Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 13
Þorsteinn Pálsson: „Það var allt-
af mín skoðun að þetta mál ætti
ekki að afgreiðast fyrr en síðari
hluta vetrar.“
Eyjólfur Konráð Jónsson: „Það
hefur alltaf verið mitt
grundvallarsjónarmið að
peningastjórn ríkisstofnana
skuli ekki lúta pólitískri
forsjá ... Þau vinnubrögð sem
þarna voru viðhöfð eru ekki
einungis ógeðfelld, heldur í
hróplegri andstöðu við
stefnumið flokksins.“
stóla innan ríkisbankanna, en engin nöfn
hafði þá borið á góma. Tryggvi talaði því
við Þorstein Pálsson og tjáði honum
áhuga sinn á stöðunni.
„Mér skildist á Þorsteini að þessi
stöðuveiting væri háð hans persónulegu
ákvörðun í samráði við sjálfstæðismenn í
bankaráði, en hann taldi ekki tímabært
að ræða málið að svo stöddu, því þetta
væri eitt af vorverkunum, eins og hann
orðaði það.“ Með þessi orð í farteskinu
fór Tryggvi í sumarleyfi, og einnig næsta
viss um stuðning Péturs Sigurðssonar,
bankaráðsformanns úr röðum sjálfstæð-
ismanna, sem hafði látið orð falla í þá
veru.
að kom Tryggva því nokkuð á
óvart er hann frétti, sama dag
og hann kom aftur til lands-
ins, að málið hefði verið tekið
upp á bankaráðsfundi tveimur dögum
áður. Pétur Sigurðsson hefði þar mælt
fyrir því að Sverrir Hermannsson skyldi
ráðinn landsbankastjóri og borið þá til-
Tiyggvi Pálsson: „Ungt fólk
hlýtur að spyrja sem svo:
Getum við með fullri
sjálfsvirðingu unnið okkur
upp í starfi, eða þurfum við
að sýna pólitískan
undirlægjuhátt?“
lögu fram sem tillögu ríkisstjórnarinnar
og þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Síðar
kom á daginn að tillagan var á þessu stigi
hvorki tillaga ríkisstjórnar né þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
Ekki er gott að ráða í það, hvað raun-
verulega gerðist á fundinum, en HEIMS-
MYND hefur það fyrir satt, að þessi til-
laga hafi hlotið stuðning Kristins Finn-
bogasonar, bankaráðsfulltrúa Fram-
sóknarflokksins, en ekki annarra banka-
ráðsmanna, sem sögðust telja það
smekklegra að bíða eftir uppsögn Jónas-
ar áður en farið yrði að ráða eftirmann
hans. Hins vegar var bókuð tillaga Árna
Vilhjálmssonar, þar sem hann lagði til að
staða bankastjóra yrði auglýst laus til
umsóknar. Tillaga Árna mun hafa komið
bankaráðsmönnum mjög í opna skjöldu,
og svo fór að hún var kolfelld. Árni tjáði
blaðamanni HEIMSMYNDAR síðar, að
með þessu hefði hann viljað að bankaráð
hefði „úr góðum hópi vaskra manna að
velja.“
En á þessum fundi hafði Pétur Sig-
HEIMSMYND 13