Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 34
borðið að morgni dags, andspænis konu
sinni sem hafði barn við brjóst sér. Ekki
vissi hann fyrri til en hún tók barnið af
brjóstinu, rétti honum í hendur og sagði:
„Hérna Jón, gættu barnsins. Ég þarf að
skreppa upp í Háskóla að taka BA-
próf.“ Tungumál hafa alltaf legið létt
fyrir henni, en dansinn var hennar þrá.
Hún fór að læra ballett á unga aldri, og
dansaði árum saman í Þjóðleikhúsinu, á
þeim tíma þegar dansflokkurinn var
óspart notaður við ýmiss konar leikupp-
færslur. Þannig varð leikhúsið ríkur þátt-
ur í lífi hennar og æskudraumum, enda
fór svo að hún lagði leiklistina fyrir sig.
Það var þó ekki sársaukalaust.
„Ég var eiginlega á leiðinni til Moskvu
í frekara dansnám, en sú ferð var aldrei
farin. Ég gerði mér grein fyrir því að
dansinn var ekki listgrein til að lifa af, og
auk þess var ég of hávaxin. Ég sneri mér
að leiklistinni, hún var líklegri sem lifi-
brauð, enda var það alltaf mjög ríkt í
mér að ég þyrfti að sjá fyrir mér
sjálf . . . ekki vera upp á einhvern mann
komin.“
Um þetta leyti voru þau Jón
Baldvin Hannibalsson og
Bryndís Schram orðin par.
Örlögin hjálpuðu til, því Jón
varð að fresta ferð sinni til Edinborgar
árið eftir að Aldís fæddist. Hann hugðist
þá leggja stund á lögfræði í Háskóla ís-
lands, en sú skólaganga varði í þrjá
daga, segir Bryndís. Hann starfaði fyrir
samtök herstöðvaandstæðinga af mikilli
eljusemi og var sendur af róttækum stúd-
entum til Póllands um veturinn. Sú ferð
átti að taka tíu daga, en stóð í tíu vikur!
„Ég fór alltaf jafn vongóð á flugvöllinn
að taka á móti Jóni, og alltaf sneri ég
grátbólgin til baka. Aldís, hálf ómálga
barnið, reyndi að hugga mig: „Ekki
gráta Bryndís, Jón kemur.“ En hann
kom ekki. Ég fékk hins vegar ástar-
kveðjur á myndskreyttum póstkortum,
héðan og þaðan úr Evrópu; held hann
hafi verið kominn til Kraká að lokum.
Þetta voru skrítin ár!“
Hinn nýbakaði eiginmaður var þó
ekki búinn að bíta úr nálinni með þetta,
því Bryndís ku hafa stungið sér til París-
ar á dansnámskeið þetta sumar en Jón
sat eftir heima með litla barnið.
Síðan lá leiðin til Edinborgar, þar sem
Jón Baldvin lauk sínu námi. Börnin
fæddust eitt af öðru eftir að heim var
komið: Glúmur 1966, Snæfríður 1968 og
Kolfinna 1970. Hún var nýkomin úr
móðurkviði þegar Bryndís og Jón Bald-
vin tóku allt sitt hafurtask og fluttu vest-
ur á ísafjörð til að koma af stað nýjum
menntaskóla. Það var ekki átakalaus
ákvörðun, að minnsta kosti ekki fyrir
Bryndísi:
„Þetta var sárt, því í átján ár hafði ég
verið viðloðandi leikhúsið. Ég fann að
ég var að detta út úr leikhúslífinu og átti
mjög erfitt með að sætta mig við þá til-
hugsun. Svo erfitt, að ég sótti ekki leik-
sýningar fyrstu árin, veigraði mér hrein-
lega við því.“
En til ísafjarðar fóru þau, þótt
ekki þurfi glöggt skyn til að
álykta að viðbrigðin hafi verið
mikil fyrir borgarbarnið,
Reykjavfkurdömuna, og unga eldhugann
að vestan, að hnýta fyrir pokann sinn og
halda vestur á firði, í faðminn „fjalla
blárra" eins og segir einhvers staðar.
Astæðurnar voru margar.
„Þegar Jón kom úr námi 1964, var
hann talinn mjög vinstrisinnaður, og
fékk því ekki öll þau tækifæri sem hugur-
inn girntist. Hjartað sló alltaf í pólitík-
inni, en hann sneri sér að kennslu.
Kannski hefur það haft sitt að segja að
Hannibal, faðir hans, var þá mjög áber-
andi í stjórnmálum, og sennilega hefur
ekki verið pláss fyrir þá báða. En
Menntaskólinn á ísafirði var mjög
spennandi verkefni, eitthvað til að
skapa. Að vísu hafði skólinn ekki annað
húsnæði en gamla barnaskólann, og Jón
hafði hvorki nemendur né kennara þeg-
ar við komum á staðinn. Það var að
sjálfsögðu svolítið erfitt að fá foreldra til
að senda börn í kennaralausan skóla, og
ekki síður að fá kennara þangað sem
engir voru nemendurnir," rifjar hún
upp.
