Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 11

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 11
 .rv, ;• • ■ II RUV Sverrir Hermannsson: „Trúi ekki öðru en að vötnin taki að kyrrast og menn sjái þá að botninn er úr öllu þessu írafári." a (z < egar Sverrir Hermannsson var ráðinn bankastjóri í Lands- banka Islands þann 14. janúar síðastliðinn, var til lykta leitt mál sem ýmsir hafa nefnt eitt mesta hneykslismálið á nýbyrjuðu ári. Mál sem í grundvallaratriðum snýst um það hver skuli fara með stjórnun peningastofnana í landinu; æðsta yfirstjórn á borð við lög- lega kjörin bankaráð, eða sú ríkisstjórn sem situr hverju sinni. Eða með öðrum orðum, hvort peningastjórnun í landinu skuli vera á hendi stjórnmálaflokka, í formi einhvers konar skömmtunarkerfis, eða í höndum þeirra sem til þekkja og til þess eru kjörnir að fara með slíkt vald. Um hlutverk bankaráða er skýrt á kveðið í lögum. Pau skulu hafa endan- legt vald og taka æðstu ákvarðanir um málefni bankans, þar á meðal ráðningu bankastjórnar. Raunar ber að hafa í huga að bankaráðsmenn ríkisbankanna eru kosnir hlutbundinni kosningu á Al- þingi, tilnefndir af stjórnmálaflokkun- um, en þess eru nánast engin dæmi að valdsvið bankaráða hafi verið vefengt fyrir opnum tjöldum, að minnsta kosti ekki jafn opinskátt og gerðist með af- skiptum Sjálfstæðisflokksins af ráðningu bankastjóra við Landsbankann, ef undan er skilin ráðning framkvæmdastjóra og stjórnarformanns Framkvæmdastofnun- ar árið 1974, en þá var Ingólfur Jónsson frá Hellu kjörinn stjórnarformaður, og sá sem hlaut framkvæmdastjórastöðuna var . . . Sverrir Hermannsson. Af rimmunni um landsbankastjóra- stólinn, sem ekki hvað síst var háð í bækistöðvum forystu Sjálfstæðisflokks- ins, hafa menn dregið ýmsar ályktanir um stöðu Þorsteins Pálssonar sem flokksformanns; telja ráðningu Sverris Hermannssonar eitt gleggsta dæmið um dáðleysi formannsins, sem hafi með þessari tilhögun losnað við Sverri af herðum sér í flokknum. Ósveigjanleiki flokksforystunnar í þessu máli kostaði mannfórn í bankaráði Landsbankans, því Árni Vilhjálmsson, bankaráðsmaður sjálfstæðismanna, sem lengi hafði staðið gegn afskiptum flokksforystunnar af bankastjóraráðningunni, sá sig loks knúinn til að segja sig úr bankaráði, svo forystan fengi vilja sínum framgengt. Ljóst er að staða bankastjóra Lands- banka íslands er valdamikið embætti, og þræðirnir liggja víða. Ekki einungis um innstu kima íslensks fjármálalífs, heldur ekki síður út fyrir landið, inn í erlendar bankastofnanir þar sem ýmsir þættir milliríkjaviðskipta koma við sögu. Fyrir íslenskt viðskipta- og efnahagslíf skiptir því miklu hvaða fulltrúar veljast í fram- varðasveit bankakerfisins. Valið stóð að þessu sinni á milli Sverris Hermannssonar og Tryggva Pálssonar. Sverr- ir; viðskiptafræðimenntaður frá Háskóla íslands, formaður og fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra verslunarmanna 1957-72, framkvæmda- stjóri Byggðastofnunar 1975-83, fast- eignasali, þingmaður og ráðherra Sjálf- stæðisflokksins um árabil. HEIMSMYND 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.