Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 71
Síðan söðlar hann um - flytur til ís-
lands 1985 og hefur nám í Leiklistarskóla
ríkisins. Nú er hann mættur til leiks; lék
í Nonna og Manna, kvikmyndinni sem
Agúst Guðmundsson leikstýrði og var
tekin upp í sumar sem leið.
Árni Pétur, eitt sinn hippi og af mörg-
um talinn einn af fáum raunverulegum
íslenskum bóhemum nútímans, býr nú í
blokkaríbúð í Hafnarfirðinum. Með
Þóru konunni sinni, sem er deildarhjúkr-
unarfræðingur, og átta ára gamalli dótt-
ur er hann nú sestur að í Firðinum, inn-
an um léttar IKEA-mublur.
Verkefni Árna Péturs þessa dagana
eru margslungin. Hann þeytist um í KK-
sýningunni á Hótel íslandi, æfir Endatafl
Becketts með Kára Halldór sem leik-
stjóra, er nýkominn af grímunámskeiði,
og síðast en ekki síst leikur hann í
. . . var altekinn af töfrum
svokallaðs hreyfileikhúss. Að
nota líkamann fyrst og fremst
til að tjá með leikrænum
tilþrifum hvað sem fyrir
valinu varð.
Kontrabassanum eftir Súskind, höfund-
inn sem skrifaði Ilminn, sem kom út og
seldist vel um síðustu jól. Leikstjóri er
Guðjón Pedersen, en leikmynd er í
höndum Guðnýjar Bjarkar Richards.
Leikarinn er aðeins einn: Árni Pétur.
Hann er rétt kominn af námskeiði, er
að fara á Hótel ísland að dansa í KK-
sýningunni, en þarf síðan að stúdera
texta fyrir rennsli á Kontrabassanum
klukkan tvö á morgun. „Aðstæðurnar
eru ekki sem bestar á íslandi. Hér gerist
allt á sama tíma einhvern veginn. í París
myndu menn taka sér pásu í hálft ár og
pæla í svona stöðu,“ segir hann.
Gúrúið Grotowski lifir reyndar enn og
dafnar í brjósti hans. En með í leikinn
eru orðin farin að þramma.
HEIMSMYND 71