Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 104
STEFNUR OG STRAUMAR
1
FLATAR-
MÁLSFRÆÐI
HÖFUÐSINS
Hún snýr sér viö og andlit hennar er einnig vettvangur birtu
og skugga, samspil og átök lita við hornréttar og sveigðar
línur gleraugnanna sem sitja á andlitinu eins og ráðhús við
ísilagða Tjörn.
Gleraugnahönnun hefur ekki verið söm síðan Alain Mikli
sagði árið 1978 að það væri betra að vera nærsýnn og
glæsilegur en eingöngu nærsýnn. Nú geta allir fengið
gleraugu sem undirstrika sérkenni höfuðsins (litla höku,
breitt enni, djúpstæð augu, stór eyru) í stað þess að afmá
þau og svipta í burtu persónuleikanum. Já, vogið ykkur ekki
að hlæja að nærsýnum, höfuð þeirra segja ykkur meira um
heimsmálin en forsíður dagblaðanna.
Við erum hlutadýrkendur,
elskum dauðar vélar og tæki. En
samskiptin eru einhliða og í
örvæntingunni höfum við lifað á
goðsögum um hluti sem
endurgjalda ást okkar. Sögum
þar sem vélmenni búa yfir meiri
hlýju en manneskjurnar sem
fylgja straumnum af vélrænni
festu, og í sögulok lærir maður
af vél og saman flýja þau
grimmd borgarinnar, halda út í
óbyggðirnar til að hefja nýtt líf og
hold rennur saman við málm.
Draumurinn um mann og vél
sem eru eitt birtist okkur í
hnotskurn í nýjum leikföngum
sem japanskir hafa hannað. Þau
nefnast „The Transformers"
(hinir umbreytanlegu) og eru
þotur, bifreiðar, þyrlur og
hraðbátar sem með fáum
handtökum má breyta í
vélmenni. Veröld hinna
umbreytanlegu er fjarlægt
sólkerfi sem hefur tekið
hamskiþtum og ekkert er lengur
sem sýnist, en baráttan milli
góðs og ills er háð allan
sólarhringinn.
VÉLMENNI HANDA BÖRNUM
1(14 HFIMSMYND