Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 62

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 62
Starfsfólk í kvikmyndaverinu átti jafnvel erfitt með að trúa sumum atriðum myndarinnar. um. Að vísu er mörgum atriðum í bók- unum þjappað saman í kvikmyndinni en hún þjónar samt sínum tilgangi. Ég var viðstaddur kvikmyndatökuna, sem fór fram í Zimbabwe, og hún var einskonar hreinsunareldur fyrir mig.“ Var ekki erfitt að upplifa þessa hluti aftur? „Jú, það var mjög erfitt oft á tíðum, sérstaklega vegna þess að sum atriðin í myndinni eru svo vel gerð og undirbúin, rétt eins og myndavélin hafi verið á staðnum þegar atburðirnir gerðust í raun og veru. Atriðið þegar ég fer með Ntsiki Biko að skoða líkið af Biko er ótrúlega raunverulegt, jafnvel byggingin er í smá- atriðum sú sama. Ég þurfti hvað eftir annað að ganga frá vegna þess að tifinn- ingarnar báru mig hreinlega ofurliði þeg- ar ég horfði á töku þessa atriðis. En samt, að sjá þetta allt aftur verkaði nán- ast á mig eins og hreinsun á sálinni og það fannst mér þægileg tilfinning - að létta af sér einhvers konar byrðum.“ Hvað finnst þér um leikarana, Kevin Kline sem leikur þig og Denzel Washing- ton sem leikur Biko? „Þeir eru báðir mjög góðir, en það skrítna er, að Kevin er eiginlega ekkert líkur mér og það var alveg sérstakt hvernig þeir gátu breytt honum þannig að hann varð það.“ Enn snúum við talinu að fólskuverk- um suður-afrísku lögreglunnar, sem Donald Woods hefur sjálfur mátt reyna. Þegar Woods var í banninu, var börn- um hans sendur pakki. í honum voru bolir með mynd af Steve Biko. Börnin urðu himinlifandi og rifu pakkann upp, með hörmulegum afleiðingum. í bolina hafði verið sett mjög sterk sýra, svoköll- uð hörundssýra, sem skaðbrenndi yngstu dóttur hans, Mary. Hún var þá aðeins fimm ára gömul. Þetta atvik er sýnt í myndinni og það dimmir yfir svip Donalds þegar hann rifj- ar það upp. „í bolunum var nynhydrat. Það er eins konar sýrupúður, efni sem er notað til að taka fingraför af pappírsblöðum. Ef maður snertir pappírsblað er hægt að úða þessu efni á tveimur vikum seinna og þá birtist fingrafarið, fjólublátt á lit. Öryggislögreglan sendi dóttur minni þennan pakka, ég hef sannanir fyrir því. Vinur minn og samstarfsmaður, Donald Card, sem áður hafði verið í lögreglunni, frétti hjá póstmanni einum, að tveir vel þekktir lögreglumenn hefðu komið með þennan pakka á pósthúsið, og þegar hann las um atvikið í blaðinu, fékk það svo mikið á hann, að hann sagði Card frá því sem hann hafði séð. Seinna frétti Card hjá svartri hreingerningakonu, sem vann á lögreglustöðinni, að hún hefði séð þessa óþokka setja efni í bolina. Eitt er að hafa andúð á stjórnmálaskoðunum mínum, en að fremja svona ódæðisverk á fimm ára barni er alveg djöfullegt óþokkabragð.“ Donald er grimmur á svip, þegar hann mælir þessi orð, en hann hefur ætíð kunnað að snúa vörn í sókn. Kvikmyndin Cry Freedom er dæmi um það. Hann segir: „Það er skrítið hvað raunveruleikinn getur verið ótrúlegur. Jafnvel fólk í kvik- myndatökuliðinu átti erfitt með að trúa sumum atriðunum. John Briley, sem skrifaði handritið, vann alveg sérlega mikið og gott starf. Hann er bæði ná- kvæmur og klár. Hann skrifaði einnig Gandhi fyrir Attenborough. Annars var mjög skemmtilegt að vinna við þessa mynd og margt spaugilegt sem henti. Við vorum til dæmis undir stöðugri her- vernd allan tímann sem við kvikmynduð- um í Zimbabwe, af ótta við skemmdar- verk suður-afrísku stjórnarinnar, og það jók á spennuna sem var í okkur hjónum. Wendy konan mín var þarna með okkur. Þegar við tókum upp atriðið þar sem ég er sloppinn lifandi yfir landamærin, þá sagði Richard við mig: „Sýndu nú Kevin Kline hvernig þú dansaðir stríðsdansinn þegar þú varst sloppinn". „Fyrir framan kvikmyndatökuvélarnar og allt þetta fólk?“ spurði ég skelkaður. „Þú hlýtur að vera að gera að gamni þínu!“ „Já, þú gerðir það þennan dag, var það ekki?“ sagði hann þá.“Jú, en ekki fyrir framan þúsundir manna." Ég lét hann ekki hafa mig út í það að dansa einhvern ættbálkadans fyrir framan alla, svo við Kevin fórum afsíðis og ég dans- aði fyrir hann stríðsdansinn, sem ég hafði reyndar lært af Bomvönum í æsku. Svo þegar ég sá myndina með hljóði og fullgerða, sagði ég við Richard að það hefði nú verið ósköp notalegt að hafa undirleik Lundúnasinfóníunnar þegar ég var að flýja, rétt eins og er í myndinni. Hann hló góðlátlega að því.“ Og Donald Woods hlær hjartanlega, enda maður mikillar kímnigáfu og hlát- urs. Hann segir mér að honum finnist norrænu þjóðirnar vera ákaflega sið- menntaðar þjóðir. Hvað eftir annað spurði hann mig, meðan á viðtalinu stóð, um ísland og þá þjóð er þar byggi: „Það ríkir mikil bókmenning á íslandi er það ekki?“ Og einnig: „Eigið þið ekki elsta þing í heimi?“ Forvitnin virtist blaða- kempunni eðlislæg. í byrjun viðtalsins sagði hann mér að hann hefði hitt Frið- rik Ólafsson, stórmeistara og fyrrverandi forseta FIDE. Það var árið 1978 í Laus- anne í Sviss. Friðrik segir um sín kynni af Woods: „Hann var ágætur maður sýndist mér. Ég hitti hann þegar FIDE stóð frammi fyrir því að vísa Suður-Afríku úr alþjóða- skáksambandinu. Woods var á móti því að það yrði gert vegna þess að hann taldi það ekki rétt á þessum tíma, og gæti gert illt verra. Það varð hins vegar úr, að Suður-Afríka var útilokuð frá samband- inu.“ Donald Woods er á þeirri skoðun núna, að refsiaðgerðum verði að beita á öllum hugsanlegum sviðum. Hann vill knésetja harðstjórn P.W. Botha og hans fylgismanna. Þá fyrst getur hann snúið aftur til heimalandsins sem hann segir Paradís á jörðu ef aðeins ríkti friður og mannréttindi öllum til handa. Hvenær það verður er ekki hægt að segja til um. Vonandi sem fyrst. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.