
ar heldur hafi það verið „víxlverkandi
ástæður“ eins og Elín orðar það, þar sem
ekki sé gott að dæma um hvað leiðir af
öðru. Pær eru líka sammála um að þær
myndu gera miklar kröfur um samstill-
ingu ef þær færu að búa með öðrum. Slæm
sambúð sé verri en engin sambúð. „Ég
gæti ekki hugsað mér heimili þar sem er
rifist eða þumbast" segir Elín en bendir þó
á að félagsskapurinn geti orðið fólki meira
virði seinna, þegar ellin gerir vart við sig
og fólk hættir að geta sótt sér félagsskap.
Anna er sammála því. „Ég held það sé
hræðilega leiðinlegt að vera einn og gam-
all.“
„Veistu," segir Sigríður „að maðurinn
minn var skemmtilegasti maður sem ég
hef kynnst og jafnframt besti vinur minn.
Hann var svo skemmtilegur að ég ætlaði
aldrei að tíma að skilja við hann. Ég var
svo hrædd um að ég myndi missa af
skemmtilegheitunum. Aðalágreinings-
efnið í þessum skilnaði var hvort okkar
fengi húshjálpina sem kom einu sinni í
viku. Hann krafðist þess að fá hana en ég
benti á að hún væri heimanmundurinn
minn. Á endanum skiptum við henni á
milli okkar. „ Nú er þessi góði vinur Sig-
ríðar, Jón E. Ragnarsson, dáinn langt fyr-
ir aldur fram. „Á meðan ég var gift þurfti
ég oft á því að halda að fá að vera ein. Ég
var svo stálheppin að hann var eins.
Út frá líkindalögmálinu finnst mér
mjög sennilegt að ég giftist aftur. Raun-
verulega held ég að ekkert komi í staðinn
fyrir gott hjónaband. Það að vera í hjóna-
bandi er þó engin trygging fyrir ham-
ingju."
Er þörfin fyrir einveru kannski hluti af
skýringunni á því að sumar konur eru ekk-
ert að flýta sér í sambúð? „Ég var talsvert
fyrir að vera ein strax sem barn. Þó er ég
mikil selskapsrófa," segir Sigríður. Og
Anna rifjar það upp að hún hafi alltaf haft
þörf fyrir að geta verið ein, þótt hún sé
annars mikil félagsvera. „Mér finnst gott
að búa ein,“ segir Elín. „Það getur komið
til vegna starfs mín því ég hitti alltaf nóg af
fólki. Þar af leiðandi þykir mér ákaflega
gott að koma heim og loka hurð.“ Næst-
um sömu orð og Sigríður hefur um heimili
sitt. í stjörnukortinu hennar segir reynd-
ar: „Heimilið fyrir þig er staður til að loka
á umhverfið og vera ein út af fyrir þig.“
Hún skellihlær og kannast við að þetta sé
nokkuð nærri lagi. Ég get ekki stillt mig
um að spyrja Önnu hvort henni þyki ef til
vill stundum gott að koma heim og loka
hurðinni á eftir sér. „Ohhh. . . ,jááá,“
segir hún af svo miklum sannfæringar-
krafti að ekki þarf frekar vitnanna við.
Hvað er það við einveruna sem heillar
svona? Hvíld frá umhverfinu? Kannski.
Allar vinna þessar konur erilsöm störf,
eiga marga vini og hitta margt fólk og
margvíslegt. Þær eru sammála um að
þeim leiðist aldrei. „Ég á alltaf fleiri bæk-
ur og blöð heima en ég kemst yfir að lesa,“
segirElín. „Ámörg áhugamál og tímafrek
og alltaf þegar ég losa mig úr einhverju fé-
lagsstarfi bætist annað á mig. Ég hef í
mörg ár reynt að standa á bremsunum í fé-
lagsstarfi, en allt kemur fyrir ekki. Mér
finnst gaman að því sem ég er að gera og
vil gjarnan leggja góðum málum lið.
Veistu, ég hef aldrei heillast af spila-
mennsku. Ég hef engan tíma að drepa.“
„Mín áhugamál eru svo margvísleg,"
segir Sigríður, „að það er aldrei tími til að
láta sér leiðast. Sá sem getur lesið þarf
aldrei að láta sér leiðast. Eg á marga góða
vini í bókum. Bækur sem mig langar til að
lesa skipta hundruðum. Ferðalög innan-
lands eru líka heillandi. Það eru margir
staðir sem ég hef ekki séð enn hér heima.
Svo hitti ég vini og kunningja og á með
þeim skemmtilegar stundir."
Anna kannast líka við tímaleysið og hjá
henni bætast aðrar ástæður við. „Ég
þreytist fljótt í hjólastólnum og þarf mikla
hvíld. Vinir mínir stríða mér á öllum þess-
um svefni. En ég finn oft fyrir því að ég á
alltaf að vera tilbúin að fara út þegar vin-
ina langar, kannski af því ég er ein og ræð
mínum tíma meir en margir aðrir.“
Einmanaleikinn er til þótt hann sæki
lítið á þessar þrjár konur. Þær benda allar
á að fólk geti verið alveg eins einmana í
sambúð við aðra, jafnvel í besta félags-
60 HEIMSMYND