Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 110
um um áðan myndi valda mér áhyggjum
og jafnvel vanlíðan. Ég yrði á taugum á
góðum bíl. Pess vegna á ég Skóda sem
ég get beyglað og bundið upp stuðarann
á, og fæ mikið út úr því. En mömmu og
pabba er ég alltaf að leika - sitt á hvað!“
Talandi um veraldleg gæði reik-
ar hugurinn út á vettvang
stjórnmálanna. Er Árni Pétur
ekkert argur út í pólitíkusana
- kýs hann bróður sinn, Pétur formann,
Flokk mannsins?
„Auðvitað kýs ég bróður minn opin-
berlega. Þeir sem ekki gera það í fjöl-
skyldunni fá ekki jólagjafir, og ekki
fermingargjafir!" Nú hlær Árni vel og
lengi, í hálfkæringi. Hann segir það ekki
vænlegt fyrir mann með sitt hugarfar að
velta pólitíkinni mikið fyrir sér. „Þá er
strax hætta á að málið endi með morði!“
Hann segist ekki vera mikill bógur á
pólitíska sviðinu. „Ég er svolítið eins og
veikara kynið er stundum gagnrýnt fyrir:
tilfinninganæmur og á erfitt með að
halda mér á málefnalegu plani. Þetta var
mjög áberandi í Danmörku, þar sem
Danir ræða málin yfirleitt mjög málefna-
lega. Við íslendingarnir enduðum alltaf
með því að öskra. En auðvitað réðum
við öllu með því! Með frekjunni!
Hann segist hins vegar treysta mörgu
því fólki sem starfar í stjórnmálum og
„kann á þá hluti,“ eins og hann orðar
það.
„En að ég kastaði mér út í þau mál:
ekki smuga! Þar að auki er gamli stjórn-
leysinginn alltaf í manni, sem segir: „Og
hvað með það? Hvaða munur er nú á
þessu öllu saman?“ Að hafa nóga pen-
inga hefur líka áhrif á þetta. Eins og ég
sagði, þá höfum við Þóra aldrei átt eins
mikla peninga og nú. Þó maður vilji líta
á sig sem listamann, þá fæst maður líka
oft við aðra hluti.“
Listamaður! Þetta dæmalausa orð í
fyrsta skipti í spjallinu!
„Já, það er ekkert skrýtið. Við leikar-
ar höfum nefnilega tilhneigingu til að líta
ekki á okkur sem listamenn, heldur
mellur. Eða goð! í sandkassanum er
hægt að gera marga hluti, þar byggir
maður drauma og eyðileggur þá. Það er
líka skapandi. En það er munur á leik
barnsins í sandkassanum og þess full-
orðna sem leikur sér meðvitað. í
Kontrabassanum fæ ég að vera ástfang-
inn af kontrabassaleikaranum. Ég ætlast
til að geta skilað hlutverkinu þannig að
áhorfandinn verði líka ástfanginn af hon-
um. Ég verð að taka afstöðu til þess
hvernig ég skila honum til áhorfandans.
Aðeins það skiptir máli, og ég verð að fá
að vita hvernig ég á að fara að því. Þú
hefur kannski orðið var við það, að í
þessu viðtali forðast ég að taka afstöðu.'
Undir niðri er ég sáttasemjari í mér, frið-
arsinni, diplómat. Það er mikill munur á
mér og hlutverkinu í Kontrabassanum,
en skyldleiki um leið.“
Engin afstaða, segir maðurinn. Á þá
að reyna eina hótun í lokin: hvernig
brygðist þú við ef ég tæki mig til og lýsti
þér sem mannleysu á bak við listamanns-
grímuna?
„Ég myndi troða eitursnák inn um
skrárgatið hjá þér. Eða hefna mín á for-
eldrum þínum. Verði ég reiður er allt
svo yfirgengilegt . . . og þó! Ef ég væri
að vinna í einhverju öðru en Kontrabass-
anum, með öllum þeim pælingum sem
því fylgja, myndi ég kannski hafa aðra
afstöðu. Og hlæja svo að þér úr fjar-
lægð.“ □
í ÞESSARI GLÆSILEGU ÍSBÚÐ GETURÐU FENGIÐ
KAFFI, KAKÓ, KÖKUR, SAMLOKUR, PIZZUR,
PÆ MEÐ ÍS, BANANABÁTA, ÍS-MELBA
OG ALLA OKKAR SÍVINSÆLU ÍSRÉTTI.
Lítið inn í ísbúðina að
Laugalækó, og fáið ykkur
kaffi og hressingu
Opið
frá kl. 9-23.30
)
Allir þekkja ísinn frá Rjómaísgerðinni
M -VI >J 11
110 HEIMSMYND
LAUGALÆK 6 - SÍMI 34555