Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 12

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 12
Tryggvi; viðskiptafræðimenntaður frá Háskóla íslands, og síðar magister í þjóðhagfræði frá London School of Economics and Political Science 1975. Fór þaðan til framhaldsnáms í Queen Mary College, London University, árið eftir. Hann réðst til Landsbankans árið 1976 að ósk Jónasar Haralz bankastjóra og gerðist forstöðumaður nýrrar hag- fræði- og áætlanadeildar bankans. Síðan varð hann framkvæmdastjóri fjármála- sviðs og gegnir því starfi enn. Hann hef- ur auk þess gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um í íslenskum fjármálaheimi, er for- maður afkomunefndar Sambands ís- lenskra viðskiptabanka, situr í stjórn Verðbréfaþings íslands og fjárfestingar- félagsins Draupnis. Hann er sonur Páls Asgeirs Tryggvasonar sendiherra (Ófeigs- sonar útgerðarmanns) og Bjargar Ás- geirsdóttur (Ásgeirssonar fyrrum forseta Islands). Tryggvi var talinn hafa margt til brunns að bera sem gerði hann einkar hæfan til starfans, því auk menntunar og starfs- reynslu hafði hann annan góðan kost, að margra mati; hann var sjálfstæðismaður, og Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig eiga til- kall til stöðunnar, eins og frægt er orðið. „Maður hefur mikið lært um pólitísk vinnubrögð af þessu máli, en ég ber ekki persónulegan kala til neins,“ segir Tryggvi Pálsson. „Ég lifi enn í þeirri von að ekki séu óravíddir milli hugsjóna og framkvæmda í Sjálfstæðisflokknum, en held það sé tímabært fyrir flokkinn að hugleiða hvaða skilaboð hann færir ungu kynslóðinni með því að standa svona að málum. Ungt fólk hlýtur að spyrja sem svo: Getum við með fullri sjálfsvirðingu unnið okkur upp í starfi, eða þurfum við að sýna pólitískan undirlægjuhátt?“ Sverrir Hermannsson segir hins vegar að „bægslagangurinn í kringum þetta mál“ hafi komið sér verulega á óvart „ekki síst þar sem ég vissi að allir mínir fyrirrennarar í bankastjórastöðum þjóð- bankanna hafa verið skipaðir með sama hætti og ég, þar á meðal Jónas Haralz." Til upprifjunar fyrir lesendur má geta þess að Jónas Haralz er virtur hagfræð- ingur og fræðimaður í sínu fagi, og svo var einnig þegar hann var ráðinn lands- bankastjóri. Hins vegar hefur verið haft á orði að ráðning hans hafi á sínum tíma verið pólitísk málamiðlun. „Það er kannski ekkert undarlegt þó að almennt starfsfólk styðji sína starfsfé- laga á þeirra framabraut, en það er al- rangt að bankastjórar eigi sjálfir að velja sér eftirmenn, einhverja undirsáta sína. Og það hef ég svo sannarlega ekki í hyggju að gera þegar ég hætti, enda al- farið á móti því að stöður eigi að ganga í erfðir. Hins vegar hefði ég sennilega hugsað mig um tvisvar áður en ég sóttist eftir þessari stöðu, hefði ég séð fyrir all- Árni Vilhjálmsson: „Mér bar engin skylda, hvorki siöferðileg né lagaleg, til að láta undan pólitískum hagsmunum, enda ekki aðili að neinu leynisam- komuiagi ... En ég beygði mig undir vilja flokksforystunnar." Pétur Sigurðsson, „gamaigróinn vinur“ Sverris Hermannssonar, brá sér með honum í laxveiði um miðjan ágúst, ásamt Matthíasi Johannessen og Barða Friðrikssyni. an þennan undirgang. En ég trúi ekki öðru en að vötnin taki að kyrrast, og menn sjái þá að botninn er úr öllu þessu írafári." Frægari urðu önnur ummæli Sverris Hermannssonar, fyrst eftir að úrslit réð- ust, en það var þegar hann sagði í blaða- viðtali að engan veginn væri sjálfgefið að sendisveinar yrðu bankastjórar. Skiptar skoðanir hafa verið um það, hvernig bæri að skilja þessi ummæli, og menn hafa velt því fyrir sér hvort verið væri að sneiða að Tryggva Pálssyni, sem þó hef- ur aldrei, svo vitað sé, unnið sendils- starf, ef frá eru taldar sendiferðir hans fyrir afa sinn Tryggva Ófeigsson, þegar hann fékk að stússa með honum á út- gerðarskrifstofu Júpíters og Marz á sín- um tíma. Hins vegar er vitað að Vil- hjálmur Þór, einn þekktasti bankastjóri Landsbankans, var eitt sinn sendisveinn hjá KEA, og þess eru dæmi að menn hafi án verulegrar skólagöngu unnið sig upp í bankastjórastöður innan Lands- bankans. Má í því sambandi nefna Svan- björn Frímannsson og Jón Maríasson, sem báðir voru virtir í sínu starfi. Því hafa menn átt örðugt með að ráða í orð- sendingu Sverris Hermannssonar í um- ræddu blaðaviðtali. En svo vikið sé að aðdraganda og framvindu málsins, þá hafði Tryggvi upphaflega stuðning bankastjóra, starfs- fólks, og um tíma bankaráðs, í stöðu landsbankastjóra, eða þar til pólitískir hagsmunir náðu yfirhöndinni. Hann rek- ur upphaf þessarar atburðarásar til síð- asta sumars, en þá hafði Jónas Haralz landsbankastjóri tjáð honum nokkru áð- ur að staða sín myndi að líkindum losna innan tíðar, því hann hefði hug á að fara til starfa fyrir Alþjóðabankann í Banda- ríkjunum. Um þær mundir stóðu vonir til að samstaða myndi nást innan banka- ráðs Landsbankans, áður en stjórnmála- flokkarnir kæmust í málið, og mönnum bar saman um að Tryggvi hefði sterka stöðu. Vitað var að stjórnarflokkarnir höfðu gert með sér samkomulag um ákveðna pólitíska skiptingu bankastjóra- 12 HEIMSMYND RUV_____________ RUV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.