Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 76

Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 76
þarna upp á íslandi en til dæmis í New York. íbúar New Yorkborgar eru sér ef til vill meðvitaðir um að borgarstjórinn fékk vægt hjartaáfall án þess að geta rætt það í smáatriðum. Rammi heimsmyndarinnar á íslandi er hins vegar mun þrengri — ver- öldin rúmast á mun minna sviði. Petta varð mér ljóst þegar ég fór í fyrsta sinn á þorrablót Islendinga í New York. Það var eftirminnilegt. Á þessu þorrablóti sá ég íslendinga skemmta sér saman í fyrsta sinn. Það var hræðileg upplifun þótt hvalurinn hafi bragðast betur en nokkru sinni hér á Is- landi. Fólk hafði ekki fyrr sporðrennt kræsingunum en það upphóf raust sína í fjöldasöng. Þetta var eins og ég ímynda mér ungverska þjóðdansasamkomu. ís- lendingarnir stóðu upp frá borðum og stigu trylltan dans. Ég velti því fyrir mér þá hvort ameríski bjórinn væri svona sterkur. Ljósritum með sönglagatextum var dreift á borðin og fólk söng og klapp- aði saman lófum í takt. Hefði verið gat á veggnum þarna hefði ég látið mig hverfa. Brennivín var drukkið ómælt og skyndi- lega var byrjað að spila á harmónikkur. Stúlkur í íslenskum þjóðbúningum skutu upp kollinum en það eina sem ég gat hugs- að um var hræðilegt hákarlsbragðið. ís- lendingum finnst gaman að plata útlend- inga. Það varaði til dæmis enginn mig við því hversu daunillur hákarlinn væri. Og daginn eftir þegar veislugestirnir köstuðu upp hver um annan þveran var mér sagt að þetta væri mælistika á hversu vel sam- kvæmið hefði heppnast. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kynntist veisluhöldum Is- lendinga. Þeir eru hins vegar svolítið öðru vísi þegar færri koma saman. Þeir eru ró- legri og kurteisari og þegar allir hættu að tala þegar ég kom inn var sagt þeim til af- sökunar að þeir væru bara feimnir. Mér datt auðvitað ekki í hug að það væri verið að slúðra um mig. Ég gerði mér hins vegar fljótt ljóst að útlendingar verða alltaf út- lendingar í augum íslendinga. Eftir að ég fluttist til íslands kynntist ég útlendingum sem höfðu búið þar í tíu ár, töluðu málið betur en móðurmál sitt og áttu börn í skóla, en fannst samt að þeir hefðu ekki aðlagast landi og þjóð. Ég lét mér fátt um finnast og ákvað að fyrst ég yrði alltaf útlendingur myndi ég haga mér eins og búist væri við af útlendingi. í við- tali sem tekið var við mig varðandi starf mitt á útvarpinu þegar leiðtogafundurinn stóð sem hæst, sagði ég: „Það vinnur bara einn maður hér og svo tveir útlendingar. “ Reyndar er það svo að Islendingar eru einstaklega upp með sér af menningararf- inum, tungumálinu og Islendingasögun- um. Ef til vill er það þess vegna sem þeir eru ekki enn búnir að smíða ný orð til að tjá sig um tölvurnar sem bráðum ráða þó öllu. Ég hef enn ekki hitt Bandaríkja- mann sem er eins snöggur til varnar þegar land hans er gagnrýnt. íslendingar finna flestu á landi sínu eitthvað til foráttu en ef útlendingar finna að einhverju snýst þetta við og þeir rísa upp til varnar. Ég varð mjög undrandi þegar nýja flugstöðin í Keflavík var opnuð og því var haldið fram sem blákaldri staðreynd að þetta væri fal- legasta flugstöð í heimi. Þeir gætu rétt eins sagt að ísland væri miðja heimsins. Ég var líka dálítið hneyksluð svo vægt sé til orða tekið þegar íslensk yfirvöld fóru að ræða um flug Flugleiða til Flórída á fundi utan- ríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins um daginn. Þú mátt ekki skilja þetta sem svo að mér hafi ekki liðið vel í kalda borðinu í átta tíma seinkunum hjá Flugleiðum. Ég er heldur ekki að segja að Flugleiðir eigi ekki að fljúga sem víðast. Ég er bara undrandi á því að framlag íslendinga til umræðna um að stórfækka kjarnorkuvopnum og tryggja frið sé að brydda upp á leyfum til flugs til Bandaríkjanna og hvalaveiðum. Ég held að blaðamennirnir hafi líka verið dálítið undrandi. Kannski að þeim ís- lensku undanskildum. Ég er ekki alveg búin að venjast íslensk- um fjölmiðlum. Mér var nefnilega sagt að gallinn við blöðin væri að flest þeirra fylgdu ákveðnum stjórnmálaflokkum að málum. Eitthvað er til í því en verra er að ég komst að því að oft eru mál „þögguð niður“. Þér finnst kannski að ég taki stórt upp í mig, en