Heimsmynd - 01.10.1987, Síða 133

Heimsmynd - 01.10.1987, Síða 133
eftirsjá í fyrra vinnulagi við hljómplötu- gerð þeirra félaga. „Paö gefur meiri fyll- ingu þegar hljómsveitin vinnur öll saman að gerð plötu,“ segir hann. „Hluti af ánægjunni er að taka þátt í upptökunni." Hann líkir þessu við muninn á að ferðast með flugvél og skipi. Fyrri kosturinn er átakaminni og fljótlegri en hinn síðari gef- ur ferðalanginum tilfinningu fyrir þeirri leið sem hann leggur að baki. Tvær ástæður liggja að baki þessu vinnulagi. I fyrsta lagi var ljóst, að sögn Jakobs, að platan yrði ekki tilbúin áður en hljómsveitin legði í sumarútgerð sína ef vinna ætti hana í sameiningu. Jakob og Valgeir voru önnum kafnir og dvöldu langdvölum erlendis og hinir voru sömu- leiðis bundnir við önnur verkefni. í öðru lagi er það í rauninni liðin tíð að hljóm- sveitir semji og leiki samtímis innan veggja hljóðversins. Ef litið er á þróun hljómplötugerðar á undanförnum árum kemur í ljós að upp- tökustjórinn skiptir æ meira máli. Hugs- anlega má bera þetta saman við þróun kvikmyndagerðar þar sem leikstjórinn hefur risið upp úr fjöld ótýndra tækni- manna og gengur nú hnarreistur í hópi viðurkenndra listamanna. Pað þykir sér- stakur gæðastimpill ef upptöku plötu er stýrt af Trevor Horn, Bob Clearmountain eða Jimmy Iovine. Og innan raða Stuð- manna er einn mesti galdrameistari sem íslensk hljóðver hafa á að skipa: Tómas M. Tómasson. Jakob bendir á að við upptöku á al- vöruplötum sé óspart beitt tölvutækni til að fullkomna brigðul mannanna verk. Tæknin hafi breytt vinnu í hljóðveri frá ár- dögum Stuðmanna og því henti gamla vinnulagið ekki lengur. Hann segir að það gefi auga leið hversu seinlegt og erfitt það hljóti að vera ef sjö sterkir persónuleikar hangi yfir nostri upptökumannanna. Óneitanlega má velta vöngum yfir því hvort ekki sé hætta á því að tæknin beri andann ofurliði. Jakob kannast við þessa hættu en bendir á að öfugt við margar aðr- ar hljómsveitir hafi Stuðmenn þegar slíp- að flest laganna á plötunni á æfingum og tónleikum. Stuðmenn hafi því ekki fallið í þá gryfju að geta ekki leikið eigin lög op- inberlega án skipulagðra blekkinga eins og hendir margar frægustu poppstjörnur heims. Vinnulag nýjustu plötunnar hefur engu að síður vakið grunsemdir þeirra sem þekkja til félaganna í Stuðmönnum um að ekki sé allt með felldu í samstarfi þeirra. Hljómsveitin er enn sem fyrr stundarfyrir- brigði en sumum öldnum aðdáendum þeirra finnst það styrkja grunsemdir um þjónkun við Mammon að svo virðist sem starf hljómsveitarinnar líði fyrir það að Stuðmennirnir taki önnur störf fram yfir. Pví er spurt: Er Stuðmannaandinn fyrir bí? Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að Stuð- menn sinni ýmsu öðru. Lengi vel var hljómsveitin hliðarspor á göngu þriggja félaga Spilverks þjóðanna og síðar Þursa- flokksins og hinna sem sinntu fyrst og fremst öðrum verkefnum. Akafur aðdá- andi Stuðmanna rifjar hins vegar upp að á uppvaxtarárum þeirra hafi þeir sinnt hljómsveitinni óskiptir þegar hún starfaði á annað borð. Stuðmenn hafa auðvitað þann hátt á sem þeim sýnist við gerð sinna hljóm- platna og sjálfsagt er flestum sama á með- Jazzballett-modern námskeiðin hefjast þ. 14. sept. HEIMSMYND 133
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.