Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 57

Heimsmynd - 01.03.1988, Blaðsíða 57
vanalandi var draugatrú almenn, og deilumál leyst með stríðsöxum. Donald var alinn upp eins og hver annar hvítur maður í Suður-Afríku, með öllum þeim forréttindum sem því fylgja. Hann lærði þó tungumál Bomvananna og talar það af lipurð enn þann dag í dag. „Eg var alinn upp sem prins meðal þjóna, æðri þeim svörtu," segir hann. „Eg minnist þess ekki að hafa þurft að leggja hnakk á hestinn minn sjálfur. Þjónar voru á hverju strái í kringum okk- ur, og sáu um matseld og hreingerning- ar. Þótt ég sjái mikið eftir að hafa þurft að yfirgefa Suður-Afríku, þá finnst mér gott að börnin mín þurfa ekki að alast upp sem forréttindastétt hvítra, þar sem svartir vinna öll erfiðisverkin," segir hann. Faðir Donalds var samt ákaflega virtur maður meðal svertingj- anna og Donald segir að hann hafi verið réttlátur í þeirra garð. „Hann bar ákveðna virðingu fyrir þessu fólki og misnotaði það aldrei. Og virðingin var gagnkvæm, því Bomvan- arnir álitu hann góðan mann og drukku oft með honum. Faðir minn sat þá í stól og þeir allt í kringum hann og drukku heimabrugg. Síðan var rætt um landsins gagn og nauðsynjar. En þrátt fyrir vin- semd og ákveðna virðingu, leit faðir minn þó á blökkumenn sem fávíst fólk og taldi því fyrir bestu að lúta stjórn hvítra manna. Það var hans uppeldi og reyndar mitt líka, því ég hélt lengi vel að hvítir væru mun gáfaðri og færari um að stjórna en þeir svörtu." Þegar Donald Woods var tvítugur lá leið hans til Höfðaborgar til þess að nema lögfræði. Áður hafði hann hlotið mjög strangt uppeldi og menntun í enskumælandi kaþólskum skóla. Þar var hann í heimavist ásamt bróður sínum. „Faðir minn óskaði þess að ég legði stund á lögfræði, en hins vegar hafði mér alltaf þótt gaman að skrifa, og sem ungl- ingur skrifaði ég ákaflega mikið. Svo krókurinn beygðist snemma í átt að blaðamennskunni, sem síðar átti eftir að verða ráðandi í lífi mínu. Lögfræðin kom samt að afar góðum notum, því í blaða- mennsku í Suður-Afríku þurfa menn að vera klárir á því hvað má, og hvað má ekki, og hvernig hægt er að komast í kringum hlutina. Eftir að námi mínu lauk, fór ég að vinna sem lögfræðingur en hafði takmarkaðan áhuga á starfinu, og fór þess vegna að fikta við blaða- mennsku. Áhugi minn á stjórnmálum var líka gífurlega mikill á þessum árum.“ En þú varst mjög hægrisinnaður á þessurn tíma og studdir aðskilnaðarstefn- una. „Jaa, það er rétt, en ég fór smám sam- an að skilja að kerfið var ekki mjög Donald Woods ásamt blaðamanni Helmsmyndar. Woods var ritstjóri blaðsins DAILY DISPATCH og barðist fyrir auknum réttindum blökkumanna. Hann kynntist Steve Biko 1975 og heillaðist af manninum. Eftir dauða Bikos krafðist Woods opinberrar rannsóknar á málinu og var fyrir vikið settur í bann af stjórnvöldum. Hann neyddist til að flýja land. Steve Biko var myrtur af s- afrísku öryggislögreglunni í september 1977. Morðið vakti gífurlega athygli og reiði um allan heim. sanngjarnt. Ég hellti mér út í pólitík en studdi reyndar aldrei Afrikaanana og flokk aðskilnaðarsinna. Ég leit samt á það sem sjálfsagðan hlut að hvítir hefðu völdin og fannst það hin mesta fjarstæða að svartir ættu að hafa kosningarétt eða yfirleitt meiri réttindi en þeir höfðu. Eg byggði skoðun mína á upp- eldi mínu, því ættbálkafólkið var alveg ómenntað og virtist ákaflega ósiðmenntað fólk. Ég var nú samt aldrei mjög róttækur sem ungur maður og er það reyndar ekki enn í dag. En á þessum árum las ég allt sem ég komst í tæri við um aðskilnaðarstefn- una og fylgdist vel með stjórnmálahrær- ingum þeim er áttu sér stað í landinu. Það gerði ég aðallega til þess að finna rök og ástæður til að geta varið aðskiln- aðarstefnuna, því á þessum árum hitti ég HEIMSMYND 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.