Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 60
það er erfiðara en maður heldur í fyrstu,
því oftar en ekki byggjast samræður upp
á samtali þriggja eða fleiri manneskja.
Eg gat ekki lengur skrifað en
gerði það nú samt í laumi og
smyglaði handritinu að bók
minni um Biko út úr landinu
þegar ég flúði. Hún var eitt af því fáa
sem ég tók með mér þaðan. Fyrir mig
sem blaðamann var þetta ótækt ástand.
Ég lít þannig á að blaðamaður þurfi að
skrifa og fá verk sín birt, annars sé hann
ekki blaðamaður lengur, og ef hann
lendir í þeirri aðstöðu, sem ég var forð-
um í, þá er hans hlutverk að komast á
brott og koma af stað umræðu og gagn-
rýni. Gera skarkala í sendiráðum og þess
háttar. Heilögu mennirnir verða að vera
eftir í landinu, menn eins og Desmond
Tutu og fleiri. Peir eru sameiningartákn
fólksins og verða því að vera um kyrrt.
Hefði ég ekki farið, þá hefði ég litið á
það sem uppgjöf fyrir mig sem blaða-
mann.“
En heldur Woods að Steve Biko hefði
getað breytt ástandinu í Suður-Afríku ef
ríkisstjórnin hefði hlustað á hann?
„Já, það held ég svo sannarlega. Ekki
aðeins Biko. Ef þeir aðeins hlustuðu á
þessa menn í stað þess að banna þá og
hneppa í varðhald, þá væri ástandið mun
vænlegra í Suður-Afríku. Nöfn þessara
manna eru næstum óteljandi - Nelson
Mandela, Mbeki, Desmond Tutu. Hvað
varðar Tutu biskup, þá er þessu eilítið
öðruvísi farið með hann; þeir láta nægja
að myrða hann í fjölmiðlunum, ríkisrek-
ið útvarp og sjónvarp ræðst á nafn hans á
hverjum degi.“
Áður en Biko var drepinn, hittir þú
James Thomas Kruger lögreglumálaráð-
herra og reyndir að leiða honum fyrir
sjónir að það bæri að leysa Biko úr
banninu. Pú sagðir honum að þarna væri
kominn maður sem hægt væri að tala
við. Tekur þetta fólk alls ekki mark á
skynsamlegum rökum?
„Sjáðu til. Kruger var afskaplega veik-
geðja maður sem var annt um sjálfan sig.
Vildi til dæmis sýnast heillandi. Á fundi
okkar sagðist hann ætla að líta á mál Bi-
kos og orðrétt sagði hann við mig: „Við
erum ekki þau skrímsli sem fólk vill
stundum vera láta.“ En hann hagaði sér
alveg þveröfugt við þessi orð. Hann
gerði það sem flest veiklundað fólk hefði
gert í hans sporum; reyndi að sýnast
harðari en hann raunverulega var.
Til þess að sanna fyrir öryggislög-
reglunni að hann hefði vald til að fram-
kvæma, þá aflétti hann ekki banninu á
Biko og gerði ekki neitt til þess að draga
úr ruddahættinum sem viðgekkst innan
lögreglunnar í garð blökkumanna. Ég lét
prenta ummæli hans í blaði mínu, en
samt breytti hann ekki neinu. Það hefði
hann gert ef hann hefði verið sterkur
Þegar Woods var í banninu, var
börnum hans sendur pakki. í hon-
um voru bolir með mynd af Steve
Biko, en á þeim var einnig mjög
sterk sýra sem skaðbrenndi
yngstu dóttur hans, Mary. Hún
var þá aðeins fimm ára gömul.
Donald komst að því hver hafði
sent bolina, en það var suður-afr-
íska öryggislögreglan. Hann seg-
ist vel geta skilið andúð lög-
reglunnar á stjórnmálaskoðun-
um sínum, „en að fremja svona
ódæðisverk á fimm ára gömlu
barni er alveg djöfullegt óþokka-
bragð.“
persónuleiki. Þess vegna lét hann halda
Biko þegar þeir handtóku hann, í stað
þess að aflétta banninu á honum.“
En hvernig stendur á því að hvíti
minnihlutinn í Suður-Afríku er svo
blindur á það sem okkur Vesturlandabú-
um virðist rakið óréttlæti?
„Einfaldlega vegna þess að fólk er
heilaþvegið frá barnæsku. Maður verður
að hafa í huga, að bæði útvarpi og sjón-
varpi er stjórnað af ríkisstjórn hvíta
minnihlutans. Ég minni alltaf á atriði úr
mannkynssögunni í þessu sambandi. Við
vitum að Hitler réðst á Pólverja og hóf
þar með heimsstyrjöldina síðari. En
Þjóðverjar héldu þennan morgun að Pól-
verjar væru að ráðast á Þýskaland, vegna
þess að dr. Göbbels stjórnaði allri fjöl-
miðlun. Svona hlutir gerast aðeins í
löndum þar sem áróðurinn er allsráð-
andi. Maður getur aðeins skilið þetta ef
60 HEIMSMYND