Heimsmynd - 01.10.1987, Side 95

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 95
Margir sjá ofsjónum yfir því hversu margar plötur og aðgöngumiða við seljum," segir Jakob Magnússon. voru einfaldlega engum líkir — bein- skeyttir, heiðarlegir, hnyttnir og i skemmtilegir og ekki upp á neinn komnir. Þegar Stuðmenn tóku sér langt hlé eftir gerð plötunnar Tívólí\ar þeirra sárt sakn- að, það virtust litlar líkur á að þeir kæmu saman aftur og engir arftakar þeirra í aug- sýn. Það var með þessum hætti sem lagður var grundvöllur að orðstír Stuðmanna sem hljómsveit allra landsmanna. Þá, eins og stundum áður, hafði sam- \ starfið endað í ágreiningi. Togstreita á milli þeirra var mikil. Þegar platan Tívólí var tekin upp í London skiptist þessi sex manna hljómsveit í ekki færri en þrjár fylkingar sem áttu í innbyrðis erjum, oft hatrömmum. í kjölfarið fór Sigurður Bjóla úr hljómsveitinni og á nokkrum tón- leikum sem Stuðmenn héldu fyrir mennt- skælinga um áramótin 1975/76 stóð Val- geir Guðjónsson úti í sal og sparaði ekki stóryrðin í garð fyrri félaga. Eftir það átti enginn von á því að Stuðmenn yrðu end- urvaktir. En svo fór nú samt eins og alþjóð veit. Árið 1982 fóru þeir af stað á nýjan leik og ekki með neinni smáræðis fyrirferð frekar en fyrri daginn; nú var meira að segja ætl- unin að gera kvikmynd. Þrátt fyrir allar deilur innan hljómsveitarinnar gegnum L tíðina hafði vinátta þeirra félaga haldist óslitin og allir vissu þeir að Stuðmenn, sem fyrirbæri, voru einstakir og fátt sem ekki var hægt að bralla undir merkjum þeirra. Þar að auki stóðu flestir Stuð- mennirnir, að segja má, á nokkrum tíma- mótum um þær mundir. Valgeir hafði helgað sig félagsfræðum í nokkur ár en vildi nú gjarnan hasla sér völl á tónlistar- sviðinu á ný. Þursaflokkur þeirra Egils, Tómasar og Þórðar var eitthvað að hægja ferðina eftir mikið uppgangstímabil kringum 1980, og úr Þursaflokknum kom líka Ásgeir Óskarsson sem varð fyrsti fasti trommuleikari Stuðmanna. Þá gengu til- raunir Jakobs til að brjóta sér leið vestan hafs upp og ofan. Það má því segja að hin- ir gömlu meðlimir hljómsveitarinnar hafi allir verið á lausum kili um þessar mundir þótt með því sé auðvitað ekki sagt að Stuðmenn hafi verið endurvaktir út úr neyð. . . Fyrri kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu, sló eins og menn vita öll met hér á landi. Vinsældir myndarinnar og þá ekki síður plötunnar sem sigldi í kjölfarið voru með ólíkindum og eftir það hafa Stuð- menn verið meira eða minna við lýði. Hljómsveitin hefur verið fast lifibrauð liðsmannanna í stað þess að færa þeim einungis aukatekjur þegar svo bar undir. Og þá hlaut hljómsveitin vitaskuld að breyta um yfirbragð, að minnsta kosti smátt og smátt, og það eru þessar breyt- ingar sem sumir vilja kalla Las Vegas för Stuðmanna. Víst er um það, að margt hefur breyst frá því Stuðmenn stigu fram á sjónarsviðið í Menntaskólanum við Hamrahlíð fyrir átján árum. Hljómsveitin sjálf er komin á kosningaaldur ef frá eru talin hlé á starf- semi hennar og fyrsta platan kemst senn á fermingaraldur. Jakobi Magnússyni finnst Stuðmenn bera aldurinn vel. Þegar hann er spurður hvort Las Vegas sé á næsta leiti segir hann: „Við höfum alltaf verið í Las Vegas-stílnum. Við höfum allt- af lagt áherslu á sjónarspil enda lítum við svo á að við séum gleðigjafar eða skemmtikraftar í orðsins fyllstu merk- HEIMSMYND 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.