Heimsmynd - 01.10.1987, Side 68

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 68
LÍFSHÆTTIR EFTIR JÓN KARL HELGASON At BREYTIST KYNHEGÐUN UNGRA ÍSLENDINGA í KJÖLFAR ÓTTANS VIÐ EYÐNI? sofa ekki hjá „Greindur notar gúmmí,“ sagði land- læknir í sjónvarpsviðtali fyrir síðustu verslunarmannahelgi þegar hann var beð- inn um að gefa almenningi forsmekkinn af þeim slagorðum sem heyrðust á öldum ljósvakans um mestu ferðahelgi ársins. Þessi fleygu slagorð eru aðeins eitt dæmi af mörgum um þá fræðslu og áróður sem hefur verið áberandi hér á landi síðustu misserin og beint er gegn sjúkdómnum eyðni (AIDS). Nýleg könnun leiddi í ljós að þessi umræða hefur skilað sér að vissu marki; íslendingar hafa allgóða grund- vallarþekkingu á sjúkdómnum, þeir þekkja helstu smitleiðir en gera sér hins vegar í hugarlund að smit geti borist eftir fleiri leiðum en sérfræðingar telja hættu- legar. Hinu er ósvarað hvort þessi nýja vitneskja hafi haft áhrif á kynhegðun landsmanna, en slíkt hlýtur að hafa mest að segja um útbreiðslu eyðni hér á landi í náinni framtíð. Það fyrsta sem stendur í vegi fyrir að hægt sé að meta hvort eyðniumræð- an hafi haft áhrif á kyn- hegðun er að engar hald- góðar upplýsingar liggja fyrir um hvernig kynlífi íslendinga var háttað áð- ur en þessi umræða komst í gang. Þannig hafa engar víðtækar rannsóknir verið gerðar á fjölda rekkjunauta, út- breiðslu samkynhneigð- ar, notkun getnaðar- varna eða annarra slíkra atriða sem skipta höfuð- máli þegar eyðni er ann- ars vegar. Vitneskja á þessum sviðum er ekki einungis nauðsynleg til að hægt sé að meta áhrif eyðniáróðursins heldur einnig og ekki síð- ur til að hægt sé að finna út hverjir séu í áhættuhópum og þurfi þar af leiðandi mest á þessum áróðri að halda. Hér á landi er hins vegar aðeins hægt að styðjast við fáar og mjög takmarkaðar kannanir sem gerðar hafa verið á einstökum hóp- um. Árið 1976 gerði Ásgeir Sigurgestsson rannsókn á kynhegðun reykvískra ung- linga á aldrinum 14 til 15 ára, en rannsókn þessi var hluti af prófritgerð Ásgeirs við Árósarháskóla. Þar kemur meðal annars í ljós að um 20 prósent þessa hóps var far- inn að hafa samfarir á þessum aldri en af þeim 20 prósent töldust 20 prósent ungl- inganna fjöllyndir, það er að þeir höfðu haft fjóra eða fleiri rekkjunauta. Önnur könnun sem gerð var áður en eyðniumræða komst í hámæli hér á landi náði til fólks sem leitaði til húð- og kyn- sjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvar- innar árið 1983. Það voru læknar við Rannsóknastofu háskólans við Barónsstíg sem gerðu þessa könnun en í henni kom meðal annars fram að 20 prósent að- spurðra höfðu haft fleiri en tvo rekkju- nauta. Hvorug þessara kannana gefur neina fullnaðarmynd af kynlífsmunstri Islend- inga, en af niðurstöðum þeirra og annarra álíka rannsókna verða menn nú að setja fram sínar tilgátur. Útbreiðsla kynsjúk- dóma og aldursdreifing eru einnig tekin til greina, en allar þessar upplýsingar eru bornar saman við erlendar niðurstöður og lagt út af þeim. Sigurður Guðmundsson, smitsjúk- dómafræðingur, sagði í samtali við HEIMSMYND að þegar niðurstöður þessara takmörkuðu kannana hér á landi væru bornar saman við sambærilegar nið- urstöður á hinum Norðurlöndunum kæmi í ljós að íslendingar hefðu fyrir daga eyðni verið eins fjöllyndir og virkir í kynlífi og aðrar þjóðir. Það sem vekti at- hygli varðandi könnun Ásgeirs væri að hérlendis byrjuðu stúlkur að lifa kynlífi um svipað leyti og piltar, en erlendis hefðu þær yfirleitt verið seinni ti. Að sögn Sigurðar hef- ur tíðni kynsjúkdóma hér á landi verið algeng- ust meðal unglinga en það og ýmislegt fleira bendi til að ungt fólk,um og undir tvítugsaldri, sé sá hópur sem skiptir hvað oftast um rekkju- nauta. „Þegar aldurs- dreifing eyðni hefur ver- ið athuguð erlendis," Þótt eyðni sé álitin sjúkdómur yngra fólks eru margir í miðaldra hópnum fráskildir og skipta þess vegna títt um rekkjunauta. 68 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.