Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 56

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 56
KVIKMYNDIR Donald Woods, landflótta s-afrískur rítstjórí, í einkaviðtali við HEIMSMYND um líf og örlög blökkumannaleiðtogans Steve Bikos, vináttu þeirra og frelsisbaráttu blökkumanna í stuttu viðtali HEIMSMYNDAR við einn fremsta kvikmyndaleikstjóra Breta, Sir Richard Attenborough, í Lundúnum fyrir skömmu, kemst hann þannig að orði: „Ég las bækurnar eftir Donald Woods og sannfærðist um að hægt væri að búa til úr þeim kvikmynd sem yrði árás á aðskilnaðar- stefnuna í Suður-Afríku, en einnig mjög vinsæl um allan heim. Síðan fór ég til Suður-Afríku og heimsótti þar ekkju blökkumannaleiðtogans Steve Bikos, frú Ntsiki Biko. Hún tók mér opnum örmum og sagði við mig: „Þú hefur svo sannarlega leyfi til að gera myndina mín vegna, því Donald Woods var einn af bestu vinum mannsins míns.“ Bækurnar sem Attenborough gerir hér að umtalsefni eru Asking for Trouble og Biko eftir Donald Woods. Kvik- myndin er nýjasta stórmynd hans Cry Freedom sem frumsýnd verður á Islandi í mars. Cry Freedom er byggð á bókum Donalds og skýrir frá einstæðum æviferli hans. í myndinni er greint frá því hvern- ig vinátta Donalds og blökkumannaleið- togans Steve Bikos þróaðist. Hún varpar ljósi á hugarfar hvítra og svartra í Suður- Afríku, baráttu blökkumanna þar and- spænis lögregluaðgerðum stjórnvalda, sem loks leiða til þess að Biko er myrtur á svívirðilegan hátt af suður-afrísku ör- yggislögreglunni. Donald Woods er hvítur Suð- ur-Afríkubúi sem var einn umtalaðasti blaðamaður og ritstjóri þar í landi, þar til hann flúði þaðan árið 1977. Eftir að Steve Biko var drepinn í fangelsi, beitti Donald kröftum sínum og ritstjóravaldi til að krefjast rannsóknar á láti hans. Hann talaði fyrir daufum eyrum ríkis- stjórnarinnar og vegna þess að blað hans Daily Dispatch fordæmdi aðskilnaðar- stefnuna og þá ógnarstjórn sem heldur henni við lýði, var hann settur í bann af stjórnvöldum. Það þýddi að hann mátti hvorki skrifa né koma fram opinberlega, og var nánast fangi á sínu eigin heimili. Donald flúði til þess að miðla heimin- um upplýsingum um harðstjórnina í Suð- ur-Afríku og þ au voðaverk sem henni hafa fylgt. Blaðamaður HEIMSMYNDAR ræddi við Donald Woods um viðburðaríkt líf hans og stórmyndina Cry Freedom. Við- talið fór fram á Dorchester-hótelinu í Lundúnum, en þar hafði kvikmyndasam- steypan United International Pictures leigt fyrir hann herbergi, því Donald ótt- ast ennþá um öryggi fjölskyldu sinnar, og vill þess vegna ekki taka á móti blaðamönnum á heimili sínu. „Heimilis- fang mitt er leyndarmál," segir hann. „Oftast tala ég við blaðamenn á járn- brautarstöðvum og öðrum álíka stöðum. En þú ert heppinn að kvikmyndafyrir- tækið féllst á að leigja þetta herbergi.“ Donald Woods er fimmtíu og fjögurra ára gamall. Hann talar afbragðs ensku með sterkum suður-afrískum hreim. Segir oft „jaa“ líkt og hinir hollensk-ætt- uðu Afrikaanar gera. Woods á ættir að rekja til Bretlands, en langa-langafi hans, Frederick Woods, kom til Suður- Afríku ásamt fjölmörgum öðrum Bret- um á þriðja áratug nítjándu aldar. Donald var alinn upp í Transkei-hér- aðinu, þar sem faðir hans verslaði við innfædda. í því héraði voru afar fáir hvítir menn, en þeim mun fleiri Bom- vanar, en svo nefnist ættbálkurinn sem á þessum slóðum býr. Þeir tala tungumál sem kallast Xhosa og eru þekktir stríðs- menn líkt og Zulu-mennirnir. í Bom- 56 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.