Heimsmynd - 01.10.1987, Side 120
Þ
að var frá Mars
sem þau komu skrímslin
íþrífœtlingunum sem
H. G. Wells sendi til
jarðarinnar eins og frægt
er orðið af skáldsögunni
Innrásin frá Mars.
æ trúaðri á að vissulega hljóti að vera líf
annars staðar en hér og aðeins tímaspurs-
mál hvenær radíóbylgjur af einhverju tagi
færi okkur heim sanninn um það. Eða við
fáum heimsókn. . .
Það var snemma sem menn fóru að
velta fyrir sér möguleikanum á lífi á öðr-
um hnöttum, raunar undireins og menn
höfðu öðlast lágmarksskilning á eðli
heimsins, sólarinnar og reikistjarnanna.
Lengi framan af einskorðuðust slíkar hug-
leiðingar við hugsanlegt líf á tunglinu;
meira að segja Voltaire skrifaði vísinda-
fantasíu — eina þá fyrstu í heimi — þar
sem menn fóru til tunglsins og hittu þar
fyrir viti bornar verur sem auðvitað voru
líka menn; enn sem komið var höfðu
menn ekki hugmyndaflug til að ímynda
sér líf í öðrum myndum en hér á jörð. En
með tímanum áttuðu menn sig á því að
tunglið var ekki beinlínis lífvænlegur stað-
ur og því síður allt úr tómum osti; þá var
sjónum beint ögn lengra og fyrst og fremst
til Mars og Venusar. Rauða reikistjarnan,
stríðsguðinn Mars, var vinsælli meðal vís-
indaskáldsagnahöfunda enda þóttust
virðulegir stjörnufræðingar greina þar
umfangsmikið áveitukerfi og skurði sem
lágu um plánetuna þvera og endilanga.
Það var frá Mars sem þau komu skrímslin
í þrífætlingunum sem H.G.Wells sendi til
jarðarinnar eins og frægt er orðið af skáld-
sögunni Innrásin frá Mars.
En svo fór að meira að segja þessir
nágrannar okkar dugðu geimlíffræðing-
um ekki; rannsóknir leiddu í ljós að skurð-
irnir á Mars voru tómur hugarburður,
reikistjarnan væri að öllum líkindum líf-
laus eyðimörk og að undir þrumuskýjum
Venusar gæti sömuleiðis fráleitt leynst líf.
Og hinar reikistjörnurnar í sólkerfi okkar
voru útilokaðar ein af annarri; Merkúr er
ekki annað en brunnin brauðsneið í rista-
vél sólarinnar; Júpíter, Satúrnus, Úranus
og Neptúnus eru gasrisar sem með engu
móti geta fætt af sér líf eins og við þekkj-
um það, og Plútó — ja, það er þá eins gott
að þær séu ekki kulsæknar, verurnar sem
hafast við úti í þeim hrollköldu óbyggðum
sólkerfisins.
Þá var ekki annað að gera en líta ennþá
lengra: út í óravíddir vetrarbrautarinnar
og jafnvel út í tómið sjálft og til annarra
stjörnuþyrpinga.
Nú má spyrja: til hvers að velta þessu
fyrir sér? Lendir maður þá ekki fyrr en
varir á kafi í Bermúdaþríhyrningnum,
gufar upp með Flugsveit 19 eða tekur sér
far með guðaskipum von Dánikens, van-
sællar minningar? En nei, það þarf ekki
að vera. Að minnsta kosti eru það ekki
eintómir ruglukollar sem um þessar
mundir velta fyrir sér möguleikanum á lífi
á öðrum hnöttum; í þeim litskrúðuga hópi
má líka finna allra hæfustu vísindamenn
og sérfræðinga flestra þjóða, menn sem
hafa annað og betra við tíma sinn og rán-
dýra menntun að gera en eltast við óraun-
hæfar, tilgangslausar grillur. Sannleikur-
inn, hvort sem okkur lflcar betur eða verr,
er einfaldlega sá að eftir því sem við öðl-
umst betri skilning á tröllavíddum al-
heimsins okkar — og þeir eru kannski
fleiri! — þá aukast líkurnar á því að við
munum fyrr eða síðar rekast á líf og jafn-
vel viti bornar verur annars staðar en hér í
skjóli þessarar hversdagslegu sólar. Og þá
er eins gott að við séum undir það
búin. . .
Fyrr eða síðar; fyrr en síðar. Það er nú
bráðum liðin heil öld síðan mannfólkið
fór að útvarpa héðan radíóbylgjum af
ýmsu tagi og hefur magn þeirra farið vax-
andi með hverjum nýjum degi. Þó þessum
bylgjum hafi upphaflega aðeins verið ætl-
að að koma skilaboðum milli jarðarbúa
dreifist hluti þeirra jafnan út í geiminn og
æðir þar á því sem næst ljóshraða milli
himintunglanna. Þær fyrstu eru nú komn-
ar hátt í hundrað ljósár út í geim og allar
verur með næma skynjara á þessu svæði
ættu þess vegna að vera farnar að átta sig á
því að eitthvað er á seyði á þriðju plánetu
frá sólu í nauða ómerkilegu sólkerfi út á
hjara vetrarbrautarinnar. Fimmtíu ár eru
síðan fyrstu sjónvarpsmyndirnar vörpuð-
ust út í geiminn svo nú gætu verurnar með
skynjarana sína meira að segja verið bún-
ar að fá sæmilega hugmynd um hvernig
við lítum út.
(Að þessu kom vísindamaðurinn góð-
kunni, Carl Sagan, í fyrstu skáldsögu
sinni, Contact, en í henni lætur hann geim-
verur endurvarpa fyrstu sjónvarpsútsend-
ingum jarðarbúa aftur til jarðar til að gera
vart við sig — jarðarbúum til sannrarar-
mæðu. Fyrstu sjónvarpsútsendingarnar
sem eitthvað kvað að voru nefnilega af
Adolf Hitler að setja Ólympíuleikana í
Munchen árið 1936!)
Nú er það mála sannast að hundrað
ljósár, og hvað þá fimmtíu, eru ekki nema
steinsnar ef miðað er við óendanlegar
fjarlægðir alheimsins, þó okkur reynist að
vísu erfitt að átta okkur á slfkum vega-
lengdum. Eigi að síður ætti að vera ljóst
að séu til viti bornar verur á öðrum hnött-
um þá munu þær áður en yfir lýkur taka
eftir okkur og ef við gerum ráð fyrir að
einhvers konar vitsmunaleg forvitni hafi
rekið þær áfram á þróunarbrautinni —
rétt eins og okkur — þá leggja þær áreið-
anlega flest í sölurnar til að koma í heim-
sókn og líta á þessa nýliða. En þar hefur
strákur heldur betur tekið hár úr hala
Búkollu. Vegna margnefndra órafjar-
lægða í geimnum eru ferðalög milli sól-
kerfa varla framkvæmanleg nema með
einhverjum þeim tækjum sem við kunnum
engin skil á. Jafnvel þó svo okkur tækist
120 HEIMSMYND