Heimsmynd - 01.10.1987, Page 71

Heimsmynd - 01.10.1987, Page 71
lifa kynlífi með öðrum karlmönnum sem eru í áhættuhópi. Ég tel að heilbrigðisyfir- völd hafi hingað til viljað líta framhjá þessari staðreynd. Pau hafa látið eins og hommar séu ekki til með því að beina aldrei beinum áróðri til þeirra. Ástæðan er fyrst og fremst blygðunar- kennd heilbrigðisyfirvalda og lækna og blindur ótti við almenningsálitið. Þessi ótti þeirra á eftir að hafa alvarlegar afleið- ingar nema þau takist á við hann í næstu framtíð. Það er alvarlegt mál að láta for- dóma stjórna gerðum sínum eins og þessir aðilar gera, meðvitað og ómeðvitað." Þorvaldur tók það skýrt fram að heil- brigðisyfirvöld hefðu fljótlega sett sig í samband við Samtökin 78 með samstarf í huga og í kjölfar þess hefði meðal annars verið ráðinn starfsmaður úr þeirra röðum í hálft starf til að vinna sérstaklega að fræðslumálum homma. Árangur þess starfs var meðal annars fræðslubæklingur sérstaklega ætlaður hommum sem gefinn var út í 2500 eintökum á liðnum vetri og ráðgert er að gefa aftur út í haust með nokkrum breytingum. „Okkur hefur hins vegar þótt vanta að talað sé beint til homma í þessum almenna víðtæka áróðri sem nær inn á hvert heimili í landinu. í okkar félagi eru aðeins fimmtíu virkir fé- lagsmenn og alls náum við til um 300 homma. Það er hins vegar ljóst að fjöldi þeirra karlmanna sem lifa kynlífi með öðrum karlmönnum er margfalt meiri. Það eru einmitt þeir sem ekki þora að setja sig í samband við Samtökin sem eru í mestri hættu. Margir af þessum karl- mönnum eru fjölskyldumenn eða ungir ómótaðir strákar sem annað hvort leita að sínum samböndum erlendis eða þá ölvað- ir á skemmtistöðum. Þetta er langstærsti áhættuhópurinn." „Að okkar mati hafa samtök homma bestu forsendur til að nálgast þá karlmenn sem eru samkynhneigðir," sagði Vilborg Ingólfsdóttir þegar þessi mál voru borin undir hana, en hún hefur unnið mikið að eyðnimálum á vegum Landlæknisembætt- isins. „Vissulega er svo þarna einhver Ihópur karlmanna sem lifir blönduðu kyn- lífi, en við teljum að þeir taki við fræðslu og áróðri í almennum upplýsingum um leið og allir aðrir landsmenn. Það að höfða sérstaklega til homma í almennum áróðri getur hins vegar orkað tvímælis. Fyrst þegar eyðni kom fram fann maður fyrir óánægju meðal homma yfir því að þetta væri skrifað alfarið á þá. Slíkt getur aukið fordóma gegn hommum sem eru þó of miklir fyrir. Það er allavega ljóst að þetta eru viðkvæm mál.“ En það er ekki nóg með að skiptar skoðanir séu um það hvert eigi að beina fræðslunni heldur eru ýmis sjónarmið o uppi um hvernig þessi fræðsla eigi að vera < uppbyggð og hvaða framsetning skili | mestum árangri. Þorvaldur Kristinsson § sagði til dæmis að fulltrúar homma hefðu í gagnrýnt fræðsluefni Landlæknisembætt- § isins fyrir að þar kæmi mjög óljóst fram hvað væri hættulegt kynlíf og hvað ekki. „Fólk gerir fleira saman í rúminu en að hafa hefðbundnar samfarir og það eitt að nota smokkinn er ekkert einfalt svar,“ sagði Þorvaldur, en í þeim bæklingi sem Samtökin 78 útbjuggu sérstaklega fyrir homma var farið mjög berum orðum um það hvað í kynlífi homma væri hættulaust, sennilega hættulaust, og hvað væri hættu- legt. Vilborg Ingólfsdóttir hjá Landlæknis- embættinu taldi þessa gagnrýni ekki rétt- mæta. „Þetta er spurning um framsetn- ingu,“ sagði hún. „í þeim bæklingi sem við dreifðum til unga fólksins er sagt hvað sé hættulegt og öruggt kynlíf og þar er einnig sagt hvaða samskipti ættu ekki að hafa smit í för með sér, til dæmis snerting og atlot. Meginatriðið er að við höfum ekkert upp úr því að særa velsæmistilfinn- ingu fólks.“ Sölvína Konráðs tók í svipaðan streng og benti á að of berorð umræða væri sjald- an opinská. „Það erhægt að tala opinskátt og hreinlega um þessa hluti án þess að Áróðrlnum gegn eyðnl hefur aðallega verlð beint að yngrl kynslóðlnnl. HEIMSMYND 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.