Heimsmynd - 01.11.1987, Síða 41
BRAGI P JÖSEFSSON
Helga Guörún Johnson fréttamaður ásamt tæknimönnum. Fastalaun starfsfólks stöðvarinnar ku vera ó blllnu 100 tll 180 þús-
und, með nokkrum undanteknlngum.
ar á sameiginlegum fundum forsvars-
manna félaganna.
Ragnar Guðmundsson er fram-
kvæmdastjóri íslenska myndversins, sem
sér um svo til alla framleiðslu innlends
efnis fyrir Stöð 2 og greiðir tæknimönn-
um og þýðendum hjá Stöð 2 laun. Ragn-
ar og Valdimar Steinþórsson og konur
þeirra eiga 49 prósent í myndverinu á
móti 51 prósenti íslenska sjónvarpsfé-
lagsins. Myndverið er að stofni til fyrir-
tækið Texti h.f. Skráð hlutafé myndvers-
ins er 7 milljónir króna en Jón Óttar seg-
ir að eignir þess í ýmiskonar tækjabúnaði
hafi numið 20 milljónum króna á stofn-
depi 18. september 1986.
Islenska sjónvarpsfélagið er hins veg-
ar, „fjölskyldufélag að japönskum
hætti,“ segir Jón Óttar sem jafnframt er
stjórnarformaður. Tvær fjölskyldur eru
fyrst og fremst skráðar fyrir hlutafé í fyr-
irtækinu Kaplasjónvarpi h.f., Islenska
sjónvarpsfélaginu við stofnun þess 9.
janúar 1985.
Skráð hlutafé hjá Hlutafélagaskrá er 2
milljónir en Jón Óttar segir engu að síð-
ur að það sé 5 milljónir króna. Skráðir
hluthafar í byrjun voru auk Jóns Óttars,
Elfa Gísladóttir, Hans Kristján Árnason,
Anna Sigríður Pálsdóttir, Eyjólfur K.
Sigurjónsson og Unnur Friðþjófsdóttir.
Eyjólfur K. Sigurjónsson endurskoð-
andi hefur selt sinn hlut í fyrirtækinu en
Björg Ellingsen, móðir Jóns Óttars, og
Ólafur H. Jónsson, mágur Hans Krist-
jáns, hafa hins vegar bæst við sem hlut-
hafar.
Hlutafé Stöðvar 2 hefur ekki verið
aukið að sögn Ólafs H. Jónssonar, en
hann segir að athuga megi það mál eftir
næsta ár. „Mér þykir ekki ólíklegt að
áskrifendum Stöðvar 2 verði gefinn kost-
ur á því í framtíðinni að gerast hluthafar,
þetta er jú einu sinni fyrirtæki sem á að
þjóna þeim,“ segir Ólafur. Um kaup fyr-
irtækja á hlutabréfum í Stöð 2 segir Ólaf-
ur að þau komi ekki til greina.
„Pví færri hluthafar, því færri vanda-
mál er við að glíma,“ segir hann, „og
þessum stóru aðilum fylgja bara funda-
höld og kaffidrykkja.“
Meðal þeira fyrirtækja sem hafa sýnt
áhuga á að kaupa Stöð 2 eru, samkvæmt
heimildum HEIMSMYNDAR, Eim-
skipafélagið, Samband íslenskra sam-
vinnufélaga og íslenska útvarpsfélagið.
Það er engin spurning að stærsti út-
gjaldaliður Stöðvar 2 er dagskrárgerðin.
„Við höfum lagt út í metnaðarfulla
HEIMSMYND 41