Heimsmynd - 01.10.1987, Page 128

Heimsmynd - 01.10.1987, Page 128
Donna Rice ku eiga skuggalega fortíð að baki. Hún bjó í New York í tvö ár og fáir vissu hvað hún hafði fyrir stafni en hún varekki íföstu starfi. Þávar hún ítygjum við eiturlyfjasala sem nú afplánar tíu ára fangelsisvist. séu orsök þess hvernig fór. Hann er mjög óheilsteyptur og á sem slíkur ekkert erindi í að bjóða sig fram sem leiðtoga stórveldis á kjarnorkuöld, segir Sheehy. Hún bendir á að allir helstu stuðningsmenn Harts hafi löngu verið búnir að koma auga á það hvaða gallagripur hann er og yfirgefið hann. Nýja starfsliðið hans hafi hins vegar réttlætt framkomu frambjóðandans fyrir sjálfu sér og logið að öðrum. Eiginkona hans Lee tók einnig þátt í þessum leik, segir Sheehy, enda búin að eyða næstum þremur áratugum í hjónabandi með manninum. Pað sem vekur ef til vill mest- an ugg í sambandi við uppljóstranir um veikleika Harts að mati greinarhöfundar er hversu lítið kjósendur vita almennt um persónuleika þeirra sem sækjast eftir því að verða leiðtogar. Sheehy fór á æskuslóðir Harts í bænum Ottawa í Kansas-fylki, þar sem drengur- inn Gary Hartpence fékk strangtrúað uppeldi, „langt í frá eðlilegt," segir Sheehy. Fyrir íbúum þess smábæjar þar sem Gary Hart ólst upp er sú veröld sem hann sótti í á fullorðinsárum alveg eins og á annarri plánetu. Heimur Donnu Rice, næturlífs, eiturlyfja og framhjáhalda. Sheehy rannsakaði feril Donnu Rice, átti löng samtöl við föður hennar sem og rannsóknarlögreglumenn á Flórdía og komst að því að þar leyndist æði margt misjafnt, þrátt fyrir opinberar yfirlýsingar Donnu um hvernig hún var saklaust fórn- arlamb kringumstæðna. Donna bjó í tvö ár í New York án þess að hafa fast starf. Sheehy fullyrðir að hún hafi selt blíðu sína. Pá var Donna einnig í sambúð með eiturlyfjasala sem nú afplánar tíu ára fangavist fyrir sölu á kókaíni. Sheehy fullyrðir að lengi hafi stefnt í óefni hjá Hart sem haldinn sé sterkri sjálfs- eyðingarhvöt. Pað eru tæpir þrír áratugir frá því að hann yfirgaf heimaslóðir sínar í smábænum Ottawa. Gamlir skólafélagar hans lýsa honum sem einkennilegum unglingi. Hann var ætíð mjög snyrtilega til fara og átti enga nána vini. Margt af því sem hann sjálfur hefur sagt um uppvöxt sinn virðist enga stoð eiga í raunveruleik- anum. Hann var hvorki þessi íþróttahetja sem hann hefur sjálfur lýst né tók hann þátt í ærslum með öðrum unglingum. Hann þótti seinþroska og innhverfur en ekki stríðinn prakkari eins og hann segir sjálfur. Móðir Garys var í strangtrúuðum söfnuði en í bænum Ottawa var áfengis- notkun ekki leyfð. Gary og systir hans voru einu ungmennin í fimmtíu manna söfnuði Nazaret-kirkjunnar. Boðskapur þeirrar kirkju var fólginn í strangtrúuðu líferni þar sem allt miðaðist að því að koma í veg fyrir að sóknarbörnin færu til helvítis. Pað var bannað að hlusta á út- varp, dansa, neyta áfengis og horfa á kvik- myndir. Sem unglingur drakk Gary aldrei bjór en hann fékk bekkjarfélaga sína til að lýsa fyrir sér atriðum úr forboðnum kvik- myndum. Hann bytjaði ungur að lifa í sjálfsblekkingu. Fyrir sóknarbömum Nazaret-kirkjunnar nú er Gary Hart löngu glataður. „Pannig fer sóknin eftir völdum og veraldlegum gæðum með fólk,“ segir eitt sóknarbarnanna nú. Ungum var Gary innprentað að menn fæddust syndugir og eina leiðin til að forð- ast eilífa glötun væri að beija niður líkam- legar fýsnir. Hann leitaði skjóls í bókum. Móðir hans hafði töglin og hagldirnar á heimilinu. Henni er lýst sem strang- trúaðri, móðursjúkri konu sem haldin var hreinlætisæði. „Ef hún var ekki að gera hreint lá hún veik og lét alla fjölskylduna snúast í kringum sig,“ segir ættingi henn- ar. „Hún vitnaði stöðugt í biblíuna og fékk Gary til að prédika með sér í kirkjunni. Strax sem barn hafði hann beyg af henni en var mjög hlýðinn og þorði ekki að leika sér eins og önnur börn.“ Pað liðu tuttugu og fimm ár frá því að Gary Hart yfirgaf Nazaret-kirkjuna og lenti í faðmi Donnu Rice og heimspress- unar. Fyrsta skref hans til sjálfstæðis var að breyta nafni sínu úr Hartpence í Hart í dómshúsinu í Ottawa árið 1961. Hann hóf nám í guðfræði í því skyni að halda loforð sitt við móður sína um að prédika guðs- orð. Hann hélst ekki lengi við í því fagi og sneri sér að laganámi við Yale-háskólann á austurströndinni. Hann hafði kynnst Lee eiginkonu sinni áður en hann hóf háskólanám og gengu þau í hjónaband tveimur mánuðum eftir að þau hittust fyrst. Lee kom frá vel stæðri fjölskyldu í Kansas City og hélt Gary uppi meðan hann var í háskóla. Hjónaband þeirra hafði þó ekki varað lengi þegar Gary trúði félaga sínum fyrir því að hann hefði gert mistök. Hann fann einnig til 128 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.