Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 66
KVIKMYNDIR
1. Mel Gibson
var bóndií
kvikmyndinni
The River. 2.
Hann lék
blaðamann í
The Year of
Living
Dangerously
og átti
vingott við
Sigourney
Weaver. 3.
Fyrsta
stjörnuhlut-
verkið hans
var í Gallipoli.
4. Frægasta
hlutverkið er
Mad Max. 5.
Hann
faðmaði
Diane Keaton
í Ungfrú
Soffel en
myndin gekk
samt illa. 6.
Hann var
hörkutólið
Fletcher
Christian í
Uppreisninni
á Bounty. 7.
Hann gat
stuðst við
eigin reynslu
þegar hann
og Sissy
Spacek léku
sveitafólk í
The River.
Við fyrstu sýn er enginn munur á Ram-
bo eða Charles Bronson myndunum og
síðustu mynd Mel Gibsons. Þegar betur er
að gáð ríður það baggamuninn hve aðal-
leikaranum Mel Gibson tekst vel upp.
Slóð Gibsons er að vísu blóði drifin. I nýj-
ustu myndinni „ Tveir á toppnum “ drepur
hann, misþyrmir og lætur dólgslega á all-
an hátt. Munurinn á honum og Sylvester
Stallone, Charles Bronson og hinum fönt-
unum er samt auðsær. Mel Gibson hefur
vissulega skotist upp á stjörnuhimininn
þökk sé ljósum lokkum og fögru útliti. En
hann býr yfir fleiru: Um nýjustu myndina
er sagt að Rambo hefði getað leyst hann af
hólmi ef hann liti út fyrir að hafa vit í koll-
inum. Það þarf ekki nema eitt snöggt
augnatillit frá Mel Gibson til að sannfær-
ast um að þar fari maður með viti.
Gibson segir að munurinn á frægasta
hlutverki sínu til þessa Mad Max og Mart-
in Riggs sem hann leikur í Tveimur á
toppnum sé sá að sá fyrrnefndi hafi aðeins
tvær víddir en sá síðarnefndi þrjár. Það
sem Riggs hefur umfram er að hann hugs-
ar.
Tveir á toppnum fjallar um lögreglu-
manninn Riggs sem truflast á geði er hann
missir konuna sína. Yfirmönnunum of-
býður harka hans en þegar mikið liggur
við er hann kallaður á vakt. Og á hann
bíta engin vopn. Öðrum þræði er myndin
þó ekki bara hasarmynd, heldur saga um
vináttu tveggja manna, lögreglumannsins
Riggs og starfsbróður hans, blökkumanns
sem Danny Glover leikur.
Ýmsum þótti hann engu að síður taka
nokkra áhættu með því að taka að sér
hlutverk í Tveimur á toppnum því þar er
hlutverk hans fyrst og fremst að slást.
Bent var á að ef Gibson ætlaði sér að kom-
ast í flokk „alvöru“ leikara á borð við
Robert De Niro, Marlon Brando eða
Gérard Depardieu ætti hann fremur að
leggja rækt við hlutverk eins og hann lék í
The Year ofLiving Dangerously frekar en
Mad Max.
Ef marka má erlenda kvikmyndadóma
hefur Gibson þó ekki hlotið skaða af því
að leika í henni enda virðist hún vera sér-
kennileg blanda, að stofni til hasarmynd
en með nokkrum listrænum metnaði þó.
Leikstjórinn Richard Donner hefur gert
misjafnar myndir til þessa. Hann á að baki
Ladyhawke, Superman og The Goonies,
66 HEIMSMYND