Heimsmynd - 01.10.1987, Síða 138

Heimsmynd - 01.10.1987, Síða 138
ur. Kannski hafa íslendingar breytt kyn- hegðun sinni. Önnur skýring er sú að það er hugsan- legt að munur sé á kynþáttum varðandi næmni fyrir þessum sjúkdómi. Það er at- hyglisvert að svipað er uppi á teningnum varðandi útbreiðslu eyðni í Svfþjóð og hér; þar hefur fjöldi sýktra ekki aukist jafn hratt og annars staðar. Menn velta fyrir sér hvort að í norrænu fólki séu erfða- fræðilegir þættir sem valda því að það er ónæmara fyrir þessum sjúkdómum en margir aðrir. Loks er líklegt að út í bæ sé hópur fólks sem er raunverulega sýkt, en veit ekki af því eða vill ekki vita af því. Það liggur fyrir að jafn margir hafa komið í mótefnamæl- ingu til okkar það sem af er árinu og allan tímann frá því við hófum þær fyrir tveimur árum. Samt er ljóst að rétta fólkið lætur ekki mæla sig. Af þeim sem hafa fundist síðasta eitt og hálft ár hafa fæstir komið til mælinga að eigin frumkvæði. Meginhlut- ann höfum við fundið við skimun, það er með því að athuga sjúklinga á meðferðar- stofnunum og svo framvegis, eða þá með því að leita uppi rekkjunauta smitaðra einstaklinga. Umræðan um eyðnihús og fleira hefur líka hleypt illu blóði í marga og eins og staðan hefur verið hafa menn ekki séð sér neinn hag í því að koma til mótefnamælingar. “ Sigurður sagði að allir þessir þrír þættir gætu haft sitt að segja. Þótt færri einstakl- ingar hafi mælst jákvæðir í mótefnapróf- um uppá síðkastið er hæpið að túlka það svo að íslendingar hafi breytt kynhegðun sinni. Einstaklingar í áhættuhópum sjá sér lítinn hag í mótefnamælingu; margir treysta heilbrigðisyfirvöldum illa og finnst að þeir eigi frelsisskerðingu yfir höfði sér aðrir hræðast almenningsálitið auk þess sem vitneskja um smitun hefur mjög al- varleg áhrif á sálarlíf og líðan þeirra sýktu. „Það leikur enginn vafi á því að innilokun fólks úr áhættuhópum hefur dregið úr því að það hafi komið inn til mótefnamæling- ar,“ sagði Sigurður ennfremur. „Þessi ráðstöfun er mjög umdeilanleg, bæði vegna þessa og líka þar sem hún getur miðlað fölsku öryggi út til almennings sem heldur að hinir smitnæmu séu ekki lengur í þeirra hópi.“ „Með því að svipta smitaða sjúklinga sjálfræði í krafti farsóttarlaga“, sagði Þor- valdur Kristinsson um þetta mál, „er í rauninni búið að kippa grundvellinum undan því forvarnarstarfi sem felst í mót- efnamælingum. Þeir hommar sem ég þekki ætla sér ekki framar í mælingar hér á landi, þar sem refsivöndur laganna og duttlungaákvarðanir lækna ráða því hverjir hinna smituðu fái að ganga lausir í næstu framtíð. Erlendir sérfræðingar hafa eindregið fordæmt þessa ákvörðun ís- lendinga. Hér hafa skammtímalausnir verið valdar, en framsýn heilbrigðispóli- tík látin lönd og leið.“ Þegar upp er staðið er óvíst og jafnvel ólíklegt að Islendingar séu raunverulega á varðbergi gagnvart eyðni. Áhrif fræðsl- unnar hafa enn ekki verið mæld en allt eins víst að einhverjir angar umræðunnar hafi einangrað einstaklinga í áhættuhóp- um enn frekar. Sextán ára stúlka sagði í samtali við HEIMSMYND að sínir jafn- aldrar grínuðust aðallega með eyðni. „Innst inni hugsa þau kannski eitthvað al- varlegt en á yfirborðinu kemur það bara út í „AIDS, það er nú eitthvað flipp“.“ Tveir jafnaldrar hennar voru að vísu á því að fólk passaði sig frekar, en hvorugur hafði þó smokkapakka upp á vasann. Aðspurðir um viðhorf sín til eyðnisjúkl- inga viðurkenndu þeir að það hefði ekki góð áhrif á þá að vera í sama herbergi og smitaður einstaklingur. „Ég hugsa að ég yrði svolítið smeykur. Þó maður viti að það sé hættulaust, þá efast ég um að ég umgengist hann eins og hvern annan.