Heimsmynd - 01.10.1987, Síða 68
LÍFSHÆTTIR
EFTIR JÓN KARL HELGASON
At
BREYTIST KYNHEGÐUN UNGRA ÍSLENDINGA í KJÖLFAR ÓTTANS VIÐ EYÐNI?
sofa ekki hjá
„Greindur notar gúmmí,“ sagði land-
læknir í sjónvarpsviðtali fyrir síðustu
verslunarmannahelgi þegar hann var beð-
inn um að gefa almenningi forsmekkinn af
þeim slagorðum sem heyrðust á öldum
ljósvakans um mestu ferðahelgi ársins.
Þessi fleygu slagorð eru aðeins eitt dæmi
af mörgum um þá fræðslu og áróður sem
hefur verið áberandi hér á landi síðustu
misserin og beint er gegn sjúkdómnum
eyðni (AIDS). Nýleg könnun leiddi í ljós
að þessi umræða hefur skilað sér að vissu
marki; íslendingar hafa allgóða grund-
vallarþekkingu á sjúkdómnum, þeir
þekkja helstu smitleiðir en gera sér hins
vegar í hugarlund að smit geti borist eftir
fleiri leiðum en sérfræðingar telja hættu-
legar. Hinu er ósvarað hvort þessi nýja
vitneskja hafi haft áhrif á kynhegðun
landsmanna, en slíkt hlýtur að hafa mest
að segja um útbreiðslu eyðni hér á landi í
náinni framtíð.
Það fyrsta sem stendur
í vegi fyrir að hægt sé að
meta hvort eyðniumræð-
an hafi haft áhrif á kyn-
hegðun er að engar hald-
góðar upplýsingar liggja
fyrir um hvernig kynlífi
íslendinga var háttað áð-
ur en þessi umræða
komst í gang. Þannig
hafa engar víðtækar
rannsóknir verið gerðar
á fjölda rekkjunauta, út-
breiðslu samkynhneigð-
ar, notkun getnaðar-
varna eða annarra slíkra
atriða sem skipta höfuð-
máli þegar eyðni er ann-
ars vegar. Vitneskja á
þessum sviðum er ekki
einungis nauðsynleg til
að hægt sé að meta áhrif
eyðniáróðursins heldur einnig og ekki síð-
ur til að hægt sé að finna út hverjir séu í
áhættuhópum og þurfi þar af leiðandi
mest á þessum áróðri að halda. Hér á
landi er hins vegar aðeins hægt að styðjast
við fáar og mjög takmarkaðar kannanir
sem gerðar hafa verið á einstökum hóp-
um.
Árið 1976 gerði Ásgeir Sigurgestsson
rannsókn á kynhegðun reykvískra ung-
linga á aldrinum 14 til 15 ára, en rannsókn
þessi var hluti af prófritgerð Ásgeirs við
Árósarháskóla. Þar kemur meðal annars í
ljós að um 20 prósent þessa hóps var far-
inn að hafa samfarir á þessum aldri en af
þeim 20 prósent töldust 20 prósent ungl-
inganna fjöllyndir, það er að þeir höfðu
haft fjóra eða fleiri rekkjunauta.
Önnur könnun sem gerð var áður en
eyðniumræða komst í hámæli hér á landi
náði til fólks sem leitaði til húð- og kyn-
sjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvar-
innar árið 1983. Það voru læknar við
Rannsóknastofu háskólans við Barónsstíg
sem gerðu þessa könnun en í henni kom
meðal annars fram að 20 prósent að-
spurðra höfðu haft fleiri en tvo rekkju-
nauta.
Hvorug þessara kannana gefur neina
fullnaðarmynd af kynlífsmunstri Islend-
inga, en af niðurstöðum þeirra og annarra
álíka rannsókna verða menn nú að setja
fram sínar tilgátur. Útbreiðsla kynsjúk-
dóma og aldursdreifing eru einnig tekin til
greina, en allar þessar upplýsingar eru
bornar saman við erlendar niðurstöður og
lagt út af þeim.
Sigurður Guðmundsson, smitsjúk-
dómafræðingur, sagði í samtali við
HEIMSMYND að þegar niðurstöður
þessara takmörkuðu kannana hér á landi
væru bornar saman við sambærilegar nið-
urstöður á hinum Norðurlöndunum kæmi
í ljós að íslendingar hefðu fyrir daga eyðni
verið eins fjöllyndir og
virkir í kynlífi og aðrar
þjóðir. Það sem vekti at-
hygli varðandi könnun
Ásgeirs væri að hérlendis
byrjuðu stúlkur að lifa
kynlífi um svipað leyti og
piltar, en erlendis hefðu
þær yfirleitt verið seinni
ti.
Að sögn Sigurðar hef-
ur tíðni kynsjúkdóma
hér á landi verið algeng-
ust meðal unglinga en
það og ýmislegt fleira
bendi til að ungt fólk,um
og undir tvítugsaldri, sé
sá hópur sem skiptir
hvað oftast um rekkju-
nauta. „Þegar aldurs-
dreifing eyðni hefur ver-
ið athuguð erlendis,"
Þótt eyðni sé álitin sjúkdómur yngra fólks eru margir í miðaldra hópnum
fráskildir og skipta þess vegna títt um rekkjunauta.
68 HEIMSMYND