Heimsmynd - 01.10.1987, Page 119
VÍSINDI
EFTIR ILLUGA JÖKULSSON
LIF
ER
ÁÖÐRUM HNÖTTUM?
Megum við kannski
búast við heimsókn
innan skamms?
Pað er ósköp venjuleg nótt í stjörnuat-
hugunarstöð sem staðsett er skýjum ofar á
fjallstindi, til að mynda í Perú. Hópur vís-
indamanna af ýmsum þjóðernum beinir
risavöxnum útvarpssjónaukum sínum upp
í himinhvolfið og athugar með þeim
stjörnuþyrpingar, súpernóvur og vetrar-
brautir í órafjarlægð. Það er nóg að gera
eins og venjulega en ekki ýkja mikil
spenna í lofti; þessir menn kunna sitt fag
og ganga til starfa sinna án þess að gera
veður út af smámunum; það þarf helst
ekki minna en nýja súpernóvu til að þeir
brýni raustina. Einn þeirra er þó svolítið
argur. Það hefur komið í ljós ókennileg
rák á mynd sem hann tók af ysta hluta
sólkerfisins okkar og greinilegt að einhver
rispa eða aðskotahlutur er á sjónaukan-
um. Til að sannreyna það tekur hann aðra
mynd af sama svæði og jú, rákin er enn á
sínum stað. Eða hvað? Nei, við nánari at-
hugun er hún alls ekki á sínum stað. Hún
hefur færst töluvert til hliðar og brautin
virðist óregluleg, rétt eins og hluturinn —
því nú er ljóst að þarna er einhver hlutur á
ferð — hafi breytt um stefnu af sjálfsdáð-
um. Það er sem sé ekki um halastjörnu
eða villuráfandi smástirni að ræða. Slíkir
himinhnettir halda j afnan beinni braut, að
minnsta kosti svona fjarri aðdráttarafli
sólarinnar. Eftir frekari rannsóknir —
sem vísindamaðurinn gerir skjálfandi
höndum og sveittur í lófum — þarf ekki
frekari vitnanna við. Þessi hlutur gengur
fyrir eigin vélarafli, honum er stjórnað af
einhvers konar viti bornum verum. Og
hann stefnir beint til jarðar!
Þetta hefur ekki gerst enn — svo menn
viti til. (Þessi grein er sem sé ekki fyrir þá
sem trúa því statt og stöðugt að fljúgandi
furðuhlutir séu alls staðar á meðal vor og
löngu komnir.) Sumir telja að þetta eigi
aldrei eftir að gerast; geimurinn sé líflaus
og kaldur utan jarðarinnar, sem er þá eins
og hvert annað slys í alheiminum. En aðr-
ir, og þeir eru fleiri, verða smátt og smátt
HEIMSMYND 119