Heimsmynd - 01.10.1987, Page 136

Heimsmynd - 01.10.1987, Page 136
Að sögn vina hefur Andrew breyst eftir að hann gekk í hjónaband. „Hann er kom- inn með fæturna niður á jörðina fyrir til- stuðlan konu sinnar,“ segir vinur þeirra. „Hún féll ekki flöt fyrir honum í upphafi. Leit reyndar ekki alvarlegum augum á þá tilburði hans að hefja nánari kynni við hana. Hún sat ekki heima og beið eftir því að prinsinn hringdi í hana heldur hélt hún áfram að hitta fyrrum elskhuga sinn, Paddy McNally, sem hún hafði búið með.“ Andrew bað Söru með hönd á hjarta- stað á hnjánum. Móðir hans heiðraði hann með titlinum hertoginn af Jórvík. Það er sá titill sem faðir hennar bar áður en hann tók við konungsembætti eftir að eldri bróðir hans Játvarður hafði sagt af sér vegna konu. Afsögn Játvarðar VIII, föðurbróður Elísabetar, olli á sínum tíma miklu hneyksli. Frá því að Elísabet II var krýnd drottning breska samveldisins árið 1953 hafa henni ekki orðið á nein umtalsverð mistök í hugum og hjörtum þegna hennar. Hún þykir að vísu skapstór og stíf á köfl- um en virðingu sinni hefur hún haldið og þar með virðingu krúnunnar í gegnum þykkt og þunnt á tímum örra þjóðfélags- breytinga þar sem gildi krúnunnar hefur verið véfengt meir en nokkru sinni fyrr. Það skiptir því engu smámáli hvernig arf- takar hennar hegða sér. Verður breska krúnan eins virt þegar Díana er sest í hásæti við hlið Karls síns? Munu þegnarnir umbera sameiningar- tákn sem er komið svo langan veg frá hug- myndum Viktoríu drottningar um hvernig konungborið fólk á að haga sér. Það er ekki að ástæðulausu að breska pressan hefur fjallað svo mikið um Díönu prinsessu. Meirihluti bresku þjóðarinnar virðist hlynntur konungdæminu, þessu órjúfanlega sameiningartákni síðustu þús- und árin, glæstustu framhlið breska heimsveldisins. Framhlið sem ekki má hnekkja en getur þó þrátt fyrir allt verið hnekkt, jafnvel af fisléttri konu á borð við Díönu prinsessu. Þungarokk framhald af bls. 101 sonar, sem um skeið var gítarleikari í Drýsli, að hann hlustaði í sjálfu sér sáralít- ið á þungarokk, en hins vegar þætti hon- um óhemju gaman að spila það. Samt er það nú svo að íslenskar þunga- rokkshljómsveitir hafa enst illa, þó svo að tvær þeirra Start og Drýsill hafi notið tals- verðra vinsælda. Skýring þess er vand- fundin og minna má á að Eiríkur Hauks- son sem söng með báðum er enn með vin- sælustu söngvurum íslands, og þó svo að hann sé ekki í þungarokksveit er hárprýði hans enn hin sama og söngstíllinn ræki- lega eyrnamerktur þungarokkinu. Auk þess að þungarokk er yfirleitt í hávaðasamara lagi þykir mörgum sem umfjöllunarefnin séu oft óhugnanleg. Nöfnin segja sína sögu: Slayer, Nuclear assault, Execution, Sheer Terror, Lucifer lives og þar fram eftir götum. Ekki svo að skilja að þessum hljómsveitum standi ekki nákvæmlega á sama, en útgefendurnir eru ekki eins ánægðir með þetta. Stórar versl- anakeðjur vilja ekki hafa sum plötuum- slög uppi við þar sem þeir telja útlit þeirra geta styggt kaupendur. Sundurlimaðir mannslíkamar geta nefnilega farið fyrir brjóstið á sumum. í Washington hafa ver- ið stofnuð samtök fólks, sem vill beijast gegn velsæmisbrotum í rokktónlist — hvort sem þau eru í textum eða á umslög- um. Samtökin hafa að vísu ekki krafist þess að textar eða umslög verði beinlínis ritskoðuð, en vilja að umslögin verði ræki- lega merkt eftir því hvort textarnir eru tví- ræðir, hreint og beint klámfengnir, hvetji til djöfladýrkunar eða ofbeldis auk ann- arra annmarka, sem á þeim kunni að vera. Þá vilja samtökin að einnig verði ábend- ingar um aldurstakmarkanir skráðar á umslögin líkt og gert er þegar kvikmyndir eiga í hlut. Þetta hefur auðvitað heldur betur farið fyrir brjóstið á tónlistarmönnum vestra og berjast þeir nú hatrammri baráttu gegn þessu. Hljómsveitin Judas Priest gaf auk þess út lag á síðustu breiðskífu sinni, sem hét Parental guidance, þar sem þeir sögðu álit sitt á forræði foreldra í þessum mál- um. Til þess að svara ásökunum um að 136 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.