Heimsmynd - 01.10.1987, Síða 132

Heimsmynd - 01.10.1987, Síða 132
og klæða sig vel hlýtur að bera vott um að þeir vilja þóknast öðrum og í því er snefill af virðingu fyrir bæði sjálfum sér og öðrum. Þó virðist ríkja hér landlæg fyrirlitning á slíku tilstandi. Margir karlmenn tala hneykslaðir um uppakynslóðina og efnishyggjuna, þar sem yngri menn gangast upp í að vera vel til fara. En persónulegur stíll nær yfirleitt langt út fyrir jakkaföt og frakka. Sú nýjungagirni sem löngum hefur þótt einkenna íslendinga er meðal annars fólgin í því að þeir þora ekki að vera öðruvísi til fara en náunginn við hliðina á þeim. Það eru helst einhverjar ákveðnar manngerðir sem þora að brjóta í bága við hið hefðbundna. Samkynhneigðir karlmenn sem oft leggja mikið upp úr útliti sínu hafa stundum verið rómaðir af hinu gagnstæða kyni fyrir stíl. Listamenn virðast einnig margir gangast upp í því að skapa sinn eigin stíl í fleiru en listforminu sem þeir fást við. Yngri kynslóð íslenskra karla er mun uppteknari af útliti sínu almennt en eldri kynslóðin, hvort sem æska þeirra eða tíðarandi ræður þar meiru um. Það sem kannski einkennir helst yngri kynslóð íslenskra karlmanna er viðleitni þeirra til að túlka eitthvað ákveðið með fatavali sínu og framkomu. Þá er talað um að þessi eða hinn sé svona og svona týpa. Dæmi um þetta er James Dean-týpan; tákn viðkvæmni, kyntöfra og æsku, algeng í leikarastétt og meðal tónlistarmanna, þar sem áherslur eru á klippingu, gallabuxur og leðurjakka. Önnur manngerð er utangarðsmaðurinn, töffarinn sem samt er utanveltu. Sú manngerð blasti við á hvíta tjaldinu í kvikmynd Friðriks Þórs, Skytturnar. Einar Kárason, höfundur handrits, segir að fyrirmyndin að Grími Ulfssyni sjómanni sé sótt alla leið til Skallagríms Kveldúlfssonar í Egilssögu. Enn ein týpan sem nú nýtur vinsælda er hinn pottþétti uppi, eins og fyrirbærið hefur verið útlagt á íslandi, en sá birtist gjarnan í formi arkitekts af yngri kynslóðinni eða lögfræðings sem leggur áherslu á stflhrein föt úr góðum efnum. „Þeir gleyma þó margir sokkunum og skónum, eru í hvítum sokkum við fín jakkaföt og skóm með hrágúmmísólum, gjarnan óburstuðum,“ segir ungur arkitekt. Hippar eru ekki með öllu útdauðir og enn eru til menn sem vfla ekki fyrir sér að þramma Austurstrætið í töfflum eða tréklossum með indverska bómullarklúta um hálsinn. Þegar íslenskir karlmenn eru hins vegar inntir eftir því hvaða manngerð, og þá með stfl í huga, sé eftirsóknarverð er það hvorki uppinn, hippinn né utangarðsmaðurinn. Það eru ekki heldur Skallagrímur Kveldúlfsson eða Jón Páll heldur Halldór Laxness, sem áratugum saman hefur vakið aðdáun þeirra fyrir framúrskarandi smekklegan klæðaburð. Þegar íslenskar konur eru spurðar hvað þær telji eftirsóknarvert í fari karla er klæðaburðurinn hvorki efstur né neðstur á óskalistanum. Þær hafa svör á reiðum höndum um hvað sé hallærislegt sem og hvað sé aðlaðandi í framkomu og stfl karlmanna. Margar nefna Steingrím Hermannsson fyrrum forsætisráðherra í sundskýlu í sjónvarpinu sem eitthvert alhallærislegasta stflbrot seinni tíma, þótt þær taki líka fram að það sé eitthvað „sniðugt og einlægt við það samt“ eins og ein orðar það. Bubbi Morthens á sinn trygga hóp aðdáenda vegna framkomu sinnar á sviði og ekki síst vegna líkamsvaxtar síns. Af stjórnmálamönnum finnst mörgum Jón Sigurðsson afar aðlaðandi, „eitthvað við augnaráðið, sem lætur mann fá í hnén“, segir ein. Aðrir eru tilgreindir vegna útlits en aftur dregið í land, „því það er ekki nóg“. „Ég man ekkert í hverju Harrison Ford var þegar hann lék í bflskúrssenunni í Witness á móti fallegri ungri konu. Þau snertust ekki en það er einhver kynþokkafyllsta sena sem ég hef séð með karlmanni á hvíta tjaldinu," segir ung kona og önnur