því miður er þetta algengt. Það er mikið af gróusögum sem ganga manna á milli. Auðvitað er erfitt að kom- ast að því hvort þær séu sannar fyrr en löngu eftir að þær komast af stað. En þeg- ar þær reynast sannar og komst í blöðin þá virðist það ekki breyta neinu. Ég hef líka rekist á annað sem ég hélt að gerðist hvergi nema í Austurlöndum fjær. Það þykir sjálfsagt að þýða greinar orðrétt úr erlendum blöðum án þess að geta heimildar. Þeir stela meira að segja mynd- unum. . . Ég hneykslaðist í fyrsta skipti þegar ég sá grein í íslensku blaði sem var stolin beint upp úr vikuritinu Time, en ég er hætt því núna, Sal, því þetta er daglegur viðburður. Ég veit ekki hvaða kostum ís- lenskur blaðamaður þarf að vera búinn öðrum en að kunna að þýða úr ensku. Það má líka geta þess að leiðararnir og frétt- irnar blandast saman í eitt, en það er miklu auðveldara að hlæja bara að því. Ég hélt einu sinni að það væri erfitt að kynnast þessari þjóð. Einir og út af fyrir sig virðast íslendingar þögulir og rólegir. Saman í hóp eru þeir hins vegar ræðnir og skortir hvergi á sjálfstraust. Þeir ætla sér ekki að vera kvikindislegir og í rauninni eru þeir ekki dónalegir. Hugsaðu þér Sal, hvernig við værum ef við hefðum haldið sambandi við alla þá sem voru með okkur í barnaskóla, vissum allt um afdrif þeirra, hjónabönd, skilnaði og taugaáföll. Auð- vitað gæti ég haldið áfram á sömu nótum en þegar öllu er á botninn hvolft held ég að svona sé þessu varið í smábæjum hvar sem er í heiminum. Ég ætla frekar að benda þér á svolítið annað. Það er tvennt sem ég skil ekki. Veðrið og kynlífið á íslandi. Hvað veðrið varðar fer það ekki á milli mála að engin þjóð hefur veðurfar eins mikið á heilanum og íslendingar. Það er aðalumræðuefnið við matarborðið. Ég man vel eftir þessum samræðum: „Alveg er veðrið búið að vera dásam- legt upp á síðkastið.“ „Satt segirðu. Ef það hefði ekki rignt í þrjár vikur í júlí þá hefði þetta verið frá- bært sumar.“ „Já, en veistu að mér er sagt að það hafi verið alveg óþolandi heitt á Italíu og Grikklandi. Líkkisturnar hreinlega sprungu í hitanum.“ Veðrið skiptir öllu máli. Kannski er það vegna þess að það er yfirleitt vont. Þá sjaldan sólin gægist fram úr skýjunum virðast allir keyra hver á annan í umferð- inni, fyllerí brýst út í miðbænum og ungl- ingarnir sem reika dauðadrukknir um Laugaveginn næturlangt gætu vel átt heima í Lord oftheflies. Kynlíf Reykvíkinga er enn óskiljan- legra. Það er útaf fyrir sig meiri háttar mál að komast að því hver átti barn með hverj- um. íslendingar eignast börn býsna ungir og barneignir og hjónaband eru ekki sett í neitt sérstakt samhengi. Eftir tveggja ára dvöl finnst mér það reyndar skiljanlegt að enginn sjái ástæðu til að gifta sig. Og það er líka vinsælt að skipta um maka. Yfir- leitt er litið undan þegar einhver sem allir þekkja fer heim úr samkvæmi með allt öðrum en hann kom með. En svo er auð- vitað slúðrað. Umræðuefnið, hver sefur hjá hverjum er ekki tekið sérstaklega al- varlega enda tilefni til slúðurs daglegt brauð. En auðvitað dettur engum í þessu fjöllynda þjóðfélagi í hug að hann geti smitast af eyðni. Þess eru samt dæmi að Is- lendingar smitist og raunar hafa land- læknir og forsætisráðherra hvatt til þess að landsmenn noti smokka. En, Sal, ég held að enginn taki þá alvarlega. Og svo finnst íslendingum gaman að skemmta sér. Ef þú trúir mér ekki ættirðu að spyrja mömmu. Þegar hún kom hingað í jólafrí fórum við með hana út að kanna næturlífið. Við höfðum ekki fyrr stigið inn fyrir þröskuldinn á Þjóðleikhúskjallaran- um en mamma hvarf, rétt eins og hún hefði gufað upp. Ég reyndi að telja mér trú um að hún hefði einfaldlega labbað einn hring um staðinn og ákváð að ská- skjóta mér framhjá fólkinu sem hópaðist að barnum og skyggnast um eftir henni. Þegar ég hafði brotið mér leið framhjá því settist ég niður. Skyndilega tók ég eftir lít- illi konu í hrömmunum á gildvöxnum drykkjubolta. „Almáttugur þetta er mamma“ hraut út úr mér. Ég náði henni úr fanginu á ástsjúkum sjóara og við flutt- um hana dauðhrædda niður í bæ í leit að skyndibita. Sal, hún heldur því fram enn þann dag í dag að það sé kjúklingabragð af pulsunum........ 76 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.