Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 72

Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 72
nota götumál. Þegar umræðan kemst á stig götumálsins verður hún ekki opinská heldur þvert á móti feimnismál.“ Engu að síður hafði Sölvína margt við fræðsluefni Landlæknisembættisins að athuga. „Bæklingurinn sem dreift var til ungling- anna er skólabókardæmi um það hvernig ekki á að koma fræðslu til skila,“ sagði Sigurður Guðmundsson iæknir á Borgarspítalanum sem hefur haft alnæmissjúklinga með höndum. hún. Þarna er höfðað til fólks sem er að hefja sitt kynlíf og sagt að það sé í áhættu- hópi. Á fyrstu blaðsíðunum er fólk hrætt, dregin upp mjög vonlaus mynd af sjúk- dómnum þannig að þegar komið er á blaðsíðu níu eru þessir krakkar orðnir sannfærðir um að kynlíf sé eitthvað sem þeir eigi aldrei eftir að njóta. Þá fyrst er farið að kynna smokkinn. Ég held að ótti fáfræðinnar sé ekkert verri en sá ótti sem bæklingur sem þessi vekja. Ef fræðslan á að vera eitt meðalið í aðgerðum gegn eyðni þá verður að skipuleggja hana í samræmi við það sem við vitum um gerð fræðsluefnis sem skilar árangri.“ Annars lagði Sölvína mesta áherslu á að fræðslan sé langt í frá það töframeðal sem ætlast er til. „Ef við skoðum hvað fræðslu er ætlað að gera, þá er henni ætlað að hafa varnaðaráhrif. Yfirleitt er henni beint að viðhorfum fólks en það sem menn gleyma er að jafnvel þótt við getum breytt við- horfum fólks í gegnum fræðslu, þá höfum við ekkert gert í því að breyta hegðun þess. Og jafnvel þótt við vitum eitthvað um viðhorf tiltekins hóps þá er mjög erfitt að spá fyrir um hegðun hans.“ Þetta er ef til vill mergur málsins. Skoð- anakönnunin sem gerð var á þekkingu al- mennings á eyðni segir í sjálfu sér ekkert til um það hvort íslendingar séu varkárari í kynlífi sínu en áður. Það eitt er ljóst að þrátt fyrir þær skiptu skoðanir sem eru uppi um val á markhópum og uppbygg- „Náttúran verður ekki lamin með lurk. Mann- kynssagan hefur marg- sannað það. í kjölfar fullkomnari getnaðar- varna þá jókst líka frjálsræði í kynferðis- málum og ég er ekki viss um að fólk sé til- búið að sleppa því.“ Eftirlit með smokkum! Rifinn smokkur getur kostað mannslíf. Einstaklingar úr stærsta áhættuhópn- um. Gölluðum skóm er hægt að skila; rifinn smokkur getur kostað mannslíf eða að nýtt líf kvikni af gáleysi. Þetta eru vissulega stór og óhugnanleg orð. Á þessum síðustu og verstu eyðnitím- um kunna þetta hins vegar — því miður — að vera orð í tíma töluð. Smokkurinn er talin eina getnaðarvörnin sem veitir vörn gegn kynsjúkdómasmiti — þar með gegn eyðni, ólæknandi sjúkdómi. Landlæknis- embættið hefur mælt með notkun þeirra, en sumir telja að við ramman reip sé að draga að útbreiða notkun þeirra þegar um skyndikynni er að ræða. Ástæðurnar kannast margir við. I fyrsta lagi þykir mörgum þeir vera óþægilegir, og — það sem verra er — að ekki sé hægt að reiða sig á þá. Smokkar hafa nefnilega rifnað þegar hæst stendur og jafnvel kostað fóst- urevðingu. Á sama tíma og pillan fæst ekki nema gegn lyfseðli hafa heilbrigðisyfirvöld ekk- ert eftirlit með þeim smokkum sem eru hér á markaði, og þó er mælt með notkun þeirra við viss skilyrði. „Það er vissulega orðið tímabært að taka upp opinbert eftir- lit með þeim,“ sagði Ólafur Ólafsson land- læknir er HEIMSMYND ræddi við hann. Landlæknisembættið viðraði raunar hug- myndir um þetta við Ragnhildi Helga- dóttur er hún gegndi starfi heilbrigðisráð- herra, en ekkert hefur komið út úr því enn sem komið er. Einn viðmælandi HEIMSMYNDAR benti á að opinbert eftirlit þyrfti hvorki að vera dýrt né viðamikið. Opinberar próf- anir færu fram á Norðurlöndum á smokk- um þar sem kannað væri hvort þeir stæð- ust ákveðnar lágmarkskröfur. Notast mætti við prófanir sænskrar stofnunar. Hjá Landlæknisembættinu fengust þær upplýsingar að fylgst væri með hvernig þetta færi fram erlendis og þeim miðlað til innflytjenda. Það vekur hins vegar vissan ugg að í gæðakönnun svissneskra neytendasam- taka sem hafa höfuðstöðvar í Bern kom í ljós að margar algengar smokkategundir stóðust ekki lágmarkskröfur. Ein mest selda smokkategund á íslandi fékk þann dóm að hún væri ófullnægjandi vegna hættu á að smokkurinn rifni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.