En Menntaskólinn á ísafirði var þó
settur um haustið. Nemendur höfðu að-
setur á Hjálpræðishernum og mötuneyti
í Húsmæðraskólanum fyrstu árin, og
þegar skólameistarahjónin fóru, eftir tíu
ára dvöl, var búið að byggja heimavist
og framkvæmdir hafnar við skólahúsið.
„Mér leið mjög vel á ísafirði, en þetta
var lærdómsríkur tími. Það jafnaðist al-
veg á við háskólanám að vera skyndilega
komin inn í þetta umhverfi, þar sem allt
snerist um að vinna frá morgni til
kvölds, hafa í sig og á og bjarga verð-
mætum í hús þegar togararnir komu að
landi. Þetta voru uppgangsár á ísafirði
og gífurlegir peningar í umferð. Það
borgaði sig betur að vinna í fiski en að
kenna, til dæmis. En það var mikill hug-
ur með menntaskólanum, og við fengum
góðan byr, þótt viðskilnaðurinn við stað-
inn væri heldur dapurlegur."
Það er gámamálið fræga, sem hér ber
á góma. Eftir tíu ára dvöl á ísfirði var
húsnæðið selt ofan af skólameistarahjón-
unum, með þeim afleiðingum að Bryndís
fór suður til Reykjavíkur en Jón Baldvin
hafðist við í einu herbergi á heimavist
menntaskólans. Búslóðinni var komið í
gám, sem prýddi forsíður dagblaðanna
um þetta leyti.
Orsök þessarar uppákomu var sú, að
um það var deilt í bæjarfélaginu hvort
ríkinu bæri að kaupa húsnæði fyrir skóla-
meistarahjónin, eða hvort þeim væri
„nokkuð of gott að koma sér sjálf upp
þaki yfir höfuðið," eins og einn ísfirð-
ingur tók til orða í grein í lesendadálki
um þær mundir. Þegar þarna var komið
sögu, höfðu þau þrisvar sinnum skipt um
húsnæði til að rýma fyrir kennurum, en
misvísandi ákvarðanatökur innan ráðu-
neyta og einhvers konar misskilningur
varð þess valdandi að dvöl þeirra varð
ekki lengri.
„Ég tók þetta mjög nærri mér, og mér
hefur alltaf fundist sem ég ætti eitthvað
ósagt við ísfirðinga. í rauninni var okkar
hlutverki ekki fullkomlega lokið. Skól-
inn sjálfur var til dæmis ekki fullbyggð-
ur, og ég veit að við hefðum ekki farið
þetta haust, ef húsnæðismálin hefðu ver-
ið í lagi. Mér þykir mjög vænt um ísa-
fjörð. Þaðan eigum við góðar minningar,
og ég er hreykin af því þegar ókunnugt
fólk telur mig vera ísfirðing.“
En ísafjarðardvölinni var lokið, og
það átti næst fyrir Bryndísi að liggja að
verða sjómannsfrú um sumartíma.
„Jón var náttúrlega atvinnulaus og í
þörf fyrir peninga, svo hann hringdi í
Bæjarútgerðina og falaðist eftir plássi á
Snorra Sturlusyni. Honum var sagt að
mæta með pokann sinn á bryggjuna um
kvöldið, ef svo færi að einhvern vantaði
um borð. Það var óttalega skondin
kveðjustund, þegar við örkuðum með
honum öll fjölskyldan niður á bryggju og
biðum þess að hann yrði kallaður um
borð. Við biðum og biðum, og ekkert
gerðist fyrr en eftir langa mæðu. Þá kvað
við blístur ofan úr brú og einhver kallaði
hrjúfri röddu: „Hei, þú þarna, um borð
með þig!“ Þar með var skólameistarinn á
ísafirði kominn til sjós, og hans fyrsta
verk um borð var að þrífa kolstíflað
klósett.“ Skellihlátur. „Ég sé hann alveg
í anda með uppbrettar ermar, gúmmí-
hanska og drullusokk.“
En það leið ekki á löngu áður en
Bryndís fékk að kynnast einni hlið þess
hlutskiptis að vera sjómannskona:
„Þeir duttu í það í Grimsby, með til-
heyrandi brambolti og látum, náttúrlega.
Tóku einhvern lyftara traustataki, og
enduðu að sjálfsögðu í vörslu lögreglu.
Jón var með peninga sem hann átti að
nota til að kaupa stígvél á mig, en þeir
fóru allir í að borga sektina!“
etta sama haust varð Bryndís
umsjónarmaður Stundarinnar
okkar í sjónvarpinu. Hún
hafði þann starfa um fimm ára
skeið, og undi hag sínum vel. Um sama
leyti gerðist Jón Baldvin ritstjóri Al-
þýðublaðsins og var óðar en varði kom-
inn á kaf í landsmálapólitíkina. í kosn-
ingunum 1983 tók hann fjórða sæti á lista
Alþýðuflokksins í Reykjavík. Fram að
þeim tíma hafði hennar eigin frægð ekki
haft svo mikil áhrif á lífsmynstur hennar,
en nú var eiginmaðurinn líka kominn í
sviðsljósið, og þá tóku ýmsir fjötrar að
læðast utan um líf hennar.
34 HEIMSMYND