tók undir. Fyrir mörgum konum er umrædd sena úr kvikmyndinni Witness einhver besti vitnisburður um kynþokka á síðari árum. „Þar fór allt saman; stfll, karlmennska og kynþokki í augnaráðinu einu,“ segir kona sem er guðfræðingur. Og tilfellið er þegar allt kemur til alls að bindi og skór, feitur eða mjór skiptir ekki sköpum. Það er eitthvað allt annað sem konur einblína á þegar til kastanna kemur. Og karlmennska felst í einhverju allt öðru. Að vera drengur góður, er það sem skiptir meginmáli, segja margir viðmælendur HEIMSMYNDAR. Og það er kannski þar sem íslenskum mæðrum hefur tekist best upp í áranna rás, að innprenta sonum sínum og þessarar þjóðar þau gildi sem ekkert veraldlegt yfirbragð hnekkir, að vera drengur góður, sem er inntak karlmennsku hvar sem er. STUÐMENN framhald af bls. 96 6 að þótt margt hafi breyst sé grunntónn- inn sá sami. „Sjálfshæðni og blygðunarleysi hafa alltaf verið aðalsmerki Stuðmanna. Við höfum aldrei verið feimnir við að vera púkó. Þvert á móti höfum við alltaf geng- ist upp í því.“ Jakob bætir við: „Við höfum hingað til borið gæfu til þess að verða ekki iðnaðar- menn sem lenda í þeim vítahring að spila hvar sem er. Við gerum út tvisvar á ári og segjum stopp áður en við og aðrir erum orðnir þreyttir á dagskránni." Gagnrýnendur Stuðmanna benda hins vegar á að það sé liðin tíð að spjótum sé beint að óprúttnum fjármálamönnum, hallærislegum hljómsveitagæjum og sölu- mönnum í hópi stjórnmálamanna. Sum- um finnst það til marks um skort á listræn- um metnaði að nýjasta plata þeirra var jafnframt sú fyrsta sem ekki hafði að geyma sögu eða að minnsta kosti inntak. „Broddurinn er alltaf hvassastur fyrst,“ segir Valgeir og bendir á Rolling Stones sem dæmi um vonda stráka sem í áranna rás hafi breyst í auðuga hóglífismenn. „Við Stuðmenn höfum líka breyst. Það fylgir aldrinum að líta á menn og málefni með meira umburðarlyndi. Ég er enn sammála mörgu því sem mér fannst fyrir tíu fimmtán árum en kannski lít ég á at- burði í gegnum ný gleraugu víðsýni og lífs- reynslu." Hann segist ekki geta hugsað sér lengur að semja texta á borð við Grænu byltinguna sem var á einni af plöt- um Spilverks þjóðanna. „Ég held að það sé ekki rétta leiðin að syngja beint um hlutina. Mér leiðist prédikun nema hjá allra bestu prestum. Ég sem varla The Ballad of Valur Arnþórsson úr þessu." Lái honum hver sem vill. Hvað sem því líður er víst að enn hitta Stuðmenn í mark. Ef marka má aðsókn- ina á Húsafellshátíðina, lögregluskýrslur um aldur mótsgesta og síðast en ekki síst mikla sölu plötunnar Á gœsaveiðum ættu Stuðmenn ekki að þurfa að kvíða framtíð- inni. Flugufregnir af því hvernig staðið var að upptökum plötunnar hafa hins veg- ar valdið nokkrum kurr í harðasta og elsta kjarna fylgjenda hljómsveitarinnar. Aldnir þulir sem enn syrgja upplausn Bítlanna í þann mund sem Stuðmenn léku barnungir í Hamrahlíðarskólanum þykj- ast sjá ógnvekjandi hliðstæður. Sjömenn- ingarnir hópuðust ekki í hljóðver eins og forðum heldur sendu lagasmiðir lög sín til Tómasar M. Tómassonar sem átti að hafa stjórn upptökunnar með höndum. Hljóð- færaleikararnir komu svo oftast hver um sig í hljóðverið og léku inn sína kafla eftir að Tómas hafði rýnt í afurðir lagasmið- anna og ákveðið endanlegan búning þeirra. Valgeir kom svo dæmi sé tekið lít- ið sem ekkert nálægt plötunni. Hann lék og söng í einu lagi, Popplagi í G-dúr, sem féll raunar í grýttan jarðveg hjá félögum hans í fyrstu. Öðru lagi skilaði hann til upptökustjóra og heyrði það næst í út- varpinu. Svipuðu máli gegnir um aðra Stuðmenn. Jakob og Ragnhildur gengu endanlega frá sínum lögum en að öðru leyti hélt Tómas í þræðina. Valgeir neitar því ekki að honum finnist 132 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.