“ Stúlkan gat reyndar talað af reynslu í þessu efni þar sem hún hafði frétt að vin- kona sín væri með eyðni. „Ég trúði þessi ekki fyrst. Maður sér ekkert á henni, en eftir að ég vissi þetta fannst mér óþægilegt að standa við hliðina á henni. Ég vissi að það var samt ekki hættulegt. Eftir þessa reynslu fór ég að hugsa alvarlega um þetta, lesa bæklinga og annað slíkt.“ Þessi unga stúlka er hins vegar undan- tekning. Fyrir flestum er eyðni eitthvað fjarlægt og það er kannski þess vegna sem að gjá er á milli þess að þekkja sjúkdóm- inn og að breyta samkvæmt því. Þótt Vil- borg Ingólfsdóttir, hjá Landlæknisem- bættinu, segði að þau væru ánægð með ár- angurinn tók hún fram að mikill hluti almennings hugsi sem svo: Þetta kemur ekki fyrir mig. Hún hafði engu að síður fulla trú á að fólk væri meðvitað. „Það tekur alltaf tíma að breyta viðhorfum og okkar átaki er fjarri því að vera lokið. Við erum alltaf í sókn og okkar sterkasta vopn er fræððsla.“ Þorvaldur Kristinsson kvaðst ekki bjartsýnn á framtíðina. „Gerræðislegar ákvarðanirog ábyrgðarleysi heilbrigðisyf- irvalda, sem neita að taka mið af forvarn- arstarfi erlendis, munu að mínu viti valda því að eyðni hljóti ógnvekjandi útbreiðslu hér á landi á næstu fimm árum“. Kristinn Einarsson félagsfræðikennari í menntaskólanum sagðist hins vegar þeirr- ar skoðunar að til þess að eyðniumræðan hefði raunveruleg áhrif þyrfti hún að verða að almennari lífsvenjuumræðu. „Ég held að kynlífsáróðurinn sem slíkur, til dæmis fyrir smokknum, sé ekki nægur einn sér. Það þarf almennan áróður fyrir heilbrigðara lífi.“ Eins og fram hefur komið dró Sölvína Konráðs hins vegar í efa að fræðsla þjón- aði nokkurn tímann tilgangi sínum. „Margar stéttir verða að sameinast og koma sér niður á ákveðna markvissa áætl- un í forvarnaraðgerðum. Slík áætlun verður að byggjast á greinargóðri þekk- ingu, ekki bara á viðhorfum og þekkingu almennings á eyðni, heldur rannsóknum á áhrifum fræðslu sem og könnunum á kyn- hegðun. Þá er kannski von til að hægt sé að koma einhverri smábreytingu til leið- ar, en sú breyting verður aldrei stór.“ Að undanförnu hefur mikið verið rætt um að gera kynlífskannanir hér á landi og er meðal annars íhugað að láta þær tengj- ast miklu átaki sem fyrirhugað er í kyn- fræðslu í skólum. Hjá landlæknisembætt- inu er fyrirhuguð hert barátta gegn eyðni í svipuðum dúr og herferð síðasta vetrar. Þó verður höfðað beinna en áður til áhættuhópa, eins og homma og eiturlyfja- sjúklinga, með útgáfu sérstakra vegg- spjalda. Rætt hefur verið um að auka að- hlynningu smitaðra sjúklinga, til dæmis með því að koma á fót svokölluðum sjálf- styrktarhópum auk þess sem í haust verð- ur hafin lyfjagjöf fyrir eyðnisjúklinga sem enn hafa ekki fengið einkenni. Um er að ræða lyf sem nefnist azidothymidin (AZT) en það hefur hægt á einkennum eyðni- sjúklinga og bætt líðan þeirra, að minnsta kosti tímabundið. Nú á að reyna þetta lyf á sjúklingum án einkenna en ókostur AZT er að því fylgja aukaverkanir. Sig- urður Guðmundsson sagði að læknar gerðu sér vonir um að í kjölfar þessa kæmu þeir sem teldu sig í hættu frekar til mótefnamælinga og í framhaldi af því yrði hægt að komast nær því að kanna raun- verulega útbreiðslu sjúkdómsins. AUGLÝSING FRÁ HEIMSMYND ÁSKRIFTARSÍMI 62 20 20 138 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.